Augnablik

Jæja, það er bara kominn október án þess að ég bæði sérstaklega um það.

Maður getur stundum orðið eftir í september og er bara rólegur þar og ekkert að spá í að mánuðurinn sé búinn.

Þannig er ég stundum.

Svo áður en ég veit af vakna ég einn daginn og þá er kominn Aðfangadagur. Ég veit að þetta á eftir að gerast með þessum hætti bráðlega, sjáið þið til.

Mér finnst stundum svo gaman að vera til að ég tími ekki að sofa... en samt finnst mér svo gott að leggja mig... en rétt bara svona augnablik... er maður ekki skrítinn ?

Stundum langar manni að taka augnablikið og stinga því í vasann... hafa það með sér hvert sem maður flækist og njóta þess aftur og aftur... og það er reyndar hægt... maður getur pakkað augnablikinu inn og geymt í huganum... og kallað það fram aftur og aftur sér til ánægju...

En nú er best að fara að drífa sig í október eins og þið hin...

Næ ykkur eftir.............................  augnablik.

.

blink_of_an_eye

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður...

hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Drífa Sig...

Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:58

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábær hugleiðing, Brattur minn góður.

(Gaman að kíkja hér inn aftur eftir langa mæðu ... þó ekki ar-mæðu í þeim skilningi...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.10.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband