Færsluflokkur: Dægurmál
Frændur ?
24.10.2009 | 16:33
Þetta er flott... heit súpa fyrir framan Hegningarhúsið... nammi namm..
Annars voru fyrirtækin við Skólavörðustíg að auglýsa í útvarpinu í allan morgun þetta slagorð;
Skólavörðustígurinn alltaf brattur
Ég hrökk í kút... hvað er verið að tala um mig í útvarpinu ?
En svo skildi ég ... Skólavörðustígurinn er alltaf brattur en ég er bara Brattur.
En kannski erum við samt skyldir ?
.
.
![]() |
Líf og fjör á Skólavörðustíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tjaldur Hermannsson
23.10.2009 | 20:11
Einu sinni var maður sem aldrei gat sagt neitt fallegt.
Hann kunni engin orð nema ljót. Þessi maður hét Tjaldur. Pabbi hans var hermaður sem enginn vissi hver var eða hét. Strákhvuttinn var því aldrei kallaður annað en Tjaldur Hermannsson.
Tjaldur var illa innrættur og illa upp alinn. Hann nærðist á því að tala illa um annað fólk.
Hann kallaði menn nöfnum eins og "Heimska ketti" "Þroskahefta" "Kommúnista" "Veiðiþjófa" "Lýðskrumara" "Beinasna"... konur kallaði hann aldrei annað en "Kerlingaálftir".
Hann var svo orðljótur að amma hans var hætt að bjóða honum í pönnukökur og súkkulaði og kallaði sú góða kona ekki allt ömmu sína.
En svo kom að því að Tjaldur dó. Og eins og með alla sem deyja, þá reyndi hann að komast inn í himnaríki.
Tjaldur bankaði heldur ruddalega á dyr himnaríkis. Lykla Pétur var á vaktinni og opnaði rifu á hliðið.
.
.
Af hverju varstu svona lengi að opna kommatitturinn þinn, hreytti Tjaldur út úr sér.
Slappaðu nú aðeins af Tjaldur minn, svaraði Lykla Pétur og dæsti... slappa af, slappa af, hálf öskraði Tjaldur... ég er ekki kominn alla leið hingað til að slappa af heimski kötturinn þinn...
Þá byrsti Lykla Pétur sig og sagði; það voru 1 % líkur á því að þú ættir möguleika á því að komast inn í himnaríki þegar þú barðir að dyrum... nú hefur þú klúðrað því félagi Tjaldur... þú þarft því núna að ganga eftir stígnum þarna og beygja til hægri við Rökkurtréð... þá kemur þú á veg sem liggur beint til helvítis... og hypjaðu þig af stað...
Tjaldur gretti sig og hvæsti að Lykla Pétri... það er allt í lagi því í himnaríki eru eintómir helvítis vinstri menn... ég á þó von á að hitta félaga mína á hægri vængnum hjá kölska... segðu svo kerlingarálftinni honum Jesús að hann sé lýðskrumari og beinasni...
Með það var Tjaldur rokinn. Pétur hristi hausinn, lokaði dyrum himnaríkis á eftir sér og læsti.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Konur sem hata karla.
20.10.2009 | 20:41
Ég hitti kunningja minn á förnum vegi um daginn.
Hann fór að tala um mann sem hann þekkir. Gefum kunningjanum orðið:
Hann er búinn að vera svakalega veikur, með krabbamein og löngu hættur að vinna þess vegna.
Konan er náttúrulega farin frá honum eins og við mátti búast, því það er vísindalega sannað að konur yfirgefa frekar menn sína ef þeir veikjast heldur en að karlar yfirgefi konur sínar ef þær veikjast.
Ég varð hálf klumsa enda kann ég ekki skil á öllu sem er vísindalega sannað.
Ég dirfðist samt að spyrja; Er það virkilega vísindalega sannað ?
Já, vinur minn það er sko vísindalega sannað svaraði kunninginn með mikilli áherslu á "vísindalega".
Fyrirfram hefði ég haldið að þessu væri öfugt farið.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Maður eða mús ?
17.10.2009 | 12:06
Einn af köttunum kom með mús inn í húsið í gær.
Músin var í þvottahúsinu þar sem allskonar dót er og auðvelt að fela sig ef maður er mús.
Það gengur náttúrulega ekki að hafa mús í húsi til lengdar, þannig að ég vígbjó mig til orustu við músarræksnið.
Þvottahúsið hafði verið lokað í dágóðan tíma þannig að músin kæmist ekkert annað.
Ég byrjaði á því að tosa sokkana yfir buxnaskálmarnar, þannig að músin gæti ekki hlaupið þar uppundir og setti á mig neongræna uppþvottahanska.
Opnaði því næst dyrnar á þvottahúsinu og gægðist inn... allt virtist með kyrrum kjörum en það var spenna í lofti.
Ég pírði augun eins og fálki, skannaði hvern krók og kima... og viti menn... undir samanbrotnum garðstólum lá kvikindið grafkyrrt... já hugsaði ég... gamla trixið... þykist vera dauð og ræðst svo á mig þegar ég reyni að ná henni...
.
.
Fyrir utan neongrænu gúmmíhanskana var ég líka með glæran plastpoka sem ég ætlaði að veiða músina í.
Ég kraup niður og skreið hægt eftir gólfinu í áttina til hennar með plastpokann einan að vopni. Þegar ég var kominn það nálægt að mér fannst ég geta gripið hana, þá datt mér í hug að leggjast alveg á gólfið og þykjast vera dauður líka... fella músina á eigin bragði... þarna var ég snjall...
Ég opnaði annað augað og kíkti á hana... hún hreyfði sig ekki og hélt örugglega að ég væri í alvörunni dauður... þá kom að því... á eldingshraða skellti ég plastpokanum yfir hana og....... bingó, hún var föst í netinu.
Hróðugur opnaði ég elshúsdyrnar og sigri hrósandi sýndi ég eiginkonunni bráðina... nú yrði konan stolt af mér. Konan leit á músina í pokanum og sagði svo lágt... þetta er ekki músin.... nú sagði ég þá... víst er þetta mús... já en þetta er leikfangamúsin sem kettirnir eiga svaraði konan mín... og barðist við hláturinn...
Svona var sagan um það þegar ég veiddi mína fyrstu gervimús.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Maríus og Bakkus *** framhaldsaga
16.10.2009 | 20:07
Einu sinni voru bræður sem hétu Maríus og Bakkus.
Maríus var fyllibytta en Bakkus hafði aldrei bragðað víndropa.
Maríus var alltaf að nudda í Bakkus bróður sínum; komdu nú á djammið kæri bróðir... fáum okkur kollu í kvöld... en Maríus hafði ekki árangur sem erfiði. Bakkus bróðir sagðist ekki vilja drekka.
Það ruglar bara kollinum á manni; svaraði Bakkus og maður gerir ýmislegt sem maður svo drullusér eftir. Æ...i Bakkus... þú ert svo leiðinlegur... ég meina, kannski ekki leiðinlegur en afskaplega þreytandi; sagði Maríus og var langt frá því ánægður með bróður sinn.
OK sagði þá Bakkus skyndilega... ég skal detta einu sinni í´ða með þér... en bara einu sinni... og mundu það.
Maríus missti andlitið... á dauða sínum átti hann von en ekki þessu... Bakkus, Bakkus... þú þarft ekkert endilega að detta í´ða... ég var nú bara að grínast í þér...
Nei Maríus... nú skulum við koma þessu út úr heiminum. Ég hef bara gott af því að fá mér í glas og finna á mér, þá veit ég betur um hvað ég er að tala.
Maríus sótti flösku af Captain Morgan inn í skáp, klaka og kók; passaði sig á því að hafa blönduna ekki of sterka... hellti í glas og rétti Bakkusi...
Bakkus þambaði niður í hálft glasið... Maríus starði á hann og beið átekta...
.
.
Framhald.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig verða börnin til ?
13.10.2009 | 20:08
Einu sinni var maður sem hét Hans. Hann átti strigaskó. Sólarnir á skónum voru orðnir mjög slitnir og lítil göt farin að myndast á þá. Maðurinn ákvað því að fara með skóna til skósmiðs.
Á leiðinni til skósmiðsins gengur hann fram hjá skóbúð og sér rosalega fallega strigaskó í glugganum. Hann ákveður að fara inn og skoða þá nánar.
Afgreiðslustúlkan kemur með þá... mátaðu þessa númer fjörutíu og þrjú sagði hún... hann fór úr gömlu skónum og smeygði sér í þá nýju... þeir smellpössuðu. Hvað kosta þeir; spurði hann... sautján þúsund og fimmhundruð... svaraði afgreiðslustúlkan...
Nei takk, sagði hann... of dýrir fyrir mig. Um leið og hann segir það gengur eigandi verslunarinnar framhjá... hávaxinn maður með yfirvaraskegg... leit út eins og ljóðskáld sem aldrei hafði samið neitt að viti...
Þú færð þá á fjórtán og níu sagði hann og brosti... þessir skór voru framleiddir fyrir þig og eru að biðja um að fá að þjóna þér... ja, ég veit ekki sagði Hans... nei þú veist ekki, greip eigandinn fram í... en skórnir vita hvað þeir vilja...
Hans rótaði í veskinu sínu... ég er bara með þrettán þúsund kall á mér... OK sagði eigandinn... díll...
Hann tók gömlu skóna af Hans og henti þeim í ruslakörfu... Hans horfði á eftir þeim með eftirsjá... klæddi sig í nýju skóna og reimaði...
.
.
Afgreiðslustúlkan sem hafði fylgst með allan tímann rétti út höndina... Hans heilsaði henni...
Þetta voru nú ekki svo stór viðskipti að við þurfum að innsigla þau með handabandi, sagði hún og hló... ég var bara að biðja þig um að rétta mér þrettán þúsund krónurnar... Hans roðnaði og brosti kjánalega... svo sagði hann alveg óvart... viltu koma með mér í bíó í kvöld ? Honum fannst það ekki vera hann sem sagði þetta... það var einhver annar sem talaði í gengum hann.
Þú segir nokkuð, svaraði afgreiðslustúlkan... þessu hef ég nú aldrei lent í áður... jú... veistu hvað ég er bara alveg til í það...
Svona er sagan af því þegar hann Hans eignaðist skóbúð.
Hann giftist nefnilega afgreiðslustúlkunni sem var einmitt dóttir eigandans og eignaðist með henni fimm börn.
Þetta var sagan af því hvernig börnin verða til.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrirmynd
11.10.2009 | 18:08
Þetta er almennileg fyrirmynd.
Ég hef ekki sópað að mér verðlaunapeningum í íþróttum í gegnum tíðina. En þarna er sjénsinn... eina sem maður þarf að gera er að verða 100 ára og þá mun gull vefjast um hálsinn í bunkum.
Ég óska Ruth Frith og fjölskyldu innilega til hamingju með gullið.
En í hverju ætti ég þá helst að keppa ?
Ég er að spá í 4 x 100 metra boðhlaupi.
.
.
![]() |
Hundrað ára setur heimsmet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guð minn góður !
10.10.2009 | 10:40
Við köllum stundum á hann Guð af minnsta tilefni. Hugsum ekkert út í það að hann er kannski að einbeita sér að Afganistan, Írak, Indlandi, Sómalíu, Ísrael, Palistaníu, Al-Qaeda og Framsóknarmönnunum tveimur sem fóru til Noregs.
En við hugsum bara um okkur sjálf og hrópum í tíma og ótíma;
Guð minn góður!
Ég er sko ekki barnanna bestur í þessu.
Guð kemur þjótandi þegar hann heyrir í okkur en sér svo að það er ekkert að. Úlfur, úlfur hugsar hann og kemur svo kannski ekki þegar við þurfum mest á honum að halda.
Ég fer í sturtu á hverjum morgni. Tók eftir því fyrir nokkru að eftir sturtuna voru hár af mér í sturtubotninum. Guð minn góður! hrópaði ég upp í huganum, ég er að verða sköllóttur !
Ég sem er með svo þykkt og fallegt hár... hræðilegt, hræðilegt. Það færi mér sko ekki vel að vera sköllóttur... Bubbi er fínn svoleiðis... en ég, vá nei, ég yrði sko ömurlegur.
Annars finnst mér Bubbi heppinn, sjampóið er orðið svo dýrt.
.
.
Í hvert skipti sem ég fór í sturtu eftir það, þá taldi ég hárin til að fylgjast með þróuninni. Það voru alltaf 10 hár sem lágu við fætur mínar. Hvorki fleiri né færri.
Svo sagði konan mín mér að við þessu væri til ráð... ég skyldi taka B-vítamín, það myndi stöðva hárlosið.
Nú er ég búinn að taka B-vítamín í 3 daga, var að koma úr sturtu og viti menn, þetta virkar !
Það voru bara 9 hár í sturtubotninum í morgun.
Nú fer ég glaður inn í þennan dag og passa mig á því að segja ekki Guð minn góður... en í þessu eins og mörgu öðru er best að taka einn dag fyrir í einu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jafningjafræðsla
8.10.2009 | 20:02
Auglýsing :
Verð með námskeið í því að búa til jafning (uppstúf - hvíta sósu) fyrir jólin.
Námskeiðið stendur í 10 vikur og er á sunnudagsmorgnum kl. 08:00 og kostar aðeins kr. 100.000.-
90 % afsláttur fyrir Framsóknarmenn og jólasveina.
Áhugasamir skrái sig hér á síðunni.
Hafið með ykkur sleif.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Augnablik
7.10.2009 | 23:58
Jæja, það er bara kominn október án þess að ég bæði sérstaklega um það.
Maður getur stundum orðið eftir í september og er bara rólegur þar og ekkert að spá í að mánuðurinn sé búinn.
Þannig er ég stundum.
Svo áður en ég veit af vakna ég einn daginn og þá er kominn Aðfangadagur. Ég veit að þetta á eftir að gerast með þessum hætti bráðlega, sjáið þið til.
Mér finnst stundum svo gaman að vera til að ég tími ekki að sofa... en samt finnst mér svo gott að leggja mig... en rétt bara svona augnablik... er maður ekki skrítinn ?
Stundum langar manni að taka augnablikið og stinga því í vasann... hafa það með sér hvert sem maður flækist og njóta þess aftur og aftur... og það er reyndar hægt... maður getur pakkað augnablikinu inn og geymt í huganum... og kallað það fram aftur og aftur sér til ánægju...
En nú er best að fara að drífa sig í október eins og þið hin...
Næ ykkur eftir............................. augnablik.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)