Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Skarphéðinn Skata - fyrri hluti

... hér kemur söguleg skáldsaga um það hvernig Skatan varð til...

Skarphéðinn Skata var bróðir hennar Laufu sem Laufabrauðið er nefnt eftir.

Fleiri voru í þessum systkinahópi og má hér minnast á Patrek Pipar sem fann upp piparkökurnar, en hans saga verður sögð síðar.

 

Skarphéðinn Skata öfundaði Laufu fyrir þá frægð sem henni hafðí hlotnast vegna þessarar þunnu ómerkilegu köku sem hét í hausinn á henni, Laufabrauð.

 

Laufa var vinsæl á mannamótum og oft var henni boðið í veislur í jólamánuðinum þar sem hún hélt erindi um Laufabrauðið sitt og hvernig best væri að ná því þunnu, bragðgóðu og fallega útskornu.

Orðið ER-indi var að vísu ekki komið til sögunnar á þessum tíma, en þá var notað orðið VAR-indi yfir slíkar ræður.

 

Skarphéðinn Skata var yngri en Laufa. Hann var með stórt höfuð, mikið enni, stingandi augnaráð, uppbrett kartöflunef og stóra bumbu. Hann var nákvæmlega jafn heimskur og hann leit út fyrir að vera.

Sumarið sem hann var 33 ára notaði hann til að klóra sér í hausnum. Hvernig gæti hann eiginlega öðlast eilífa frægð eins og Laufa systir?

 

Hann vildi láta minnast sín í mannkynssögunni fyrir eitthvað svipað afrek. Að á hverju ári, ákveðinn dag myndu allir nefna nafn hans og borða eitthvað sem hann hefði fundið upp sjálfur.

 

Sumarið sem hann klóraði sér sem mest í hausnum sat hann á steini niður í fjöru á hverjum degi, klóraði og klóraði og leysti vind í leðurbuxurnar sínar með reglulegu millibili.

 

Þegar líða tók á sumarið var farinn að stíga upp úr buxnastrengnum rosaleg fýla, sambland af svita Skarphéðins Skötu og viðrekstri hans frá því um vorið. Lyktin var svo svakaleg að jafnvel mávar tóku stóran sveig á flugi sínu framhjá Skarphéðni á steininum.

.

vikk

  .       

Einn daginn um miðjan ágúst, klæjaði hann alveg rosalega, fyrst í vinstri og svo í hægri rasskinninni.  Hann stakk höndunum undir buxnastrenginn og klóraði fast með löngum, skítugum nöglunum.

 

En kláðinn bara jókst og þetta endaði með að Skarphéðinn Skata reif sig úr buxunum og henti þeim í fjöruna.

Hann dýfði sárum afturendanum í sjóinn og ranghvolfdi í sér augunum af sælu þegar köld aldan lék við botninn á honum.  Allt í einu sá hann útundan sér að buxurnar voru á hreyfingu í flæðarmálinu, eins og þær væru lifandi þarna í sjónum. Hann greip í skálmarnar og snéri upp á þær, þar til þær stóðu í spíss gegn honum. Lifandi buxurnar streittust á móti, spíssinn rann í gegnum samanherpta fingur hans og þessi ótrúlega skepna sem þarna hafði fæðst í fjörunni synti á haf út. Skarphéðinn Skata stóð stjarfur eftir með rauðan rass og horfði í augun á þessari skepnu um leið og hún renndi sér í gegnum öldurnar og hvarf í hafið.

 

... framhald...


Lygasögur af veðurofsa

... oft er það sem menn ýkja frásagnir af vondum veðrum... 

 .... einhvernvegin svona spjölluðu þrír bændur saman hér um árið....

Björn bóndi:

... einu sinni gerði svo rosalegt veður að allt túnið flettist af og var í rúllum á hlaðinu þegar ég kom út um morguninn... ég var heilt ár að rúlla þökunum á sinn stað aftur...

Hannes bóndi:

Þetta er nú ekkert... einu sinni var svo rosalega hvasst að hausinn fauk af mér þegar ég var að hlaupa út í fjárhús... ég smellti honum bara á þegar ég var kominn í útihúsin, gaf kindunum, tók hausinn af mér aftur og hljóp heim til baka svo rokið sliti nú ekki af mér hausinn aftur... 

Guðjón bóndi:

... þetta er nú ekkert, árið 1946 var svo hvasst á Eyjafirðinum að Hrísey slitnaði upp með rótum og rak inn allan Eyjafjörðinn og strandaði loksins inn við Akureyri...

... nei, nú lýgur þú... hrópuðu hinir tveir þá....

... já, sagði Guðjón bóndi, ég er aðeins að skrökva... þetta var ekki 1946... þetta var 1947....

 

.

 hrisey

 

 


Að keyra um í málverki

... mér leiðist aldrei að keyra um landið, enda eins gott, ég er mikið á ferðinni... nýt landslagsins og birtunnar... litirnir á himninum margbreytilegir og oft eins og maður sé staddur inni í miðju málverki...

... þessi mynd var tekin í morgun í Langadalnum...

 

.

 Sólarupprás

 

.

Sólin.

Hún teygði sig feimin
yfir fjallstoppana
hugsaði hlýtt til jarðarinnar

litla mannveran
horfði agndofa á

 

 


Syrgjandi sveinar

Við erum jólasveinar
og þvælumst um öll fjöll
við erum miklu fallegri
en þessi ljótu tröll

við þekkjumst á loðnum lúkunum
og spengilegum búkunum
og það er mynd af okkur
á öllum jóladúkunum

.

 jolasveinar7

.
við borðum hangisauð
yfirleitt á jólunum
og örþunnt Laufabrauð
en mamma datt úr rólunum

 orn_gryla%20200

 .

hún hætti svo að góla
á ekkert er að stóla
nú er hún gamla Grýla dauð
já, mamma er hætt að róla


Síldarbátar í kartöflugarðinum

... var á Grundarfirði í dag og tók þessa mynd þar... skemmtilegt að sjá síldveiðiskipin að veiðum upp í fastalandi... og svo stökkva menn bara í land í kaffi og kleinur...

.

 gg

 

 

 


Litla vekjaraklukkan - smásaga

Einu sinni var lítil vekjaraklukka. Hún var ekki eins og venjuleg vekjaraklukka...
því hún átti afskaplega erfitt með það að vakna á morgnana... hún var eiginlega algjör svefnpurka...

Vekjaraklukkan var silfurgrá, með tveimur litlum bjöllum á höfðinu. Á milli bjallnanna var krómuð stöng og litlar mjóar fætur klukkunnar voru í stíl við þessa krómuðu stöng. Bakið á henni var svart.

Litla vekjaraklukkan var með fjóra vísa. Klukkustunda, mínútu og sekúnduvísi sem voru allir svartir. Fjórði vísirinn var silfurgrár og það var vísirinn sem stjórnaði því hvenær hún átti að vekja eiganda sinn.

.

 Vekjaraklukka

Eftir að hafa verið sett saman á verkstæðinu var henni pakkað í lítinn hvítan pakka og síðan í annan stærri, brúnan og hún síðan send í búðina.

Hún stóð stillt á hillunni í búðinni, ásamt mörgum öðrum klukkum. Fólk kom og skoðaði klukkur, virti þær fyrir sér, tók þær upp og athugaði hvort þær væru nógu fallegar til að vera á náttborði.

Margar klukkur voru keyptar í viku hverri, en það var enginn sem gaf litlu klukkunni gaum. Enginn snerti hana, enginn skoðaði hana.
Hún var mjög kvíðin því að þurfa að vera allaf í búðinni, alla sína ævi. Hún var líka með áhyggjur af því að sá sem keypti hana myndi alltaf vilja vakna of snemma. Hún var viss um að hún myndi oft sofa yfir sig og þá yrði henni hent í ruslið.

Dag einn var dimmviðri, rigning og rok. Fátt fólk var á ferli, fólk hljóp framhjá búðarglugganum. Ekki nokkur sála hafði komið inn í búðina í marga klukkutíma.

En allt í einu opnaðist útihurðin hægt og rólega. Litla vekjaraklukkan leit upp. Inn um dyrnar steig kona með kolsvart sítt hár. Ómálað andlit hennar var fíngert og fagurt og líkami hennar nettur. Hreyfingar hennar voru mjúkar þegar hún gekk inn eftir búðargólfinu og skoðaði með áhuga fallegu hlutina sem voru í hillunum. Hún var greinilega ekkert að flýta sér. Strauk hendinni um rennblaut gljáandi hárið og reyndi að þurrka það.
Augun í henni voru mjög sérstök. Þau voru eins og stórir dropar sem lágu á hliðinni. Augun voru dökk og djúp og í þeim var glampi. Úr þeim var hægt að lesa mikla reynslu og kærleika.

Ó, hugsaði litla vekjaraklukkan , mikið vildi ég að þessi fallega kona keypti mig, hún er svo góðleg. Klukkan litla fylgdist með hverri hreyfingu fallegu konunnar þegar hún nálgaðist. Svo stóð hún loksins fyrir framan klukkuna. Tók hana upp og skoðaði í bak og fyrir.

Án þess að segja nokkuð, gekk konan að afgreiðsluborðinu og setti klukkuna þar. Tvöhundruð og fimmtíu krónur, sagði afgreiðslukonan. Konan borgaði og setti síðan klukkuna í handtöskuna sína.

Þegar heim var komið tók konan klukkuna silfurgráu upp úr töskunni og setti hana á náttborðið sitt,
klæddi sig í náttföt og skreið undir sæng. Hún teygði sig í klukkuna og stillti vekjarann á sjö.
Úff, hugsaði vekjaraklukkan, klukkan sjö... ég get bara ekki vaknað svona snemma, nú verður mér hent í ruslið á morgun.
Dökkhærða, fallega, netta konan slökkti ljósið.

Litla vekjaraklukkan var andvaka. Hún var svo hrædd um að sofa yfir sig og þá myndi nýi eigandi hennar sem lá þarna  sofandi í rúminu, ekki vilja eiga hana og skila henni aftur eða henda henni. Hún bara gat ekki sofnað, litla vekjaraklukkan; ég verð bara vakandi í alla nótt, vek svo fallegu konuna klukkan sjö og síðan fer ég að sofa, hugsaði klukkan.

Góðan daginn, litla vekjaraklukka. Falleg mjúk, en örlítið dimm kvenmannsrödd smaug inn í drauma vekjaraklukkunnar.

Klukkan litla teygði sig og hristi... ooooo... ég vissi það... ég vissi það... ég svaf yfir mig...ooooo nú er ég búin að vera, hugsaði hún...

Ég vissi að þú værir svefnpurka, sagði fallega konan. Ég keypti þig ekki til að vekja mig. Ég keypti þig af því að þú ert svo falleg og góð, sagði konan og brosti. Ég þarf að hafa einhvern hjá mér til að geta talað við og sem skilur mig.

Ég veit að okkur á eftir að koma vel saman.

Og upp frá því stóð litla silfurgráa vekjaraklukkan á náttborði fallegu konunnar með kolsvarta síða hárið... og vaknaði aldrei fyrr en eigandi hennar bauð góðan daginn á hverjum morgni.

 

 


Sagan um uppruna Laufabrauðsins - seinni hluti

Þegar brauðið kláraðist kallaði Ólafur hátt og hvellt svo heyrðist til næstu húsa „Laufa... brauð... meira brauð“ og aftur „Laufa, brauð, komdu með brauð vinan mín“.

.

OldWoman

Urðu konur í næstu húsum mjög forvitnar og langaði að vita hvernig það brauð væri sem Ólafur kallaði svo hátt á og fóru heim til þeirra hjóna og sögðu: „Af hverju kallar hann Óli alltaf  Laufa-brauð, Laufa-brauð“?  Var þeim sögð sagan og báðu þær Laufu þegar um uppskriftina og var það auðsótt mál, ef þær lofuðu því að enginn utan fjarðarins fengju nokkurn tíma að sjá hana. Þær lofuðu því og nefndu brauðið „Laufabrauð“ eftir kalli Ólafs.

 .

triumph_des_todes 

.

Seinna þegar Ísland var albyggt kvisaðist það út að á Ólafsfirði væri til sérstök tegund brauðs er borðað væri á jólum eingöngu og þætti gott. Þingeyingar vildu gjarnan komast yfir uppskriftina og eigna sér hana, enda manna ánægðastir með lífið og þykjast gjarnan upphafsmenn alls. Til dæmis þegar Kaupfélag Þingeyinga var stofnað, fyrst allra kaupfélaga á Íslandi að þeirra mati, var kaupfélag Ólafsfirðinga löngu komið á hausinn.

.

 saeluhus_jokulsa_fjollum

.

Þingeyingar gerðu út leiðangur til Ólafsfjarðar og stálu uppskriftinni af gamalli ekkju – lasburða. En þegar þeir rifu blaðið úr uppskriftabókinni hennar varð eftir setning neðst þar sem stóð „kúmen eftir smekk“. Þess vegna sjá menn að upprunalegt Laufabrauð er með kúmeni en önnur ekki. Þingeyskt Laufabrauð er því bara plat.
Viljirðu fá ekta Laufabrauð verður þú að snúa þér til einhvers góðs Ólafsfirðings sem gerir brauðið eftir uppskriftinni hennar Laufu gömlu. Til gamans má geta að bróðir Laufu var Skarphéðinn Skata – hann fann upp skötuna. Þá var Patrekur pipar einnig bróðir þeirra, en sá fann upp piparkökuna. Þeirra saga verður sögð síðar.

.

skata.460p

.

Ýmsa aðra siði sérstaka höfðu Ólafsfirðingar á jólum. Skal hér eitt dæmi tekið til gamans í lokin.

Til að skemmta börnum sínum um jólin var sú nýbreytni tekin upp er fólk af öpum komið fór að setjast að í nálægum byggðum að farinn var leiðangur til bæjar eins skammt frá er Akureyri hét. Þar voru fengnir nokkrir sveinar, oftast þrettán, að láni til að skemmta krökkum Ólafsfirðinga.  Fólk það er á Akureyri bjó þótti mjög skrýtið og sérkennilegt og ekki þótti það beint stíga í vitið og því tilvalið skemmtiefni.

.

 nokkrir-jolasv

.

Eftir ein jólin voru sveinar þessir sendir í fyrsta skiptið einir heim, gangandi yfir Tröllaskagafjöllin. Sem vita mátti rötuðu þeir ekki heim, villtust á fjöllum og eru þar enn. Þeir koma þó til byggða einu sinni á ári um þetta leiti árs og litlu börnin kalla þá jólasveina.

Ég kalla þá nú bara Akureyringa.


Aðventu-átak

Þórdís Tinna,  Moggabloggari númer eitt,  er engin venjuleg kona.

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu. 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband