Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Strengjabrúðan


Víst hver reynir sig að vanda
vera sáttur við sjálfan sig
Skyldi hann Guð á himni standa
og hamast við að tosa í þig

.

 mexicanguy1

.


Ekki hægt

...þetta er ekki hægt...

.

 2524195110015749622S425x425Q85

.

... þetta er hægt... (horfið smá stund á myndina)

.

 Motion-Illusion

.


Mannanöfn - meira frelsi

... mér finnst við Íslendingar of stífir í mannanöfnum... ... Íslenskan yrði mun litskrúðugri ef menn hétu ekki bara Pétur, Gunnar og Sigurður...

Man eftir enskum nöfnum eins og Peter Green og Silla Black...

Okkar fólk gæti heitið Gunnar Grái.... Sigurlaug Sólgula... sem dæmi...

Það væri líka ekki vitlaust að nágrannar gætu skýrt hvort annan upp á nýtt... sent bara inn í þjóðskrá hvað þeir vildu að nágranni myndi heita; Rögnvaldur Ruslahaugur... Kristján Kengruglaði... Margrét Málglaða... Sveina Sífulla o.s.frv. það gæti margt skemmtilegt komið út úr því...

.

sen5_5283

.

... skáldin hafa löngum verið kennd við staði; Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Jóhannes úr Kötlum... þannig að þetta þekkist svosem...

Ekki það að ég sé neitt skáld, en ég gæti alveg hugsað mér að heita Brattur frá Bjarndýraeyju...

 

.

bear420

 

 


Jörðin

hvað er það fallegasta sem sést frá tunglinu?

 .

 Wolf-Moon

.

 jú, jörðin...

.

 PF_1232573~The-Earth-Posters

 . 

 Það er bara svo erfitt að sjá það þegar maður stendur á henni...

.

 earth2520again

.

 


Vögguvísa

... nú ætla ég að syngja vögguvísu fyrir sjálfan mig...

Farðu að sofa barnið blítt
úti er kuldi en inni er hlýtt
ekkert sem í heimi átt
til himna með þér taka mátt...

... góða nótt Brattur minn og dreymi þig vel...

.

 21732_lullaby

 

.

 


Munar oft mjóu

... stundum er ég að pæla í því hvað það getur munað mjóu að líf fólks verði allt öðruvísi en til stóð...

... maður kemur út úr hattabúð, stígur upp í bílinn sinn, þá hringir gemsinn... hann fer ekki alveg strax af stað og talar í fimm mínútur... síðan keyrir hann áfram... fer yfir á grænu ljósi, sér aldrei bílinn sem keyrir yfir á rauðu... maðurinn deyr... kemur aldrei heim til sína aftur...

... ef gemsinn hefði ekki hringt, þá hefði hann verið fimm mínútum fyrr á ferðinni og ekki lent í þessum árekstri...

.

 hat002

.

... langafi minn drukknaði þegar langamma var ófrísk af henni ömmu minni... munaði rosalegu litlu að ég yrði aldrei til... hugsið ykkur, það er hægt að missa af heilu lífi á auðveldan hátt...

.

 fisherman01_large

 

.

 


Litli heilinn

... ég fór að hugsa í morgun, geri það stundum á morgnana... ég fór að hugsa; er ég núna að hugsa með litla heilanum, eða stóra heilanum...

... ég held ég hafi verið að hugsa með litla heilanum í morgun, því ég var bara að hugsa hvort mig langaði í ristað brauð með osti, eða hrökkbrauð með osti... átti ég að hafa fjögurra árstíða sultu með eða rifsberjasultu... vildi ég te eða safa eða kannski bæði???

... litli heilinn hann hlýtur að hugsa um svona hluti...

.

 toast

.

... stóri heilinn hugsar um stærri hlutina... á ég að fara að endurnýja bílinn... hvað með eldhúsinnréttinguna... nýtt húsnæði?

.

715px-Blue_old_car.svg

.

... ég nota því litla heilann miklu meira... hann er stöðugt að allan daginn... meðan stóri heilinn flatmagar bara og nýtur lífsins... og bíður eftir því að litli heilinn hætti að hugsa um ristað brauð...

... litli heilinn sér um jafnvægið í okkur... án hans gætum við t.d. ekki hjólað...

... munum því að þegar við erum ekki alveg í jafnvægi, þá erum við ekki að hugsa með litla heilanum...

.

anim_bycicle

... hafið þið ekki tekið eftir þessu... við erum spennt hvort við getum selt húsið, spennt hvenær við fáum nýja bílinn eða nýju eldhúsinnréttinguna... það er vegna þess að stóri heilinn hefur tekið yfir... litli heilinn er ekki með í ráðum og við erum ekki alveg í jafnvægi...

... ég er mjög ánægður með litla heilann í mér...  veit reyndar ekki hvort hann er grænn eins og þessi hér fyrir neðan... hann gæti allt eins verið úr framsóknarmanni...

litli_heili_081003

.

 


Skaldbakan

Skjaldbakan var á undan mér út í bakarí í morgun af því að hún stal reiðhjólinu mínu....Angry

.

 

 turtle1

.


Snögg skjaldbaka.

... af hverju var skjaldbakan fljótari en ég út í bakaríið í morgun???

 

.

 turtle

.

 

 


Sögulok Sigfríðar frænda

... já, það var nefnilega enginn annar en hann Sigfríður frændi... sem stóð þarna á gólfinu löðursveittur og illa lyktandi... hárið á honum stóð í allar áttir eins og kettir hefðu verið að slást í því... í höndunum hélt hann á tveim öndum... öndum sem voru reyttar og tilbúnar í ofninn...

... Kútur greyið sleikti útúr og stamaði; Sigfríður frændi, hvað ætlar þú að gera við endurnar hmmm?

Nú sláum við upp veislu strákar... í dag á ég nefnilega afmæli...

.

4705_Dinner_Party_Set

.

hóst, hóst heyrðist úr kjallaranum og svo brak í stiganum...

Andlitið á pabba Vín-Anda leið upp úr opinu... hann var með sælubros á beygluðum vörunum og augun voru á floti... hatturinn á hausnum var allur krumpaður og útataður í hveiti... hann veifaði landaflösku og rétti að strákunum... nú dettum við í það drengir... og borðum endur... og drekkum í alla nótt...

... ég er Andinn sem vakir yfir ykkur... ég er Andinn sem gaf öndunum... áður en þær gáfu upp andann...
... hik... nú skulum við sko skemmta okkur...

.

 goast411

.

... Gísli - Eiríkur - Helgi - Kútur - Andi og Sigfríður frændi fór síðan inn í eldhús og hófu matseld... epli, perur... sveskjur voru brytjuð niður og troðið inn í endurnar... salt og pipar... og svo smá skvetta af landa yfir...

.

 48_Peking-duckBIG

.

... meðan maturinn kraumaði í ofninum... sátu þeir félagar við arineldinn, létu landaflöskuna ganga á milli sín og sungu andasönginn aftur og aftur...

Brátt við kýlum út kviðinn 
kyndum, brennum viðinn
Okkur binda tryggðarbönd
brátt við borðum Pekingönd

.

fireplace-01

.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband