Vaknaður einu sinni enn

... rosalega er allt að verða jólalegt í kringum mig... inni eru jólagardínur komnar upp, jólasokkar og seríur, rauð epli í skál... úti er nýfallin mjöll eins og henni hafi verið stráð yfri tréin og húsin til skreytingar...

Dagurinn er að teygja úr sér, rétt nývaknaður... hundurinn hrýtur að sinni alkunnu list... og klukkan á veggnum tifar letilega. Það er pínulítið eins og tíminn hafi hægt á sér í morgunsárið.

Samt er eins og síðustu jól hafi verið í gær.
.

 Stjarna

.

Eins og þið sjáið þá er einhver værð yfir mér. Mér finnst gott að vita af því að tíminn er ekkert að flýta sér núna. Við ætlum á þessu heimili að steikja Laufabrauð í dag. Ég er spenntur fyrir því. Það hef ég aldrei gert áður þó ég sé örugglega einhver mesti Laufabrauðskall á landinu. Ég get hakkað það í mig eins og kálfur þar til það klárast.

En ég skar út Laufabrauð í denn... með hnífi hjá afa og ömmu. Það var áður en hið stórbrotna Laufabrauðshjól var fundið upp. Á því heimili og í þeirri sveit hétu gardínur ekki gardínur, heldur garðínur...
Í dag ætla ég sem sagt að rifja upp leikni mína með hnífinn og Laufabrauðið.

Ég ætla dagsins að njóta
Fyrst ég er hættur að hrjóta
Í Laufabrauð sker
Á það fæ mér smér
Hjá sjálfum mér svaf ég til fóta
.

Jólagluggatjöld

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þú ert greinilega kominn í mikið jólaskap.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Og búinn að fara í jólafótsnyrtinguna líka - duglegur ertu! :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.12.2008 kl. 12:24

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ég skal viðurkenna að þegar ég sá orðið "garðdýnur" þá flaug strax og med dett samme mynd í hausinn á mér.  Ég þarf varla að segja hvaða mynd....

jæja, ok.... dýnur úr rúminu... úti í garði.  Notaðar í sólbað!

Svo las ég áfram og eins fljótt og myndin hafði komið í hausinn á mér, þá hvarf myndin líka.

Einar Indriðason, 7.12.2008 kl. 13:35

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Aldrei steikt laufabrauð" ?

Norðlendíngur sjálfkallaður ?

&jæja, einn góður kúnni minn fyrir sunnann steikir ofan í mig bezta & mezt selda ~norðlenzka laufabrauðið~ & gefur mér með af gnægtum sínum.

Það er ekkert eitt einhlýtt, enda kalt.

Steingrímur Helgason, 7.12.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Við erum með svona jólastjörnu í eldhúsinu okkar hér í Svíaríki... liturinn er bara grænblár.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 20:51

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Heima var það mamma sem sá um að steikja laufabrauðið - við hin sátum við að skera.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 21:33

7 Smámynd: Brattur

... takk fyrir innlitið gott fólk... nú erum við búin að skera og steikja og já, tókst bara býsna vel upp... gamli draumurinn rættist og ég er bara kátur ...

Brattur, 7.12.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband