Munar oft mjóu

... stundum er ég að pæla í því hvað það getur munað mjóu að líf fólks verði allt öðruvísi en til stóð...

... maður kemur út úr hattabúð, stígur upp í bílinn sinn, þá hringir gemsinn... hann fer ekki alveg strax af stað og talar í fimm mínútur... síðan keyrir hann áfram... fer yfir á grænu ljósi, sér aldrei bílinn sem keyrir yfir á rauðu... maðurinn deyr... kemur aldrei heim til sína aftur...

... ef gemsinn hefði ekki hringt, þá hefði hann verið fimm mínútum fyrr á ferðinni og ekki lent í þessum árekstri...

.

 hat002

.

... langafi minn drukknaði þegar langamma var ófrísk af henni ömmu minni... munaði rosalegu litlu að ég yrði aldrei til... hugsið ykkur, það er hægt að missa af heilu lífi á auðveldan hátt...

.

 fisherman01_large

 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega, - þarna eru kominn dálítið langt í tilverupælingunum....! Eins og dóttir mín sagði þegar hún var fimm ára: En mamma, AF HVERJU erum við eiginlega til? Hvur fattaði uppáessu?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2008 kl. 21:39

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

.......

Svo skotinn sem hann afi var í ömmu,

var ekki margt um fjas og sundurgerð,

hann sendi henni bónorðsbréf í pósti

og bað um heiðrað svar með næstu ferð... 

Var þessi gamli dægurlagatexti ekki einhvern veginn svona...og endaði víst svona:

En hefð´ann afi ekki skrifað bréfið,

ég væri sennilega ekki til! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.2.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það hefði kannski verið betra að lifa ef við hefðum fengið handritið áður en við komum hingað á jörðina...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.2.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Allt er tilviljunum háð, eða ekki... Ég hef þá trú að það sé tilgangur með öllu sem gerist og okkur ætlað að læra af því. Svo er náttúrulega misjafnt hversu ötuglega maður stundar sitt nám!

Skemmtileg pæling hjá þér og minnti mig dálítið á Diskworld-bækur Terry Pratchetts (sem ég ELSKA!!) því hugurinn hvarflaði að hliðstæðum raunveruleika og allskonar öðrum heilabrotum.

Takk fyrir mig

Sigríður Hafsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:01

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Það hefur löngum verið sagt að mjótt sé milli lífs og dauða.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.2.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband