Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Halldór tuðari

... það er langt síðan þátturinn "Ort upp í bloggvini" hefur verið á ferðinni... það er því ekki úr vegi að rifja upp út á hvað hann gengur... ég skrifa texta sem ég kalla At-kvæði um einhvern bloggvin og læt líta út fyrir að þetta sé stutt bréf frá viðkomandi... en þetta er hinsvegar fullkominn skáldskapur um viðkomandi sem ég set niður... hingað til held ég að ég hafi ekki móðgað neinn, svo ég held þessu bara áfram þar til einhver stoppar mig...

 Nú er komið að stórbloggvininum Halldóri tuðara... mjög skemmtilegur og bráðhress bloggari sem lætur sér ekkert óviðkomandi... er einnig sleipur í skák, hagmæltur og syngur og dansar eins og engill....

 

Það er margt sem maður dundar sér við
ég hef rosalega gaman af því að skoða fugla
skemmtilegast er náttúrulega að sjá flækingsfuglana

meðal sjaldgæfra fugla
sem hef ég séð eru
Lappajaðrakan; A Bar-tailed Godwit
Sportittlingur; A Lappland Bunting
Kanaduðra; A Long-billed Dowitcher

samt held ég alltaf mest upp á
gamla góða spóann
að heyra hann vella á fögrum sumardegi
er eitt það fegursta sem ég veit

Kveðja, Halldór (tuðari) 

 

 


Afi

... afi gamli var að mörgu leiti merkilegur karl... 10 barna faðir, verkamaður og kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn, til að vera öruggur með vinnu....

... hann var harðjaxl og dugnaðarforkur og hugsaði mest um að hafa nóg handa sér og sínum... þegar ég var að vaxa úr grasi ásamt fjölda annarra barnabarna hans, þá var hann farinn að reskjast og hafði áhyggjur af ungviðinu... okkur krökkunum... passaði uppá að við kæmum snemma heim á kvöldin og hljóp gjarnan á eftir okkur til að reka okkur heim... krakkarnir uppnefndu hann "afi á hlaupum"...

...eftir að hann hætti að vinna bjó hann heima hjá okkur...  það var skrítið að sjá gamla manninn vera verkefnalausan, hann sem alltaf hafði unnið myrkrana á milli... hann kunni ekki að hætta að vinna... gleymi því aldrei að hann setti innkaupatösku við útidyrnar á kvöldin til að hafa hana tilbúna fyrir næsta dag þegar hann færi út í búð að kaupa matföng...

... eina sem ég á eftir frá honum afa mínum er gamalt barómet... ekkert sérlega fallegt fyrir þá sem sjá það bara svona rétt augnablik... en ég hef aldrei séð fallegar barómet...

Afi.

Mig undraði
styrkur glersins
í barómetinu
þegar þú
þrumaðir í það
með krepptum
hnúunum

Regn - breytilegt - bjart

Þú stilltir vísinn aftur
og við strákarnir sáum
á svip þínum

að líklega myndi hann bresta á
að norðaustan
með kveldinu.

 

 


Að vera ríkur

... peningar eru ekki allt... en það er samt vont að vera án þeirra... ég vildi heldur gráta í nýjum Mercedes Benz heldur en gömlu Skóda... sagði góð kona einu sinni... það má kannski alveg skrifa undir það... en þegar mest á reynir þá gera peningar ekkert gagn... maður kaupir ekki hamingjuna né heilsuna fyrir peninga... ung fréttakona sagði einu sinni við Alla ríka á Eskifirði... Aðalsteinn, ertu ekki ríkur? Alli var farinn að eldast og svaraði ungu fréttakonunni; nei... ég er ekki ríkur, það ert þú sem ert rík, þú ert ung og þú átt allt lífið framundan... hann vissi, sá gamli að unga konan var rík... hann átti bara peninga...

 

Bóndinn.

Hann stakk
höndum sínum
í nýplægða jörðina
lyfti fullum
lófum
til himins
lét jarðveginn
renna milli
fingra sér
 

hugsaði glaður
í bragði;

ég er moldríkur!


Hundur eða köttur

Marta bloggvinkona er að velta því fyrir sér hvernig hund hún eigi að fá....... Cavalier eða Pug.  Anna bloggvinkona sýnir myndband sem sýnir Cavalierhund taka köttinn í bólinu.  Að eiga Cavalier, gefur ýmsa möguleika..... hann getur átt kött fyrir kærustu.... það er hægt að láta hann unga út eggjum.... samanber hvernig hann lagðist ofan á kisu í myndbandi Önnu.  Síðan er hægt að framleiða hvolpa og kettlinga allt í einum graut...... eitthvað sem fræðingarnir í Kína eru ekki búnir að uppgötva.....

Tík nokkur í Kína varð fyrir stórfurðulegri lífsreynslu er hún gaut hvolpunum sínum. Þriðji hvolpurinn reyndist vera kettlingur!Fyrstu tveir hvolparnir sem komu voru algjörlega eðlilegir. Fjölskyldan missti hins vegar andlitið þegar sá þriðji kom. Hann leit ekki út eins og hvolpur. Hann leit út eins og kettlingur!

Þorpsbúar í Huayang í Jiangyan flykkjast nú í heimsókn til þess að sjá kvikyndið. Dýralæknirinn á staðnum fullyrðir að þetta sé í raun hvolpur en hann líti út eins og kettlingur vegna genagalla. Ég veit ekki hvort hann er að segja með því að það sé genagalli að vera köttur, en ég skal hundur heita ef hundur getur verið köttur

puppykitten


Aðstoðarmaður óskast

... ég er í miklum sjálfspælingum þessa dagana... ekki kannski mikið svona andlegar pælingar, heldur hvernig ég er að haga mér í daglegu lífi... er að spekúlera í smáatriðunum varðandi það sem maður er að gera á hverjum degi... ég vigta mig í sundinu á hverjum degi eins og ég hef áður sagt frá... held það hafi verið Hugarfluga bloggvinur sem stakk upp á því að ég vigtaði á mér hausinn... nú er ég búinn að prufa það... og það er sko ekkert auðvelt... en hérna kemur aðferðin:

Setjið baðvogina upp á eldhúsborðið

Setjist á stól

Hallið kinninni á vigtina

Slakið alveg á og hugsið eitthvað fallegt, t.d. um mófugla

Lesið á vogina þyngd höfuðsins

Ég lenti reynda í vandræðum með síðasttalda atriðið... ég var alveg slakur og blístraði eins og lóa, höfuðið hvíldi vel á voginni, en mér gekk illa að sjá tölurnar, ekki mátti ég snúa höfðinu því þá breyttist þyngdin... þannig að ég gat bara hreyft augun... ég rétt náði að sjá einhverja tölu með því að skjóta augunum aðeins út og snúa... aðferð sem ég lærði í gamla daga í skóla og notaði í prófum...

... ég las af voginni... 40 kíló... getur það verið að hausinn á mér sé 40 kíló? ég birti þessa niðurstöðu með fyrirvara... mig vantar eiginlega aðstoðarmann (má vera kona) sem kann að blístra eins og lóa og lesið sómasamlega af baðvogum...

... umsóknir sendist hingað á síðuna, farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál... léleg laun í boði... en mjög stuttur vinnutími... góður mórall á vinnustaðnum...

 


Ég er barnalegur

... .það eina sem er betra en brauðsneið með hunangi, eru tvær brauðsneiðar með hunangi...sagði Paddington bangsi á sínum tíma... þetta er eiginlega uppáhaldsbrandarinn minn og flestir þeir brandarar sem ég hef gaman af, eru svona barnabrandarar...

... mikið var Guð góður að gefa okkur vatnið, því ef við hefðum ekki haft vatnið, þá hefðum við ekki getað lært að synda og þá hefðum við öll drukknað...

... ég hef sem sagt komist að því að ég er barnalegur... en líklega hafið þið nú bloggvinir og lesendur tekið eftir því fyrir löngu...

... mér finnst gaman að horfa á fótbolta, en ekki hvaða fótbolta sem er... ég horfi eiginlega bara á leiki með Manchester Unided... þá gleymi ég mér alveg... stekk upp úr sófanum og hrópa YESSSS, þegar mínir menn skora... eða gríp um höfuðið og reiti hár mitt þegar illa gengur, en það er sem betur fer mjög sjalgæft... Untied eru svo góðir... svona hegðun fyrir framan sjónvarpið er kannski ekkert mjög fullorðinsleg...

... þegar United vann frækinn sigur á Bayern Munchen árið 1999, þá reyndar fór allt á hvolf hjá mér... við feðgarnir vorum að horfa saman... báðir United menn að sjálfssögðu og Ole Gunnar skorðaði sigurmarkið, við stukkum upp úr sófanum... og öskruðum YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSS, dönsuðum um allt stofugólfið og gáfum fimm þar til blæddi úr lófum... hundurinn rak upp gól og faldi sig undir borði, kötturinn stökk út um glugga, lítið barn sem var statt á heimilinu, hafði verið sofandi en  vaknaði við lætin og fór að háorga... eiginlega öskra... enda alveg tilefni til, markið var flott og Evrópumeistaratitilinn í höfn...

... en mikið rosalega var þetta gaman... ég hef því ekki gert neitt sérstak í því að hafa gaman að einföldum hlutum... ég ætla bara að halda því áfram... vera bara barnalegur fram í rauðan dauðann....

... eitt að lokum... ég er enn að finna límmiða á skrokknum á mér... í morgun fann ég límmiða með nr. 16 á... síðast var það nr. 8... 2x8 = 16... hvaða númer skildi koma næst og hvaða skilaboð er eiginlega verið að senda mér...???

 


Að hugsa

... það kemur fyrir að ég fari að hugsa... og þá eitthvað annað en um kjánalega hluti... út í miðri veiðiá í sumar missti ég einbeitinguna við veiðina og fór að hugsa; af hverju heyrist í vatninu...

... ég hef líka verið að spá í að búa mér til spegla sem ég hef á öxlunum og get horft í eins og þegar maður er að keyra bíl... það er einhver á eftir þér og kallar á þig... Brattur!... þá þarf ég ekki að snúa mér við heldur horfi bara í baksýnisspeglana til að sjá hver er að kalla... held það geti verið mjög þægilegt... þarf að sækja um einkaleyfi sem fyrst... og svo verð ég frægur og það verður gerð af mér brjóstmynd sem stendur í fallegum garði í eigu ríkisins... og á skiltinu stendur: Brattur fann upp axlarspegilinn árið 2007... brjóstmyndin verður mjög gáfuleg á svipinn og horfir til himins eins og sá sem hefur afrekað mikið...

... þetta eru dæmi um kjánalega hluti sem fara í gang í kollinum á mér stundum...

... en núna í morgunsárið er ég ekki að hugsa kjánalega... ég er bara alvarlega þenkjandi svona í morgunsárið... til hamingju með það!

... upp á síðkastið hef ég verið að gera tilraunir á vigtinni með því að standa á öðrum fæti... og ég er alltaf léttari ef ég stend á vinstra fæti en þeim hægri... sama hvar ég stend á vigtinni... mér finnst þetta merkilegt... best að skella sér í sturtu og svo á vigtina... ef ég er léttari á vinstri... þá er það 10 skiptið í röð og staðfest í eitt skiptið fyrir öll...

... svo næst ætla ég að prufa að standa öfugt á henni... það verður spennandi...


Með bólu í rassborunni

... jæja, smá stund með tölvunni minni og ég orðinn sæmilegur í rassinum...

... áður en lengra er haldið þá verður þetta líklegast dónalegast blogg sem Brattur hefur sent frá sér...

... jú, það var þannig að ég vaknaði snemma í morgun, fór í sund og lenti sem oftar í kappi við einhvern kall sem var að reyna að rembast við að fara fram úr mér... eftir smá stund þá sá ég að líklega væri hann bara fljótari að synda en ég og gaf honum stefnuljós og hann brunaði framúr... munaði engu að ég biti í stóru (viljandi) tána á honum þegar hann renndi sér framúr... ég er frekar tapsár... en ég hresstist svo þegar kallskömmin hætti fljótlega að synda... jahá... þollaus þessi, ekkert úthald... enda brjóstkassinn á honum eins og tómur strigapoki og algjört vafamál hvort að hlutir eins og lungu kæmust þarna fyrir... en ég er með stór lungu og Tarzan brjóstkassa... ég sem sagt vann þessa keppni... en kallinn vissi ekkert af því...

... þegar ég var búinn að klæða mig eftir sundið og var að reima á mig skóna, þá fann ég fyrir einhverjum ónotum í afturendanum... gat nú ekki mikið skoðað hvað var á seiði þarna fram í anddyrinu í sundinu... fór út í bíl og keyrði af stað... þurfti að fara í næsta bæjarfélag... á leiðinni reyndi ég að koma hendinni afturfyrir og niður um buxnastrenginn til að athuga hvað það var sem var að meiða mig... ég fann ekkert og hætti þessum  æfingum þegar ég var næstum því búinn að keyra út í skurð... en ég var kominn að niðurstöðu... ég var með bólu í rassborunni...

... ég kom á áfangastað og fór beint á klósettið... þar var lítil spegill... en alltof hátt uppi... ég gyrti niður um mig og reyndi að sjá... en spegillinn var bara alltof hátt uppi... þá fór ég að hoppa með buxurnar á hælunum... en það var náttúrulega bara heimskt af mér... gott ef spegillinn fór ekki að hlæja... ég gafst upp... á leiðinni til baka fann ég hvernig bólan stækkaði og stækkaði og ég var farinn að finna virkilega til...

... þegar heim var komið hljóp ég beint inn á baðherbergið þar sem var stór spegill og ég gat skoðað mig allan... og undur og stórmerki... það var engin bóla, heldur límmiði og á honum var talan 8... nú sit ég hérna eitt spurningarmerki...

... hvernig komst þessi límmiði á þennan stað, hvað þýðir talan 8 og ekki síst...

... AF HVERJU FANN ÉG SVONA MIKIÐ TIL...


Leitin að gullfiskunum - sögulok

... hvaða leið á ég að velja, hjartað mitt? sagði litli karlinn við litla hjartað sitt, þegar hann stóð fyrir framan göturnar fjórar... þú skalt taka leiðina lengst til vinstri, sagði litla hjartað... litli karlinn horfði á götuna lengst til vinstri og síðan á hinar þrjár, já en, hu, það... það er ljótasta og erfiðasta gatan, hjartað mitt...og svo stórgrýtt... ég get orðið svo lengi á leiðinni eftir þessari götu og jafnvel dottið og meitt mig...

... gatan lengst til vinstri ER rétta gatan sagði litla hjartað, mjög ákveðið...en litla karlinum leist ekkert á að ganga þessa ljótu og erfiðu götu og hunsaði því ráð hjarta síns... lét ekki hjartað ráða för...

... hann hélt því af stað eftir villigötu og hvarf sjónum... síðan hefur ekkert til hans spurst og allir löngu búnir að gleyma honum...

... en inn í skóginum í fallegu rjóðri er lítið tómt hús... í garðinum er tjörn, en í henni er ekki nokkur gullfiskur...

... en ég segi við ykkur í trúnaði... í þessu rjóðri og í þessu húsi er nóg pláss fyrir mikla hamingju, ef þið viljið eignast það...

... og húsið er laust nú þegar....

 

 


... 3. kafli Steinninn

... leiðin að stóra steininum var lengri en litli karlinn hafði haldið, hæðir og hólar og svo aðrar hæðir og hólar... hann var eiginlega orðin kúfuppgefinn þegar hann kom að stóra steininum... settist niður og hallaði sér að honum og kastaði mæðinni... svo stóð hann upp og gekk í kringum steininn... hvar skildi ég eiga að banka... hugsaði litli karlinn... á einu stað voru skófirnar bláleitar og allt öðruvísi en annars staðar á stóra steininum... þar bankaði litli karlinn blítt, fjögur högg... ekkert gerðist... litli karlinn klóraði sér í höfðinu og strauk skeggið... þá allt í einu byrjaði jörðin að skjálfa undir fótum hans og hann stökk til baka, óttasleginn... rifa kom í steininn þar sem bláu skófirnar voru og hann opnaðist með ískri og hávaða... litli karlinn hafði ekki mjög stórt hjarta, en það sló nú af öllu afli og vildi flýja frá þessum ósköpum... en staðfestan í brjósti litla karlsins sagði; þú verður að standa þig og horfast í augu við það sem er að gerast ef þú ætlar að ná gullfiskunum...

... og litli karlinn horfði því allt í einu í augun við blátt andlit sem birtist í opnum steininum... það var fagurblátt eins og skófirnar... hvað vilt þú litla mannvera, sagði bláa góðlega andlitið... ég er á leiðinni að vitra grenitrénu; sagði litli karlinn, getur þú vísað mér veginn þangað; vitra grenitréð veit hvar ég get fengið gullfiska í tjörnina mína...; steinandlitið svaraði;hérna fyrir aftan okkur er fjórar götur; ein greið leið sem vísar þér að grenitrénu, en hinar þrjár eru allar villigötur, sagði fagurbláa andlitið... þegar þú stendur fyrir framan þær allar, þá er það hjarta þitt sem segir þér hver þeirra er rétta leiðin...

... litli karlinn þakkaði fagurbláa andlitinu í steininum fyrir ráðið og gekk bak við hann þar sem hann fann upphaf fjögurra slóða... litla hjartað í honum hafði róast og nú spurði litli karlinn það; hjartað mitt...hvaða leið á ég að velja...

(sögulok í næsta kafla....Wink)

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband