Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Froskurinn

... einu sinni var froskur í tjörn... hann var bara svona að dúlla sér einn daginn, hafði ekkert sérstakt að gera... hoppaði á milli laufblaðanna og sagði kvak kvak...

... sér hann þá ekki allt í einu að prinsessa kemur gangandi í átt að tjörninni... hann fékk sting í litla froskahjartað sitt... mikið rosalega var hún falleg... hann lagðist á laufblað og horfði á hana í dáleiðslu...

Prinsessan stóð við bakka tjarnarinnar, hún tók ekki eftir frosknum... hún beygði sig niður og fyllti hendur sínar af vatni og baðaði andlitið...

... froskurinn hugsaði; kannski er ég prins í álögum?... ég verð að fá að kyssa hana... en hvernig á ég að gera mér vonir um að hún vilji kyssa grænan slímugan frosk?

Hann hoppaði nær henni og sagði eitt litið kvak... Prinsessan fagra leit upp og sá hann... nei, sæll fallegi froskur sagði hún... froskurinn fann hvernig fiðrildin flögruðu um maga hans; hún sagði að ég væri fallegur... komdu til mín og leyfðu mig að sjá þig betur... froskurinn fór alveg til hennar... Prinsessan beygði sig niður til að kyssa hann... froskurinn setti stút á munninn og ranghvolfdi í sér augunum...
.

 frog-prince

.

Við kossinn varð mikil sprenging... froskurinn fann hvernig hann stækkaði og stækkaði... já, ég er prins í álögum kallaði hann... Prinsessan rak upp skaðræðisóp og hljóp í burtu. Hvað er að, hugsaði froskurinn. Ég hélt hún myndi elska mig að eilífu þegar ég væri laus úr álögunum.

Hann snéri sér við, leit í spegilmynd sína í vatninu... hann hrökk við og öskraði líka... hann var orðinn Valgerður Sverrisdóttir.
.

1467625_10-valgerdur

.


Aður

Eins og Ó-ið getur verið nauðsynlegt í byrjun orða, þá er "aður" í enda orða gjörsamlega ómissandi.
Svona getur dagurinn stundum gengið fyrir sig en, aldrei ef "aður" væri ekki til.

Vakn-aður
Vank-aður
Ringl-aður
Rugl-aður
Das-aður
Beygl-aður
Strauj-aður
Bað-aður
Mat-aður
Elsk-aður
Slomp-aður
Syfj-aður
Sofn-aður
.

rip-tongue 

 

.


Skandall

... þetta er einhver mesti skandall sem maður hefur heyrt... dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að verjast áreiti frá starfsmanni Chelsea sem virðist hafa svívirt Evra fyrir litarhátt hans...

... við Ferguson erum oft svo líkir í okkur... hann er öskuillur og ég er bálreiður... best að hafa slökkvitækið við hliðina á sér í kvöld...

.

 patrice_evra

 


mbl.is Ferguson æfur vegna refsingar Evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó

... þá er komið að því að skoða Ó...

Ó gegnir gríðarlegu miklu hlutverki í Íslensku máli.

Alli vita að magi er annað en ómagi.
Vinsæll er vinsælli en óvinsæll.
Ólafur væri lítill án ó-sins.

En ættum við ekki að reyna að nota ó-ið miklu meira. Dæmi;

Greifi - Ógreifi = Sá sem ekki er greifi; Getur t.d. bara verið óbreyttur lögfræðingur.

Sakna - Ósakna = Að sakna ekkert. Ég ósaknaði þín.

Þoka - Óþoka = Bjart veður.

Strigakjaftur = Óstrigakjaftur; Sá sem talar fallega.
.
fool

.
Straumönd - Óstraumönd; Allar aðrar endur en straumendur.

Linnulaust - Ólinnulaust; Hann barði ólinnulaust á hurðina. Hann stóð sem sagt bara með hendur í vösum og horfði á hurðina.

Hár - Óhár = Lágvaxinn. Hann er frekar óhár blessaður.

Kýr - Ókýr = Naut

Svo er hægt að nota Ó-ið á undan öðru Ó-i og þá verða mínus og mínus plús;

Hann er svakalega Óómyndarlegur = Sem sagt mjög myndarlegur.

Möguleikarnir eru sko óendanlegir... æfið ykkur næstu daga að búa til ný orð með ó-inu og auðgið málið okkar.

Óver and out.

Ó-Brattur = Flatur.
.

 The_Sad_Clown

.


Vaknaður einu sinni enn

... rosalega er allt að verða jólalegt í kringum mig... inni eru jólagardínur komnar upp, jólasokkar og seríur, rauð epli í skál... úti er nýfallin mjöll eins og henni hafi verið stráð yfri tréin og húsin til skreytingar...

Dagurinn er að teygja úr sér, rétt nývaknaður... hundurinn hrýtur að sinni alkunnu list... og klukkan á veggnum tifar letilega. Það er pínulítið eins og tíminn hafi hægt á sér í morgunsárið.

Samt er eins og síðustu jól hafi verið í gær.
.

 Stjarna

.

Eins og þið sjáið þá er einhver værð yfir mér. Mér finnst gott að vita af því að tíminn er ekkert að flýta sér núna. Við ætlum á þessu heimili að steikja Laufabrauð í dag. Ég er spenntur fyrir því. Það hef ég aldrei gert áður þó ég sé örugglega einhver mesti Laufabrauðskall á landinu. Ég get hakkað það í mig eins og kálfur þar til það klárast.

En ég skar út Laufabrauð í denn... með hnífi hjá afa og ömmu. Það var áður en hið stórbrotna Laufabrauðshjól var fundið upp. Á því heimili og í þeirri sveit hétu gardínur ekki gardínur, heldur garðínur...
Í dag ætla ég sem sagt að rifja upp leikni mína með hnífinn og Laufabrauðið.

Ég ætla dagsins að njóta
Fyrst ég er hættur að hrjóta
Í Laufabrauð sker
Á það fæ mér smér
Hjá sjálfum mér svaf ég til fóta
.

Jólagluggatjöld

.


Sagan af Hólma

... það er með ólíkindum hvað sumir geta lent í...

Einu sinni var maður sem hét Hólm. 

Það var alltaf verið að stríða honum og skora hann á hólm.
Honum leiddist þessi stríðni og breytti nafninu sínu í Hólmi.

Þá kom æðarkolla og gerði hreiður í hausnum á honum.
.

2379551151_eba973c4d4 

.

 


Skrítnar limrur

Limrur geta verið ansi skemmtilegar... það eru reyndar til ýmsar útgáfur af limrum, en það vissi ég nú ekki fyrr en ég fór að fletta í bók sem heitir "Nýja limrubókin".

Hér eru dæmi úr henni.

Ég hitti rússneskan húlígan,
en hvorki rödd hans né útlit man
    né annað neitt
    en nafnið eitt
sem var Nitschkopratartschenzipratskian.

Og önnur...

Þegar Steinn var að yrkja til Stínu
öll stefin úr hjarta sínu,
    þá varð honum það
    til þrautar að
hann þurfti að minnast á svo miklu
fleira í lokin en nokkurt viðlit var að segja í síðustu línu.

2193552995_9c3df425eb

 


Fislétt myndagetraun

... flaug yfir landið þvert og endilangt í dag...

... tók þessa mynd út um flugvélarglugga... og þá er spurt;

Hvað heitir þessi leið þar sem vegur þessi liggur?

.

 Staður

.


Ég þarf ekkert (Jólalag)

Úti grimmur vetur
ógnar kalt
frost og hríðarblá.

Í húsi mínu
hef ég allt
sem gleður mína sál .

Þar malar köttur
hrýtur tík.
Og fegurð þín
er engu lík.

Ekkert þarf ég fyrir jól
Nema hlýju þína og skjól.
.

Christmas_house_welcome_sign_winter_scene
.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband