Gátur

1)
Bíll leggur af stað frá Reykjavík kl. 17:00 á föstudegi... hann ekur að jafnaði á 70 km hraða... annar bíll leggur af stað frá Akureyri kl. 18:00 en ekur á 80 km hraða...

Hvor bíllinn er nær Reykjavík þegar þeir mætast, þessi sem lagaði af stað frá Reykjavík, eða þessi sem lagði af stað frá Akureyri?

.

 old_car

.

2)
Hvaða dýr er í korni?

.

 

S-JD016

.

3)

Sofnar maður fyrst og vaknar svo, eða vaknar maður fyrst og sofnar svo?

.

cat_sleeping_on_computer_screen

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

kommon....þegar þeir mætast??????? Í korni veit ég ekki en gæti verið héri....maður vaknar og sofnar svo aftur...og rétt vaknnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn

Guðni Már Henningsson, 21.4.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

1. það er gildra í þessari gátu - ég skynja það..... en læt fallast í hana og segi sá sem lagði af stað frá Reykjavík er nær - hann fer svo ansans ári hægt.....

2. Bjór?

3. Fer eftir.......

haha þarna náði ég þér!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

1. Þeir mætast á miðri leið. Nema náttúrulega að seinni bíllinn hafi lagt af stað á laugardegi...

2. Íkorni? Eða er það bjór eins og Hrönnslan segir.?

3. Það fer allt eftir því hvort maður sofnar eða vaknar fyrst.

Halldór Egill Guðnason, 22.4.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Einar Indriðason

Aha... ég sé (amk eitt) trikkið í spurningu 1.  Það er hvergi sagt að bílarnir munu mætast.  Þessi sem fer frá Reykjavík gæti t.d. verið að fara í Kópavoginn, og þessi frá Akureyri, hann gæti verið að fara til Egilsstaða.

AHA!

Einar Indriðason, 22.4.2008 kl. 11:39

5 Smámynd: Einar Indriðason

Duh!  Jú, ok, sé þetta núna.  Mætast.  En samt... það er ekkert verið að segja að þeir fari beina leið á milli.  Þeir gætu hist í Kópavoginum, samt sem áður.

Einar Indriðason, 22.4.2008 kl. 11:41

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég læt næga kvitt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.4.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

1.Vantar vegalengd á milli staða

2.Íkorni er spendýr

3.Vaknar, annars ertu andvana fæddur

Ég vill verðlaun, ís kaldan Miller í glerinu

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 22.4.2008 kl. 19:23

8 Smámynd: Brattur

Jæja, hér koma svörin. Takk fyrir þátttökuna.

1) Bílarnir eru jafnnálægt Reykjavík þegar þær mætast.

2) Í korni = Íkorni

3) Já, vaknar er rétt svar, held ég... eða kannski er það sofnar... hmm...

Brattur, 22.4.2008 kl. 19:42

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Arg! Ég vil verðlaun líka

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 19:46

10 Smámynd: Brattur

...smá leiðrétting... þegar þeir mætast...

Brattur, 22.4.2008 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband