Færsluflokkur: Enski boltinn
Bestir í heiminum!
21.12.2008 | 15:43
Jæja, þá erum "við" orðnir HEIMSMEISTARAR. Svo erum við náttúrulega Englandsmeistarar og Evrópumeistarar...
Þarf nokkur að efast lengur um það hvert er besta liðið í heiminum????
Eina sem United vantar ennþá er að verða Íslandsmeistarar!
.
.
Rooney tryggði Manchester United heimsmeistaratitilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Skandall
9.12.2008 | 18:29
... þetta er einhver mesti skandall sem maður hefur heyrt... dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að verjast áreiti frá starfsmanni Chelsea sem virðist hafa svívirt Evra fyrir litarhátt hans...
... við Ferguson erum oft svo líkir í okkur... hann er öskuillur og ég er bálreiður... best að hafa slökkvitækið við hliðina á sér í kvöld...
.
.
Ferguson æfur vegna refsingar Evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sókn er besta vörnin
19.9.2008 | 07:59
Já... nú er komið að því að vinna leik!... Skiptir ekki máli hverjir verða í vörninni, því við verðum í stöðugri sókn allan leikinn...
Spái 0-2 sigri fyrir United og að Gary Neville verði með bæði mörkin
.
.
Á að velja Jonny Evans? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Súperlið framtíðarinnar?
2.9.2008 | 18:32
Já, það er hugsanlega hægt að gera súperlið með miklum peningum, en ég held nú að það þurfi alltaf að vera hjarta í hverju liði... menn sem eru kannski ekkert sérlega góðir fótboltamenn, en leggja sig 150% fram í hverjum leik... Man. United hefur verið svo heppið að hafa slíka menn í sínum röðum í gegnum tíðina... nú t.d. Giggs, Scholes, Gary Neville, Fletcher...
Lið sem er sett saman úr eintómum súperstjörnum... getur jú verið gott... en það eru bara snillingar eins og Alex Ferguson sem geta séð og fundið út hvaða týpur þarf að velja saman til að búa til sigurlið...
.
.
Ætlar að fá Ronaldo til Man.City og skáka öllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Himneskur fótbolti
25.8.2008 | 23:41
Váááá.... Liverpool... Chelsea... nú nötrið þið í hnjánum... United með vængbrotið lið... stjórnuðu leiknum í kvöld eins og sá sem valdið hefur...
... himneskur fótbolti a la Manchester United...
.
.
Ég hlakka svo til að mæta Púllurunum 13. september... fer þá í bakaríið og kaupi mér muffins með súkkulaði til að halda upp á sigurinn...
.
.
Alex Ferguson: Spiluðum frábæran fótbolta á köflum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
United óstöðvandi
7.8.2008 | 11:35
... mikið er gott að þetta mál er úr sögunni... líst vel á veturinn fyrir okkur United menn, tala nú ekki um ef Berbatov verði keyptur, en lítið hefur heyrst af því máli upp á síðkastið...
... Ronaldo er mikill gleðigjafi á vellinum, að ég tali nú ekki um Rooney... Tevez... Giggs... Ferdinand... Vidic... Nevellie... Anderson... Scholes...þvílíkt lið...
... ég hef enga trú á öðru en að United vinni deildina heima fyrir, baráttan um 2.-4. sætið verður líklega hörð...sé ekki að nokkurt annað lið geti ógnað 1. sætinu... og svo er bara að taka bikar og Evrópumeistaratitilinn líka...
... hlakka mikið til að horfa á boltann í vetur... þetta verður bara gaman...
.
.
Ronaldo: Verð hjá United næstu leiktíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)