Ađ passa eđa passa ekki

Ţegar mađur kaupir sé buxur eđa skyrtu ţá mátar mađur áđur en kaupin eru ákveđin. Athugar hvort ađ flíkurnar passi. Fer í til ţess gerđan mátunarklefa í búđinni.

Ţetta er bara mjög eđlilegt í alla stađi, ţví ekki vill mađur ganga í fötum sem passa ekki.

En ţađ eru fleiri hlutir en föt sem mađur ţarf ađ kaupa og ţurfa ađ passa.

Viđ í fjölskyldunni fjárfestum í klósettsetu um daginn. Viđ völdum ţá setu sem ađ okkur fannst fallegust og líklegust til ađ passa viđ alla bossana í familíunni, sem eru jú af öllum stćrđum og gerđum eins og í öđrum familíum.

Ţetta er nefnilega ekki svo auđvelt... ekki fer mađur út í búđ og kaupir buxur sem passa á alla fjölskylduna, ha ?
.

 who-wears-the-trousers

.

Ţađ er stórmál ađ kaupa nýja klósettsetu. Ţađ er alltaf veriđ ađ tala um ađ mađur eyđi svo og svo miklum tíma ćvi sinnar í rúminu og ţurfi ţví eiga topprúm sem fer vel međ mann.

Ég er ekki ađ segja ađ mađur eyđi svipuđum tíma ćvinnar á klósettsetunni en hann er samt drjúgur skal ég segja ykkur. Mađur á ţví ađ kaupa og nota eingöngu topp klósettsetur.

Ţađ er ţví furđulegt ađ í byggingavöruverslunum skuli ekki vera til mátunarklefar ţar sem mađur getur fariđ inn međ nokkrar setur undir hendinni og mátađ.

En viđ komum sem sagt heim međ nýju klósettsetuna okkar og ţá loksins gátum viđ öll mátađ. Og viti menn, hún passađi ekki. Nú sitjum viđ uppi međ klósettsetu sem passar ekki fyrir alla, ţví ekki er hćgt ađ skila henni aftur af skiljanlegum ástćđum.

Vil ég ţví, eftir ţessa bitru reynslu, skora á allar byggingavöruverslanir í landinu ađ koma sér upp mátunarklefa fyrir klósettsetur sem allar fyrst.
.

 wc_263355

.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

tek undir međ ţér heilshugar.. ţetta vandamál hefur lođađ ansi lengi viđ í minni fjölskyldu

Óskar Ţorkelsson, 22.8.2010 kl. 12:30

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Fjölga klósettum! Eina lausnin í stödunni. Helst eitt á mann/konu. Hér um bord er eitt klósett fyrir hverja 20 menn. 5 klósett fyrir 100 manns! Reyndar gengur ekki ad hafa 100 klósett, en haegt ad leysa málid med einni zetu á mann. Svona "plug and play" zetu. Best ad raeda vid útgerdarmanninn. Bestu kvedjur í Borgarnes. 

Halldór Egill Guđnason, 30.8.2010 kl. 07:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband