Færsluflokkur: Enski boltinn

En hvað gera Púllararnir???

Við Sir Alex erum rosalega slakir þessa dagana... ég sagði honum um daginn að mér þætti engin þörf á að bæta við leikmönnum fyrir næstu leiktíð... ég stakk því hinsvegar að gamla hvort það gæti ekki verið gaman að kaupa margfaldan meistara Phil Neville aftur frá Everton... maður sem gæti spilað allar stöður á vellinum... Alexinn ætlaði að hugsa málið... og sagði; Mr. Bratt ég hef svo gaman að því að koma á óvart... þetta væri kannski snjall leikur, let me sleep on it...

En hvað heldur þú að hin liðin komi til með að gera, spurði ég Sir Alex.

Ég  held að Liverpool komi ekki til með að kaupa mikið af leikmönnum í sumar eins og Benitez hefur verið að tjá sig um... og þá getum við verið pollrólegir áfram Mr. Bratt.

Já Sir Alex fyrst að Benitez verður þarna áfram, þá sé ég ekki að Liverpool liðið geti ógnað okkur neitt að ráði í framtíðinni... og svo tísti ógurlega í okkur Sir Alex...

 En gefum Benitez sjálfum orðið viðmið hans er alltaf Manchester United ;

We can improve a little bit in certain areas but overall we don't need to change a lot of players.

"Stability is always good for any club and because the squad is better it means you don't need to change too many players - and the manager staying is another important message.

"I think we are better placed than the others (Chelsea and Arsenal) for challenging United in the long term."

"I think we are better placed than the others for challenging United in the long term."

RafaBenitez_2164978

Benitez; Feels he nearly has a titli-winning team.


mbl.is Ferguson ætlar að vera rólegur á leikmannamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir á móti United.

Við tókum okkar laugardags morgunspjall áðan ég og Sir Alex... ég spurði hvort hann væri pirraður... No, no Mr.  Bratt I,m not angry... svaraði Sir Alex og hló...

Þetta er bara gamla klíkan, "Allir á móti United"... eins og þú þekkir svo vel Mr. Bratt...
Svo bætti Ferguson við;

"You'd think people in offices think about it but when you shake hands with the devil you pay the price,".

Uss, sagði ég það, eru púkar í öllum hornum svo maður ætti nú bara að venja sig á að hætta að heilsa öllu þessu liði... Yes, Mr. Bratt, you´re so right... en ég hætti nú ekki að heisla þér Mr. Bratt... never in my life og svo hló Sir Alex þessum dillandi hlátri sem er svo skemmtilegur...

En hvernig heldur þú að leikurinn fari á eftir Sir Alex?... mmm... Boro hafa alltaf reynst okkur erfiðir andstæðingar, miklu erfiðari en t.d. Liverpool í gegnum tíðina... svo er þetta útileikur og hádegisleikur og við United menn erum ekkert frægir fyrir góð úrslit í hádegisleikjum... en þetta er leikur sem verður að vinnast svo ég spái 0-2... hef á tilfinningunni að Anderson skori sitt fyrsta mark fyrir liðið í dag...

Þakka þér fyrir spjallið Sir Alex og ekki gleyma tyggjópakkanum... good luck my friend...

Have a nice day Mr. Bratt and thank you for your support and thanks for helping me picking my team every week... without you I would never have come this far... 

Bye Sir Alex.... Bye Mr. Bratt.
.

Manchester United boss Sir Alex Ferguson needs his side to win at relegation-threatened Middlesbrough

.

 


mbl.is Ferguson pirraður yfir tímasetningunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldur sigur.

Virkilega góður leikur hjá mínum mönnum. Óheppnir að vinna ekki 3 - 4 núll.

Með svona áframhaldi fara þeir í úrslit Evrópukeppninnar og taka náttúrulega Englandsmeistaratitilinn létt.

Mér fannst Arsenal leikmennirnir nánast áhorfendur allan leikinn og voru í sífelldum eltingaleik.

Van der Saar hefði ekkert getað sagt þó hann hefði verið rukkaður fyrir aðgangseyrinum.
.

 Vandepic

.


mbl.is Sanngjarn sigur Evrópumeistaranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himneskur fótbolti!

United hraðlestinn fór svo sannarlega í gang í seinni hálfleik... þvílíkur fótbolti... hreinn, beinn og dásamlegur...

Held að vinir mínir í Liverpool hafi skríkt af ánægju í hálfleik... en ég var allan tímann viss um að United ynni leikinn.

Innkoma Tevez skipti sköpum... með dugnaði sínum og baráttu hleypti hann neista í liðið og þá var ekki að sökum að spyrja.

Manchester United sýndi í þessum leik hverjir verðskulda Englandsmeistaratitilinn... þurfum við eitthvað að ræða það?
.

train_old

 

.

 


mbl.is United skoraði 5 mörk á 22 mínútum og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur leikmaður!

Við Alex erum bara alltaf sammála... held að við höfum verið bræður í fyrra lífi, þar sem ég kenndi honum allt það sem hann kann og getur í dag.

Giggs er einn sá albesti knattspyrnumaður sem maður hefur séð. Hann á möguleika á að verða Englandsmeistari í 11 skiptið... en sum lið eru að vonast til að verða meistarar í 1 skiptið í sögu Úrvalsdeildarinnar...

Giggs sem nú er 35 ára hefur spilað stórt hlutverk í sögu Manchester United síðan hann var 16 eða 17 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik.

Og þessi 35 ára gutti er enn léttur og snöggur og er að spila rosalega vel í vetur.

Það væri gaman að sjá hann í liðinu á morgun í sínum 800 leik.

Ég og fjölskyldan mín sendum honum og hans fjölskyldu hjartanlegar hamingjuóskir og biðjum að heilsa Sir Alex.
mix%20tulips%20in%20vase

.


mbl.is Ferguson: Giggs verðskuldar að vera valinn bestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússneskur húmoristi.

Andrei Arshavin er mjög góður fótboltamaður... en það er greinilegt að hann er enn betri húmoristi...

Ég skal éta hattinn minn, gönguskóna, veiðistöngina og allar veiðiflugurnar sem ég á ef hann nær að skora fimm mörk á Old Trafford þann 16 maí.
.

 z_bus-pi-Fishing-flies03

.

 


mbl.is Ætlar að skora fimm gegn United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjörir snillingar.

Snillingarnir tóku þetta nokkuð örugglega í kvöld... með hverri umferð fækkar stigunum sem í boði eru svo hver 3 stig sem vinnast núna eru gulls í gildi... Chelsea er úr leik núna eftir jafnteflið í kvöld... enn Liverpool lifir en í voninni...

Það var unun að sjá loksins góðan fótbolta í kvöld eftir það hnoð sem sum lið hafa verið að bjóða upp á síðustu daga...

Ég er því kátur og bjartsýnn á framhaldið... tökum Tottenham á laugardaginn á meðan Hull vinnur sinn leik, vona að þeir falli ekki því ég hef alltaf haft taugar til Hull City.
.

 hull_city

.


mbl.is Manchester United náði þriggja stiga forskoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin greið fyrir United

Gaman að sjá kraftinn og hraðann í honum Arshavin... besti maður vallarins í kvöld.

Hef lítið séð af Liverpool í vetur, en það virðast vera liðtækir leikmenn í liðinu. Fannst hann seigur þessi ljóshærði frammi, Tores minnir mig að hann heiti.

Liverpool verður þó að styrkja lið sitt með öflugri leikmönnum á næstu leiktíð ætli þeir sér að vinna titla. Carragher er orðinn hægur og var aldrei líklegur að skora í kvöld.
Margir leikmenn í liðinu bera svo einkennileg nöfn sem minna helst á indverska krikkettspilara.

Markvörðurinn er ekki í háum klassa en fær prik fyrir að reyna.

Nú er gatan greið hjá okkur United mönnum, það þarf bara að vinna 5 leiki af 7 sem eftir eru. Megum tapa einum og 1 jafntefli þá er titilinn í höfn. Eigum eftir að mæta Arsenal og Manchester City í erfiðustu leikjunum, reyndar þeir báðir á Old Trafford.

.

cricket

.


mbl.is Liverpool í toppsætið - Arshavin með fernu fyrir Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum í úrslit.

Þetta verður fróðlegur leikur svo ekki sé meira sagt.

Sir Alex kemur manni oft skemmtilega á óvart.

Það að Rooney og Ronaldo verði ekki með minnkar að sjálfsögðu líkurnar á því að United vinni leikinn.

En eins og við segjum stundum United menn, þá verða 11 leikmenn inni á vellinum og flestir þeirra landsliðsmenn svo þetta ætti nú að hafast.

Everton er með feikilega gott lið svo líkurnar á að vinna leikinn eru bara rétt svona yfir 51%.

En sem fyrr var Sir Alex skemmtilegur og fyndinn þegar ég hringdi til hans í morgun.

Hann sagði;

Mr. Bratt, are you afraid?

Og ég svaraði; Yes Sir Alex, a little bit.

Mr. Bratt don´t be afraid... I know exactly what I am doing (og svo hló hann)

Ég sagði; I know exactly what I am doing...

What are you doing Mr. Bratt?

I am eating a tuna sandwich and drinking my tea.... (og svo hlógum við ógurlega ég og Sir Alex)
.

Alex-Ferguson2

.

 


mbl.is Man. Utd hvílir lykilmenn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við Ryan

Var mjög sáttur við leikinn í kvöld... sýnist United vera á leið upp úr litla öldudalnum sem þeir hafa verið í að undanförnu...

Ryan Giggs var besti maður vallarins í kvöld... gaman að sjá léttleika hans og leikni... (minnir mig stundum á mig Smile) í þeim pilti slær hið sanna United hjarta... (eins og mér Cool)... var að átta mig á því í kvöld hvað við Ryan erum líkir...

Markið hans Ronaldo var í heimsklassa, enda drengurinn í liði heimsmeistaranna.

Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að það er nánast útilokað að landa þeim þrem titlum sem enn er möguleiki að ná... tveir eru þegar komnir í höfn... af þeim þremur sem enn er hægt að ná þætti mér best að landa Englandsmeistaratitlinum...

Vek athygli á því að mörg önnur lið eru nánast komin í sumarfrí... sum þeirra eru í borg ekki allfjarri Manchester...
.

C_71_article_1050455_image_list_image_list_item_0_image

.

Brattur, slæmur í hnjánum en léttur í lund.


mbl.is Ferguson: Vörnin gerði útslagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband