Orðatiltæki

Þættinum hefur borist bréf.

Hvað þýðir orðið orðatiltæki og hvaða tæki er það sem verið er að tala um?

Orðatiltæki er ansi hentug græja þegar fólk er að halda ræðu. Sama hvort er á aðalfundi Seðlabankans, í afmæli sægreifa, eða í brúðkaupi Bubba byggis.

Þú setur orðatiltækið á öxlina á þér og í miðri ræðu hvíslar þú; hvað á ég að segja núna?

Og orðatiltækið svarar að bragði; Margur verður af aurum api.

.

 Cg%20Bro18

.

Ekki er blessað tækið gallalaust. Ef gestir koma í heimsókn og þú færð spurninguna; hvað segir þú gott? ...og maður svarar náttúrulega; allt fínt... þá á tækið það til að grípa fram í  og segja; Nei, hann segir ekki allt gott... hann er að drepast í öxlinni, er með hausverk og hefur ekki klippt neglurnar á tánum lengi, hvernig getur hann sagt allt gott?

Því er best að geyma orðatiltækið í orðatiltektaskápnum meðan gestir eru í heimsókn, því það er ekki hægt að slökkva á því.

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æææææ það var nú verra, ætli ræðumennirnir niður á Austurvelli hafi verið með svona öxlinni áðan? Þeir voru svo óglaðir!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Brattur

... nei... held að þeim hafi einmitt vantað svona tæki til að poppa sig upp... voru þeir bara fúlir þarna... heyrði ekki baun....

Brattur, 17.6.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....Þá er það bara eitt!! Hvar er orðatiltektarskápurinn? 

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Brattur

Oftast eru orðatiltektarskápar uppi á háalofti... en þar sem ekki er háaloft... þá er best að hafa þá í kjallara... en þar sem ekki er kjallari, þá er best að nota bílskúrinn... en þar sem ekki er bílskúr... þá er best að hafa hann í búrinu...

Brattur, 17.6.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheh hef bæði háaloft og kjallara - engan bílskúr - enda enginn bíll...

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 14:00

6 Smámynd: Brattur

Hver þarf bíl sem hleypur endalaust eins og veðhlaupahestur? Ekki hefur verðhækkun á bensíni áhrifa á heimilisbókhaldið hjá þér Hrönn.

Brattur, 17.6.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband