Sjómaðurinn.
27.3.2008 | 21:19
... pabbi gamli á afmæli í dag... hann var alla sína starfsævi sjómaður...
13 ára gamall byrjaði hann á trillu með pabba sínum... strákurinn var sjóveikur, og gubbaði.
Til að herða hann var hann sleginn í andlitið með blautum sjóvettlingi... þannig átti að lækna sjóveikina... en hann fann alltaf fyrir henni meðan hann var til sjós...
.
.
... ég reyndi fyrir mér í 3 vikur sem sjómaður... fór einn túr með fragtskipi til Evrópu... ógleymanleg ferð...sá útlöndin í fyrsta skiptið frá hafi...en mikið svakalega var ég sjóveikur... léttist um mörg kíló, unglingurinn á þessum 3 vikum...
Pabbi fór sem ungur drengur út í Drangey á Skagafirði ásamt fleirum að veiða fugl og tína egg... þeir bjuggu í hellisskúta og lágu á heyi í heila viku... þessir kappar voru miklir harðjaxlar...
.
.
Ég var heppinn að vera sjóveikur og fara ekki til sjós eins og margir í kringum mig... en ég hef alltaf haft sterkar taugar til sjómanna og dáist að þeim... dugnaðarmenn og litlir vælukjóar...
Athugasemdir
Til hamingju með þann gamla. Undarlegar aðferðir sem notaðar voru til að "herða" unga menn í þá daga.
Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 21:21
Bestu hamingjuóskir í tilefni afmælis pabba þíns!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:24
Til hamingju með karl föður þinn. "Íslands Hrafnistumenn, muna tímamót tvenn". Ég entist 25 ár á sjónum og það sem stendur upp úr að þeim tíma liðnum er söknuður yfir öllum þeim tíma sem maður missti af með sínu fólki. Slapp ótrúlega vel og var aldrei sjóveikur. Var hins vegar oft illa haldinn af heimþrá og sennilega er það bara einn angi af sjóveiki, ef grannt er skoðað.
Halldór Egill Guðnason, 27.3.2008 kl. 21:45
Ég var & er samskonar 'wimpur' & þú á sjó en prófaði nokkrum sinnum, náði alla vega því stigi að öðlast þá virðíngu fyrir mér meiri sjómönnum til að vanvirða þá ekki frekar með nærveru minni á þeirra vinnusvæði.
Hetjur hafsins, til hamíngju með pabba þinn.
Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 22:50
Til hamingju með kappann vinur.
Heiða Þórðar, 28.3.2008 kl. 00:17
Til hamingju með föður þinn.
Sjómenn eru íslenska hetjur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.