Færsluflokkur: Enski boltinn

Nú skipta öll stigin máli.

Auðvitað vinnur Liverpool Blackburn... hvað annað... og verða þá í fyrsta sæti í klukkutíma eða svo...

Ég vil endilega halda spennunni í mótinu og að Liverpool vinni þennan leik svo fjölmargir Liverpool vinir mínir eigi góðan dag. Get ekki hugsað mér að þeir fari sorgmæddir í rúmið í kvöld.

Góðar Páskakveðjur til allra Liverpoolara... líka Guðjóns Smile

Aðalleikurinn í dag er svo viðureign Sunderland og Manchester United... Rio verður ekki með, það er skarð fyrir skildi... annars verða 11 menn í báðum liðum... svo ekkert nema sigur kemur til greina... það eru fáir leikir eftir og 3 stig verða að nást úr hverjum leik.

Annars skil ég ekki hvað Benitez (Houllier í dulargervi) er allaf að skjóta á Ferguson eins og fyrir Evrópuleikinn í síðustu viku, þá gat hann ekki setið á sér að tala um Sir Alex Ferguson.

Sir Alex svaraði þessu með sínum skemmtilega húmor;

"The interesting thing as far as Rafa Benitez is concerned is that he has got a European tie coming up and he is talking about Alex Ferguson," LoLLoLLoL

Ég vissi ekki að ég væri svona mikilvægur fyrir Liverpool, bæti Sir Alex svo við....
.

 Ferguson (l): Amused by Benitez

.


mbl.is Kemst Liverpool í toppsætið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvíti

Vona að Hermann og félagar haldi sér uppi. Áfram Hermann!

Var að hugsa um allskonar hugtök sem tengjast verkfærum og notuð eru í boltanum.

Vidic kastaði sér fram fyrir Carragher og hamraði boltann í netið.

Rooney negldi boltann í stöng og inn án þess að Almunia kæmi vörnum við.

Ronaldo skrúfaði boltann snyrtilega inn fyrir varnarmenn Arsenal.

Aldrei er sagt; Hann sagaði boltann, enda væri leik sjálfhætt ef það yrði gert.

Svo er talað um útherja... var aldrei talað um innherja í fótboltanum? 

Þá er ég með nýstárlega hugmynd; það gætu verið tvær tegundir af víti í fótboltanum.

Bara víti eins og við þekkjum það í dag sem þá er dæmt fyrir væg brot innan vítateigs, s.s. hendi. En svo yrði önnur tegund, helvíti, sem dæmt yrði á grófari brot. Helvíti yrði þá helmingi nær markinu og dómarinn yrði settur í markið. Hvernig líst ykkur á? 

Og svo að lokum ein af mínum uppáhaldssetningum:

Hann var góður eftir að hann kom inn á. (það er eiginlega ekki hægt að vera góður ef maður er ekki inn á, huh)
.

Soccer%20Player

.

Brattur,  góður eftir að hann kemur inn á.

 


mbl.is Hermann: Fell ekki í fimmta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var enginn vandi.

Þetta var náttúrulega bara dásamlegt...

Var að lesa um þennan Macheda á Teamtalk í vikunni þar sem hann skoraði 3 mörk með varaliðinu.

Þegar Ronaldo jafnaði þá sagði ég við konuna mína... það væri flott ef þessi Macheda skoraði sigurmarkið... við vorum alveg sallaróleg í sófanum, viss um sigur okkar manna.

Æðislegt að vinna Aston Villa með hálfgert varalið... nú er þetta komið... titillinn er okkar!

Enn einu sinni sýnir Sir Alex af hverju hann er langbestur.
.

Federico Macheda


mbl.is Táningur tryggði Man.Utd dýrmætan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Knattspyrnusérfræðingur?

Liverpool klíkan er alls staðar... Mark Lawrenson Liverpúllari er að reyna að búa eitthvað til um Rooney og Sir Alex sem ekki er fótur fyrir... það kemur svo sem ekkert á óvart að svona "feilskot" komi úr þessari átt...

Skrítið að svona maður skuli vera "knattspyrnusérfræðingur" hjá BBC... þeir sem kenna sig við hlutleysi... Mark Lawrenson skorar þarna sjálfs Mark... af hallærislegu gerðinni...

.

 Serious-Soccer-Player3

.

 Annars heyrði ég í Sir Alex í morgun og var hann í góðu formi. Var búinn að fá sér ristað brauð og te og var að hlusta á píanókonsert nr. 3 eftir Rachmaninoff.

 


mbl.is Ferguson hafnar rifrildi við Rooney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er fingurinn flatur?

Ég skil alveg hvað Sir Alex er að fara, enda hugsum við mjög svipað félagarnir.

Það getur verið mjög óþægilegt að láta hæla sér, jafnvel hættulegt.

Einu sinni var ég að negla nagla í spýtu.

Gengur þá ekki fram hjá mér meðhjálpari á leið sinni til rakarans og segir; mikið rosalega neglir þú fallega og kröftuglega Brattur.

Ég næstum því umturnaðist af mikilmennsku, hóf hamarinn hátt á loft og sló fastar en áður...  en hitti ekki naglann á höfuðið...

Þess vegna er þumalfingurinn á mér flatur.
.

hamer-tool-u-001 

.


mbl.is Ferguson: Fréttamenn of jákvæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Neville er tilbúinn...

Þetta er gott að heyra. Gary vinur minn Neville kominn í gang og er tilbúinn í lokaslaginn... þá fær ekkert stöðvað United... veit að andstæðingarnir titra nú af hræðslu...

Ég spilaði einu sinni fótbolta (lygilegt en satt) og var þá einmitt hægri bakvörður eins og Neville. Ég hef því haldið í laumi upp á Gary Neville í allmörg ár. Maðurinn er náttúrulega snillingur og í mínum huga betri fótboltamaður heldur en t.d. Steven Gerrard hjá Liverpool...

En ég er líka alveg að verða tilbúinn í lokaslaginn. Er að jafna mig á smá tognun í litlaputta. Er hjá sjúkraþjálfara og sýni framfarir dag frá degi.

Alex býst við að ég komi við sögu í næstu leikjum.
.

neville_280x390_458696a

.

Sé alltaf eftir Phil bróður sem fór til Everton. 

 


mbl.is Neville tilbúinn í lokaslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er fúll

Eins og oft áður erum við Sir Alex og Sir Brattur hjartanlega sammála... .spjaldið sem Rooney fékk var óskiljanlegt... hann henti boltanum í áttina að þeim stað sem átti að taka aukaspyrnuna... skiptir máli hvort boltanum var hent fast eða laust...  má þá ekki alveg eins dæma af mark þar sem boltanum er skotið of fast í markið?

Dómarinn var ekki sjálfum sér samkvæmur í þessum leik. Í leiknum var dæmd aukaspyrna á Fulham. Leikmaður Fulham spyrnti boltanum langt í burtu eftir að dómarinn hafði flautað. Hann komst upp með það... ekkert spjald... það er ekki sama hver er... sér Jón eða séra Liverpool...

En ekki ætla ég að kenna dómaranum um tapið... það pusar bara pínulítið á United bátinn í augnablikinu...

En við munum sigla lygnan sjó í átt að Englandsmeistaratitlinum þó að blási á móti í dag.

Sir Brattur kveður og hefur ákveðið að vera Fúll-ham til hádegis.
.

032-crying-chef

.


mbl.is Ferguson æfur vegna rauða spjaldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

United í góðum málum!

Það er ljúft að mega tapa fyrir litlu liðunum og vera samt öruggir með titilinn... Smile

Skrítinn leikur annars þar sem United var betri aðilinn allan tímann en fá svo á sig nokkur aulamörk...

Rauða spjaldið á Vidic var náttúrulega rugl...

Það mætti svo skrifa langan kafla um dómarann í þessum leik en ég sleppi því... ég er í fínu skapi.
En ég hef örugglega kafla um þennan dómara í ævisögu minni sem á að heita

"Ég og Alex"

En til hamingju Liverpoolarar... það hefur verið svo erfitt hjá ykkur upp á síðkastið að ég bara samgleðst ykkur!
.

 DogDrawing1

.

Brattur, aldrei sár... bara tapsár...


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litli Liverpoolarinn

Nú eru Liverpoolarar virkilega orðnir kvíðnir fyrir morgundeginum... um það segir í bundnu máli:

Litli Liverpoolarinn.

Ef þú getur ekki sofið
Og allt hjá þér er dofið
Fáðu þér þá hálfa
Töflu fyrir bjálfa.

Þú skelfur bara og svitnar
Þinn ótti vex og fitnar
Hjartsláttur þinn er hraður
Ertu mús eða maður? 

Þú ert allt annað en keikur
Í framan ertu bleikur
Bumban þín er stór og hlý
Ertu frændi Sammy Lee?

Þú ert svo mikið flón
Í slitnum takkaskóm
And you´ll always, always, always
Walk alone.
.

SammyLee_468x351

.

 


mbl.is Benítez: „Verðum að vinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur

... þessi Taylor er nú meiri ruddinn og átti sko ekkert annað skilið en að fá rautt spjald fyrir þetta fólskubrot á Ronaldo...

En leikurinn var mjög spennandi. Leikmenn Newcastle börðust af grimmd. Gengu reyndar of langt á köflum... en United hélt haus og kláruðu dæmið.

Ekkert nema kraftaverk með öfugum formerkjum kemur nú í veg fyrir að Englandsmeistaratitilinn verði okkar.

Þarf að hringja í Alex á morgun til að vita hvort hann er ekki sammála mér (eins og alltaf).
.

telephone

.


mbl.is Ronaldo beið eftir Taylor í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband