Lygasögur af veðurofsa

... oft er það sem menn ýkja frásagnir af vondum veðrum... 

 .... einhvernvegin svona spjölluðu þrír bændur saman hér um árið....

Björn bóndi:

... einu sinni gerði svo rosalegt veður að allt túnið flettist af og var í rúllum á hlaðinu þegar ég kom út um morguninn... ég var heilt ár að rúlla þökunum á sinn stað aftur...

Hannes bóndi:

Þetta er nú ekkert... einu sinni var svo rosalega hvasst að hausinn fauk af mér þegar ég var að hlaupa út í fjárhús... ég smellti honum bara á þegar ég var kominn í útihúsin, gaf kindunum, tók hausinn af mér aftur og hljóp heim til baka svo rokið sliti nú ekki af mér hausinn aftur... 

Guðjón bóndi:

... þetta er nú ekkert, árið 1946 var svo hvasst á Eyjafirðinum að Hrísey slitnaði upp með rótum og rak inn allan Eyjafjörðinn og strandaði loksins inn við Akureyri...

... nei, nú lýgur þú... hrópuðu hinir tveir þá....

... já, sagði Guðjón bóndi, ég er aðeins að skrökva... þetta var ekki 1946... þetta var 1947....

 

.

 hrisey

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Minnir mig á afa minn sem sagði; það var svo rosalegt flóð að fiskurinn flæddi um allar heiðar....karlinn var hraðlyginn, þessi elska...eða ýkti svolítið

Heiða Þórðar, 15.12.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

  

Mikið er gott að hlæja svona mikið, takk fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 15.12.2007 kl. 02:33

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Óborganlegar sögur. Takk, Brattur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.12.2007 kl. 00:16

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvuslags smámunasem er þetta, að tuða yfir einu ári til eða frá.  Man svo vel eftir þessu. Finnst á sögusafni heimilanna. hahahahahahahhaaaaaaaaaa!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.12.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband