Með bólu í rassborunni

... jæja, smá stund með tölvunni minni og ég orðinn sæmilegur í rassinum...

... áður en lengra er haldið þá verður þetta líklegast dónalegast blogg sem Brattur hefur sent frá sér...

... jú, það var þannig að ég vaknaði snemma í morgun, fór í sund og lenti sem oftar í kappi við einhvern kall sem var að reyna að rembast við að fara fram úr mér... eftir smá stund þá sá ég að líklega væri hann bara fljótari að synda en ég og gaf honum stefnuljós og hann brunaði framúr... munaði engu að ég biti í stóru (viljandi) tána á honum þegar hann renndi sér framúr... ég er frekar tapsár... en ég hresstist svo þegar kallskömmin hætti fljótlega að synda... jahá... þollaus þessi, ekkert úthald... enda brjóstkassinn á honum eins og tómur strigapoki og algjört vafamál hvort að hlutir eins og lungu kæmust þarna fyrir... en ég er með stór lungu og Tarzan brjóstkassa... ég sem sagt vann þessa keppni... en kallinn vissi ekkert af því...

... þegar ég var búinn að klæða mig eftir sundið og var að reima á mig skóna, þá fann ég fyrir einhverjum ónotum í afturendanum... gat nú ekki mikið skoðað hvað var á seiði þarna fram í anddyrinu í sundinu... fór út í bíl og keyrði af stað... þurfti að fara í næsta bæjarfélag... á leiðinni reyndi ég að koma hendinni afturfyrir og niður um buxnastrenginn til að athuga hvað það var sem var að meiða mig... ég fann ekkert og hætti þessum  æfingum þegar ég var næstum því búinn að keyra út í skurð... en ég var kominn að niðurstöðu... ég var með bólu í rassborunni...

... ég kom á áfangastað og fór beint á klósettið... þar var lítil spegill... en alltof hátt uppi... ég gyrti niður um mig og reyndi að sjá... en spegillinn var bara alltof hátt uppi... þá fór ég að hoppa með buxurnar á hælunum... en það var náttúrulega bara heimskt af mér... gott ef spegillinn fór ekki að hlæja... ég gafst upp... á leiðinni til baka fann ég hvernig bólan stækkaði og stækkaði og ég var farinn að finna virkilega til...

... þegar heim var komið hljóp ég beint inn á baðherbergið þar sem var stór spegill og ég gat skoðað mig allan... og undur og stórmerki... það var engin bóla, heldur límmiði og á honum var talan 8... nú sit ég hérna eitt spurningarmerki...

... hvernig komst þessi límmiði á þennan stað, hvað þýðir talan 8 og ekki síst...

... AF HVERJU FANN ÉG SVONA MIKIÐ TIL...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

  fékk kast hérna... er að kenna á námskeiði í bankanum og stelast til að lesa bloggið mitt ... og nú hristist ég öll og má ekki hlæja til að tufla ekki nemendurna Brattur þó! Góður svona dónalegur og líka ljóðrænn í dónaskapnum sveimérþá  vonandi sjáum meira að dónaskap frá þér fyrst hann er svona drep fyndinn

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 19:41

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur minn.: Var miðinn upprúllaður, eða var hann enn í upprunalegu formi, þ.e. útflattur? Þetta er lykilatriði í sársaukagreiningunni. Hvernig miðaskrattinn komst þarna, veldur mér talsverðum áhyggjum elsku Brattur minn. Ertu nokkuð að fikta við að prófa undirföt af hinu kyninu kæri vinur? Dettur til að mynda í hug G-strengsspjarir. Sennilega ekki pláss fyrir stærðarmiðan á slíkri "flík" nema akkúrat þarna á boru"området¨". Segi bara svona......

Halldór Egill Guðnason, 18.9.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahahaha   Asnaprikið þitt..... nú fæ ég harðsperrur í magann á morgun ! 

Er þetta rétt sem Halldór segir, að þú sért að máta G-strengi númer 8 ?   

Anna Einarsdóttir, 18.9.2007 kl. 19:59

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Var þessi "frammúrsyndari" bara ekki einhver pervert sem laumaði þessum miða til þín .....hmmmmm...... var með áhyggjur um að þú væri komin með "tvíburabróðir" og þyrftir í aðgerð  :Þekki slík dæmi Magga (ekki þó af sjálfri mér)

Hulda Margrét Traustadóttir, 18.9.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sársaukagreining vegna miða númer 8.:

Þegar miði með tölunni 8 lendir í boru, er hætt við að eigandinn, þ.e. borunnar, geri sér ekki grein fyrir því alveg strax. Leiki vatnsflaumur um svæðið er enn meiri hætta á að ekkert finnist, fyrst um sinn. Þegar svæðið,þ.e. boran, þornar eftir duglegan þurrk, er ávallt hætta á að miðinn taki að vöðlast til og frá og ummál hans að aukast. Sérstaklega á þetta við þegar handklæðinu er haldið í vinstri hendi framan við líkamann og í þeirri hægri aftan við líkamann, þannig að handklæðið renni milli fóta um borusvæðið. Þurrkaðferð þessi er oft kölluð "boruþeyta" og er sennilega árangursríkasta þurrkaðferð milli fóta. Því meira sem svæðið er síðan hreyft, þ.e. boran, því meiri verður miðinn um sig og að lokum er komin kúla. Kúla þessi getur leikið svæðið, þ.e. boruna, ansi hart og er t.a.m. alls ekki mælt með ökuferðum, þegar svona er ástatt á svæðinu, þ.e. borunni. Eiganda svæðisins, þ.e. borunnar, hættir í mjög mörgum tilfellum til að "anal-isera" þetta rangt og eru fyrstu viðbrögð við  því mjög mikilvæg. Allar tilraunir til að greina þetta vandamál skulu framkvæmdar standandi á báðum fótum og ekki er verra að hafa aðgang að spegli, sem vísar frekar upp undir "problemið", en ofan á það. Við eðlilegar aðstæður og með spegla í réttum halla, tekst yfirleitt ansi fljótt að átta sig á aðstæðum og niðurstaða skoðunar yfirleitt til mikils léttis fyrir eigandan, þ.e. borunnar. Eru menn yfirleitt" boru-brattir" að loknum þessum aðförum öllum 

Enn er hins vegar unnið að rannsóknum á því hvernig miði númar 8 kemst yfir höfuð í boru og benda fyrstu vísbendingar til þess að þar sé um frekar undarlegar, já ef ekki annarlegar ástæður að ræða.

"Smjúts" á Bratt. 

Halldór Egill Guðnason, 18.9.2007 kl. 20:50

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  tár tár   Halldór.... þú ert snillingur !!  Ég hef aldrei hlegið svona mikið yfir einu kommenti. 

Anna Einarsdóttir, 18.9.2007 kl. 21:01

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Halldór

...eru ekki til g strengir fyrir karlmenn? ertu Brattur nokkuð að máta kven-strengi? 

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 21:48

8 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Brattur og Halldór. Ef hægt er að gefa einn færslu og einu kommenti 10 þá fáið þið 11

Sit hér inni á kaffihúsi og hlæ eins og hálfviti..... og það er líka horft á mig eins og hálfvita

Arnfinnur Bragason, 18.9.2007 kl. 22:57

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sálmur um kúlu.: 

Brattur með miða í brók,

"botninn" hristi og skók.

Fannst vera bóla í boru,

en út datt þá kúla úr skoru.

Halldór Egill Guðnason, 18.9.2007 kl. 23:31

10 Smámynd: Brattur

.... Halldór... þúsund smjúts... kæri vinur... þú skilur mig alltaf svo vel... hvar er annars rauðvínið mitt...??? ... en steplur... í hvaða númerum eru þessir G-strengir annars... er 8 svona medium eða kannski XXL , bara svo ég átti mig á stærðunum...

Brattur, 18.9.2007 kl. 23:35

11 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þegar nunnurnar fóru í leghálsskoðun fannst þetta en hvað var hjá þér veit ég satt að segja ekki!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 18.9.2007 kl. 23:57

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Stærð 8 er xtrasmall

Marta B Helgadóttir, 19.9.2007 kl. 00:25

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Talan átta er hamingjutala hjá Kínverjum og eitthvað miklu meira. Svo er þetta líka lokuð tala og heldur vel utan um allt! Smjúts á þig og meira af þessu takk!

Edda Agnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 12:39

14 identicon

Takk...Dásamleg lesning...Frábært...

Hulda (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:26

15 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha ég er að missa af einhverju sé ég með því að mæta ekki daglega á svæðið. Takk fyrir mig

Jóna Á. Gísladóttir, 21.9.2007 kl. 12:06

16 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Boru-Brattur hahahahaha

gerður rósa gunnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband