Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Sagan um húfinn

Það eru kannski ekki margir sem hafa séð húf... en fyrir ykkur sem ekki vita það... þá er húfur pallur eða platti sem var hafður á heimilum fólks í í landi sem heitir Zwúpi og er ekkert nálægt Undralandi...

Í gamla daga þegar menn í Zwúpi landi fóru í stríð við Krákupjakkana... og komu heim til sín aftur að stríði loknu... þá fóru þér beint á húfinn... þar voru þeir skoðaðir í bak og fyrir til að sjá hvort allt væri nú í heilu lagi eða hvort einhversstaðar væru sár sem þurfti að gera að...

Ef menn voru í lagi... þá var sagt; "hann er heill á húfi"...

Já, já... svona er nú þessi saga... krakkar mínir...

.

toyfair-breakfast-wood-bottom

.

 

 

 


Ég fór á trampólín

... ég fór út í vorblíðuna á sunnudaginn og skellti mér upp á trampólín... ég er svosem ekkert vanur trampólínhoppari... en þetta virtist auðvelt þegar ég horfði á krakkana sem svifu eins og músarindlar yfir trampólíninu...

já, það var vor í lofti og ég var í lofti - hoppaði af mikilli list... fyrst ekkert rosalega hátt... svo aðeins hærra og hærra... og miklu hærra... Jíííííííííííííí

.

 duckling_trampoline_activit

.

....þegar maður hoppar upp í loftið þá er eitt sem gerist alltaf... maður kemur niður aftur... og þegar ég kom niður í eitt skiptið... var eins og það hefði komið mér á óvart... ahhh....... bakið maður... það kom þessi ferlegi slinkur á bakið og ég var úr leik...

....staulaðist niður af trampólíninu og inn í rúm... hvar ég gat hvorki legið né setið og hvað þá staðið...

Nú er ég enn með aumt bak og ekki neitt sérlega brattur... 
Fólk varð mjög hissa þegar ég sagði hvað hafi komið fyrir mig...

... Veistu ekki að trampólín er fyrir börn?...

Nei, ekki vissi ég það... það stóð ekki neitt um það í leiðbeiningunum...

Það sem ég lærði hinsvegar af þessu var...

Ég er barn í anda... bakið er örlítið eldra...


Skrekkurinn

... Var á gangi í sakleysi mínu útí í skógi... sé ég þá ekki hvar liggur Skrekkur í reiðuleysi á bak við mosaklæddan  stein...

Og mig sem alltaf hafði langað svo mikið til að eignast Skrekk... ég horfði í kringum mig, hlustaði eftir hljóðum í skóginum... ekkert heyrðist... nema söngur rauðbrystings í fjarska...

Ég teygði mig í Skrekkinn og tók hann varlega upp... hélt á honum fyrir framan mig og dáðist að honum... hjartað mitt hoppaði af gleði... hann var svo fallegur...

En þá allt í einu heyri ég að rauðbrystingurinn var hættur að syngja... ánamaðkur skreið í skyndi undir fölnað laufblað...

Ég mundi eftir málshættinum; "Þegar rauðbrystingurinn hættir að syngja, ekki syngja"

.

 4541~Red-Bird-Posters

.

Ég hélt því niður í mér andanum og sperrti eyrun... skrjáf í laufblöðum stutt frá mér... ég stakk Skrekknum undir peysuna, girti hana í buxurnar og herti að beltið...

Sá ég þá ekki hvar endi á stiga kemur í ljós milli trjáa... fleiri og fleiri stigar birtust... hjartað í mér var hreinlega komið upp í háls... og vildi að ég hlypi af stað... og það geri ég öskrandi.

STIGAMENNNNNNNNNNNN..................................

.

 aldradir_stigi

.

Ég hljóp  eins og fætur toguðu í gegnum skóginn í átt að sléttunni... ef ég næði þangað þá vissi ég að ég væri hólpinn... vissi að Stigamenn fara aldrei út úr skóginum...

Þeir hlupu á eftir mér og skræktu og veinuðu svo sveið í eyrun... stigaendi slóst í afturendann á mér og ég hélt að leikurinn væri tapaður... en þá allt í einu opnaðist skógurinn og sléttan blasti við...

Ég hljóp samt áfram aðeins lengra, stöðvaði og leit til baka... þarna stóðu Stigamennirnir ógurlegu, fýldir á svip í skógarjaðrinum og steyttu stigum...

En ég, snéri við þá baki og hélt mína leið... hrósaði happi, hjartað hafði sigið niður á sinn stað, ég var hamingjusamur...

Ég hafði sloppið með Skrekkinn...

.

 300px-Taxus_wood

.


United vinnur

Ekki alveg ánægður með gang mála í fyrri hálfleik... United menn þurfa að vera miklu grimmari... Scholes hálf daufur á miðjunni...

Tevez og Anderson koma inn á eftir 15-20 mínútur og þá fara hlutirnir að ganga...

Rooney óheppinn að skora ekki... en Arsenal er að fá allt of mörg færi...

Held mig enn við 2-1 sigur United....

.

 wayne+rooney_855_18295341_0_0_7005137_300

 

.


mbl.is Hargreaves tryggði United sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt eða ekkert

Þetta verður hörkuleikur í dag; United mun spila sinn leik "Allt eða ekkert" kerfið sem Alex Ferguson hefur innprentað í leikmenn sína alla tíð.

Verður fróðlegt að sjá hvort Rooney og Ronaldo verða ekki ferskir, þar sem þeir voru hvíldir í leiknum á móti Roma í vikunni.

Ég held að Arsenal leikmennirnir mæti mjög grimmir til leiks og þessi leikur verði harður.
Það er engin spurning að vörn United er ekki eins öruggt þegar Vidic vantar og Ferdinand hefur verið hálf meiddur.

Rosalega gaman að sjá hinn 19 ára Anderson spila... sá á eftir að verða góður.

.

 400x400_AndersonNew

.

 

En sókn er besta vörnin svo vonandi verður boltinn Arsenal megin megnið af leiktímanum.

Það er mjög erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég hallast að 2-1 sigri minna manna, þ.e. Manchester United.
Það kæmi mér þó ekkert á óvart ef sigurinn yrði stærri 3-1 eða jafnvel 4-1... en nú er ég kominn hátt á flug í óskum og væntingum og farinn að rifa upp í huganum 6-1 sigurinn forðum.

.

manchester_united_logo

.


mbl.is Að duga eða drepast fyrir Arsenal á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir-sæta

... ég get stundum verið svo ógeðslega fyndinn án þess að ætla það...

... sagði við Önnu mína í dag þegar ég ætlaði að horfa út um gluggann og hún var á milli mín og gluggans,

Þú ert fyrir sæta... hahah... ógeðslega fyndið fyrir-sæta

Vááá, hvað maður er skemmtilegur stundum....

 .

e%20monkey

.


Netfangið hans pabba

... pabbi var um tíma netagerðamaður; hann var alla daga með net í fanginu...

Fyrsti maðurinn sem ég veit um að var með netfang...

pabbi@netfang.is

 

.

OpenArms2

.


Bein eða óbein

... stundum skil ég bara ekki íslenskuna... frekar en ég skil sjálfan mig, sérstaklega á ég erfitt með að skilja mig eftir að ég hef borðað of mikið af þurrkuðum banönum... verð þá eitthvað svo þurr í munninum og þvoglumæltur... á verulega erfitt með að skilja mig þá...

.

banana-chips

.

En aftur að íslenskunni... við segjum "línan er bein" ef hún er bein... um það er ekki hægt að deila...

En af hverju eru bein ekki bein... ég bara á erfitt með að skilja það... bein eru óbein....

Í skrokknum á mér eru því engin bein... bara óbein og slatti af þeim...

 .

pile-of-bones-layers

.


Kexruglaður í frönsku byltingunni

... að vera kexruglaður virðist í fyrstu vera einkennilega orðað, en hefur miklu dýpri merkingu en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér... alveg aftur til frönsku byltingarinnar.

Kem ég hér með skýringu af Vísindavefnum góða, en hér er verið að tala um frönsku byltinguna.

Þessi hótfyndni yfirstéttarinnar, að benda almúganum á að fá sér kex sem var munaðarvara, var eins og olía á eldinn og hrærði upp í lýðnum sem varð að lokum alveg stjörnuvitlaus og kexruglaður og tók til við að hálshöggva yfirstéttina með fallöxi, sem eins og flestir vita er stækkuð útgáfa af frönskum kexskurðarvélum en þær voru notaðar til að skera biskvíkökurnar sem eru stórar og ferhyrndar.

Mér finnst ég stundum vera kexruglaður, en ég held ég sé hættur við það.

Héðan í frá ætla ég bara að vera Súkkulaðiterturuglaður, því ekki langar mig að hálshöggva nokkurn mann.

.

 french-revolution-2

.


Dó, Dó dó fuglinn?

... ég skoða oft Vísindavefinn , margt skemmtilegt sem hægt er að finna þar... sá um daginn m.a. spurninguna "Hvenær dó Dó dó fuglinn út?" hnyttilega orðuð spurning.
Reyndar með ólíkindum hvað Dó dó fuglinn lifði lengi... 

.

 

 dodo

.

Það leiddi svo hugann að öðrum fugli sem er líka útdauður, en hann hét Sjald.

Það var hans ólukka að vera of gæfur... auðvelt var fyrir menn að nálgast hann og veiða með berum höndum...

Flestir vita að frá þessum útdauða fugli er orðið Sjaldgæfur ættað, það þýðir að vera gæfur eins og Sjald.

.

hornbill

 

.

Ég er frekar gæfur og af því að það er bara einn ég eftir í heiminum, (Indriði líki er ekki ég, bara líkur) þá er ég mjög Sjaldgæfur....

Þið skiljið alveg hvað ég er að fara, kæru hlustendur, er það ekki?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband