Færsluflokkur: Enski boltinn

Prúður leikamaður

Það merkilegasta við hann Ruddy er hvað hann er prúður leikmaður... hann er líka eins og Bjarni Fel. segir stundum ´"góður eftir að hann kom inn á"...

Þannig eiga menn að vera.

Áfram Ruddy.
.

 mw-sc22955

.

P.S. mér finnst markmenn alltaf bestir á milli stanganna.


mbl.is Ruddy hjá Crewe út leiktíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfraformúla

Jæja, það er víst ekkert lið sem ætlar að ógna okkur United mönnum þetta árið. Var eiginlega að vona að Liverpool myndi gera það og halda smá spennu í mótinu.

En það virðist nú vera að koma í ljós að Manchester United sé með langbesta liðið. Það er ekkert annað en stórslys sem nú getur komið í veg fyrir að við löndum titlinum.

Og hver er svo skýringin á þessum yfirburðum United?

Það er einhver töfra formúla sem Sir Alex kann einn að blanda.
.

Hocus%20plate%20small0003_edited-5

.

 


mbl.is Enn eitt jafnteflið hjá Liverpool á Anfield Road
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við Alex

Sir Alex hefur mælt öðru sinni í dag og en er ég sammála vini mínum.

Þvílíkur hópur sem United hefur í dag. Held að lykillinn að árangri okkar Alex sé aðallega sá að okkur er treyst til að velja liðið og kaupa þá leikmenn sem við viljum hafa í okkar liði.

Og hvernig leikmenn viljum við hafa.

Duglega, eljusama leikmenn með mikið keppnisskap og sigurvilja.

En þetta er einmitt lýsingin á okkur Alex... svona erum við... þolum illa að tapa og þess vegna verða sigrarnir margir og sætir.
.

 SirAlexFergusonActionMichaelRegan

.


mbl.is Alex Ferguson: Er með besta leikmannahópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alex er brattur

Nú er ég að drekka morgunteið mitt úr Manchester United könnunni minni... fátt er eins hressandi fyrir sálina á morgnana en að lesa viðtal við meistara Alex... ég kemst í svo gott skap bara að sjá mynd af honum!

Þetta er alveg hárrétt mat hjá Ferguson með Barcelona. Að mínu mati eru þeir líka þeir einu sem geta ógnað því að United verið Englandsmeistarar.

Sé ekkert lið annað sem getur ógnað því nema ef vera skyldi Stenhousemuir í Skotlandi. Chris McLeod hefur farið á kostum í vetur fyrir Stenhousemuir og ekki ólíklegt að við Alex kaupum hann í sumar.

Það stefnir allt í fjóra titla í ár. Englandsmeistarar - Evrópumeistarar - FA bikarmeistarar og svo Deildarbikarinn.

Það kemst enginn með tærnar þar sem við Alex höfum axlirnar.
.

 CH7

.

 


mbl.is Ferguson óttast Barcelona mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giggs innsiglar titilinn með hægri

Sætur sigur... og Giggs með hægri...

2ja stiga forysta og einn leikur til góða... var að skoða leikjaprógrammið fram á vor... það eru allir leikir léttir sem eftir eru nema ef vera skyldi við Hull úti í síðustu umferð..

Gott að vera búinn að tryggja sér titilinn strax í febrúar...

.

 24208giggs1

.


mbl.is Man. Utd aftur á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá feill

Ég spáði fyrir þessum leik í gær og sagði þá að Hermann Hreiðarsson myndi skora sigurmark Portsmouth...

Þetta gekk næstum því upp... Hermann kom Portsmouth yfir á 78 mínútu.

Ég var að fara yfir spádóminn í morgun og sá þá smá feil... sem að við spámenn köllum tímaskekkjumismunafeil.

Ég var nefnilega með spádómsklukkuna stillta 12 mínútum of snemma, þannig að ef leikurinn hefði byrjað 12 mínútum fyrr þá hefði markið hans Hemma orðið sigurmarkið.

Ég bið alla hluteigandi velvirðingar á þessu og sérstaklega Gunna Nella, Axel Aðalgeirs, Vidda í kjötborðinu, Rúnar Páls, Guðjón Ármans, Sammy Lee og Gerard Houllier.
.

 story1b18ddaa0b621a10ccb30261e38c6807

.


mbl.is Benítez: Styrkur og breidd í liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki smuga

... ekki sjéns... ekki smuga... vita vonlaust... algjörlega útilokað... ekki möguleiki... ekki til í dæminu... aldrei í spilunum... að Liverpool vinni Portsmouth í dag...

Dream on... fall Liverpool er hafið... spái því að þeir endi í 7. sæti, dottnir út úr bikarnum og á leiðinni út úr Evrópukeppninni...

En mínir menn snæða West Ham á morgun... Ég hlakka svo til, ég hlakka svo til...  

You´ll never walk alone = Ég vil ganga minn veg, þú vilt ganga þinn veg.
.

walk

.

 


mbl.is Kemst Liverpool aftur á toppinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf haft taugar til Wigan

Egyptinn Mido skoraði glæsilegt mark frá vítapunktinum og náði í dýrmæt stig fyrir Wigan...

Liverpool sá aldrei til sólar í þessum leik og var í raun heppið að ná 1 stigi.

Ég hef alltaf haldið örlítið með Wigan og var ánægður með að sjá þá ná þessu jafntefli.

Þess má geta að Sammy Lee lék ekki með Liverpool í kvöld.

Áfram Manchester United!!!
.

 sammy-lee-03

.

 


mbl.is Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súkkulaðiís

United kannski ekki að spila sinn besta leik, en við komum til með að toppa á réttum tíma... fínt að vera í 1.sæti þegar liðið fer í gang... held að það komi ekkert lið til með að hanga í okkur... eigum svo Rio - Rooney og Evra inni... ekki amalegt það... Mér finnst Vidic vera okkar besti maður í vetur... langbesti varnarmaður á Englandi og þó víðar væri leitað.

Hlakka mikið til að sjá næstu leiki þegar við förum að taka liðin 3 til 5 núll.. bara veisla framundan hjá okkur...

Reikna með að Liverpool tapi fyrir Everton á mánudagskvöldið... þá fæ ég mér súkkulaðiís

.

Carlos Tevez and Andy O'Brien

.

  1. Man.Utd.     
  2. Liverpool    
  3. Chelsea      
  4. Aston Villa  
  5. Arsenal      .
.
ICECREAM-774327

.


mbl.is Manchester United í toppsætið - Lampard bjargaði Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferguson var að hringja

... ég var ekkert hissa áðan þegar síminn hringdi og Sir Alex Ferguson var á hinum endanum.

Það fór vel á með okkur Alex. Hann spurði hvort ég hefði ekki fengið rauðvínsflöskuna frá sér fyrir jólin og ég spurði á móti hvort Laufabrauðið sem ég sendi honum hefði komið óbrotið til hans.

Hann vill fá mig í hvelli á Old Trafford og taka við treyju númer 7...

Þá er ég kominn í hóp með George Best, David Beckham og Christiano Ronaldo...

Ronaldo ætlar að vera svo góður að eftirláta mér treyjuna sína... hann verður sjálfur með númer 77 hér eftir...

Fyrsti leikurinn hjá mér verður gegn Chelsea 10. janúar... ég ætla nú að skreppa í sund til að koma mér í form fyrir leikinn.

.

 United-Brattur

.

 


mbl.is Neville og Park fá nýja samninga við United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband