Færsluflokkur: Dægurmál

H karl

Eins og alþjóð veit þá er ég ekki meira hræddur við neitt eins og hákarla.

Þó hef ég borðað hákarl en hákarl hefur aldrei borðað mig. Þetta sem hrjáir mig held ég að sé kallað fóbía.

Þegar ég er að synda í sundlaug þá kemur það fyrir að ég sé skugga bregða fyrir og er næstum því viss um að þar er hákarl á ferð.
Einu sinni var ég valinn í Olympíulandsliðið eftir að hafa forða mér frá hákarli í Laugardalslauginni. Ég útskýrði hinsvegar fyrir hinum tékkneska Vladimir Stanislav landsliðsþjálfara að ég gæti ekki komið með á Olympíuleikana því ég synt bara svona hratt þegar hákarl væri á eftir mér.

Það er enn allt fullt af Icesave í útvarpinu þegar maður opnar það... minnir mig svolítið á Víetnam í denn... en þá mátti maður ekki opna gula ferðaútvarpið án þess að heyra hvað margir hefðu fallið þann daginn í Víetnam... en svo eftir nokkur ár verðum við næstum því búin að gleyma Icesave...

Ég meiddi mig á fingri í dag... var að bera þunga kassa og klemmdi einn puttann á mér illa...  þetta var baugfingur vinstri handar... en svo þegar leið á kvöldið þá var allur verkurinn í löngutönginni... Þá komst ég að því að ég get gert mistök... ég hélt ég hefði meitt mig á baugfingri en svo reyndist þetta vera langatöng eftir allt saman... svona getur maður verið mannlegur...

Ég bið íslensku þjóðina afsökunar á þessum mistökum.
.

 50014

.

Í næsta þætti mun ég gagnrýna nýtt ljóð eftir sjálfan mig sem heitir Þjófabálkur.


Steingrímur er maðurinn

Mikið svakalega hefur hann Steingrímur staðið sig vel fyrir land og þjóð síðan hann komst í stjórn.

Það er greinilegt að hann hefur lagt hart að sér að bjarga þjóðinni úr þeirri klípu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn komu okkur í.

Stundum þegar ég heyri fréttir og það er minnst á fjármálaráðherra þá hugsa ég augnablik; hver er aftur fjármálaráðherra í dag ? Já, það er hann Steingrímur J. svar ég svo sjálfum mér.

Fyrir mér er Steingrímur J. nefnilega forsætisráðherra landsins og sá eini sem ég kem auga á að hafi það sem til þarf að bera til að leiða okkur út úr ógöngunum.

Hann er heiðarlegur og klár og hefur þrek til að standa upp í hárinu á kexruglaðri stjórnarandstöðunni sem n.b. er sú alversta stjórnarandstaða sem uppi hefur verið.


mbl.is Ekkert vandamál af hálfu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturævintýri

Ég vaknaði í nótt eins og stundum... seildist í gleraugun mín til að líta á klukkuna... en ég sá ekki baun, hvað þá klukkuna... ég læddist því á tánum fram á bað... það var óvenju dimmt... náði þó að fálma eftir rofanum á baðherberginu og kveikja... það birti samt ekkert sérlega mikið... ég gekk að speglinum og viti menn, í speglinum sá ég mig en það kom mér svo sem ekkert á óvart...

Hinsvegar kom það mér gjörsamlega á óvart að ég var með sólgleraugu !
.

smith_prophet_sunglasses_black

.


Bekkurinn minn

Þetta er akkúrat bekkurinn sem ég hef verið að leita að. Svona "sérsmíðaður" viðskiptavinabekkur.

Fínt að taka hann með sér í útileguna... sýnist hann alveg smellpassa fyrir mig.
Gott að leggja sig á hann úti í Guðsgrænni náttúrunni, naga sviðakjamma og góna út í loftið.

Ætli bankinn láni mér ekki fyrir honum ?
.

SvidahausVEf

.


mbl.is Sérsmíðaður viðskiptavinabekkur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kavíar

Ég opnaði ísskápinn í morgun til að sjá hvað ég gæti fengið mér í gogginn í morgunsárið.

Ég var afslappaður og átti engan veginn von á því sem gerðist.

Og hvað getur svo sem gerst þegar maður opnar ísskáp ?

Algjörlega grandalaus, vel hvíldur á sál og líkama horfði ég á kavíar túpu, nokkuð stóra, renna af stað eftir salatpokanum.  Ég varð strax ekkert hræddur en ég hefði átt að vera það.

Túpan sveif út úr ísskápnum eins og finnskur skíðastökkvari og grjótharður, mjór afturendi hennar lenti ofan á uppáhalds stóru tánni minni. Og þvílíkur sársauki. Það var eins og meitill hefði lent á henni. Og ég er enn að drepast í tánni nærri því klukkutíma síðar.

Ég sagði betri helmingnum frá þessu og bætti við að ég væri örugglega fyrsta manneskjan í heiminum sem hefði meitt mig á kavíar. Það væri nú ekki hægt að toppa það.

Þú manst þegar ég meiddi mig á sjúkrakassanum, svaraði þá betri helmingurinn !
.

kaviar2ddddd

.

 


Kjallarabollan.

Einu sinni var gömul kona sem bjó í kjallara.

Hún var lítil og bústin og gekk undir nafninu kjallarabollan.
Það voru fáir sem vissu annað en að hún hefði búið í kjallaranum alla sína ævi.

Kjallarabollan var hrekkjótt og fannst mest gaman að læðast aftan að fólki og öskra í eyrun á því DAH !!!

Þeir sem lentu í þessu voru lengi að jafna sig því Kjallarabollan var raddsterk eins og ungverks óperusöngkona.

Einu sinni sat hún á bekk fyrir utan skóverkstæðið. Við fætur hennar lá kötturinn Marinó. Það var sól og blíðuveður. Maríuerla sat á bekknum  hjá henni og var alls óhrædd við Marinó, enda steinsvaf hann og vissi hvorki í þennan heim né annan.

Strákpjakkarnir Nói og Bubbi gengu fram hjá. Þeir voru ekki barnanna bestir eins og sagt var.
Sáu þeir strax að nú væri gott tækifæri að hrekkja Kjallarabolluna.
Þeir lögðu á ráðin. Gengu svo að bekknum, hölluðu sér alveg að höfði gömlu konunnar, við sitthvort eyrað og öskruðu eins hátt og þeir gátu DAH !!!

Það var mikið fjölmenni við útförina. Hún dó bara úr hjartaslagi, alein á bekknum hjá skóverkstæðinu,  sagði fólkið. Dó í svefni, það er gott að fara svoleiðis. 

Og góðir voru þeir Nói og Bubbi að taka Marinó að sér. Já, batnandi mönnum er víst best að lifa.
.

AlbumImage?id=45

.

 


Leyndamál ljóssins

Ég uppgötvaði eitt í kvöld.

Leyndarmál ljóssins.

Sko, ég var að keyra í miklu roki. Bíllinn titraði... sinan sveiflaðist um í vindinum og skýin hentust til og frá á himninum.

Það var einhvern veginn allt á fleygiferð. Nema eitt.

Friðarljós Lennon. Það skaust þráðbeint upp í himininn... já ég meina þráðbeint... þrátt fyrir 23 metra á sekúndu...

Ég varð alveg klumsa... ætli Birgir viti af þessu ?

Talaði ekki Einstein annars um að ljósið sveigði ? Hann hefur greinilega ekki haft vit á eðli ljóssins.

Eða hafið þið einhvern tímann átt vasaljós sem getur lýst fyrir horn?
.

 videystor

.

Brattur alltaf þráðbeinn.


Nei takk !

Ég hef á tilfinningunni að hér sé verið að gera eitthvað vafasamt.

Bankinn getur bara alls EKKI leYft sér að afskrifa 50 milljarða skuld 1998 ehf (Haga) og látið svo sömu eigendur reka fyrirtækið áfram.

Þá væri Kaupþing (ríkisbankinn) að segja;

Við ætlum að niðurgreiða matvöruverð Bónus aftur í tímann og einnig um langa framtíð.

Það verðum því VIÐ fólkið í landinu sem verðum látin borga Bónus sukkið.

Svona gera ríkisbankar ekki.

.

 pirate-drawing

.

 


mbl.is Engin niðurstaða í máli 1998
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakkabræður eru ættaðir frá Ólafsfirði !

Ég var að fletta í bókinni Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri eftir Jón Árnason. Rakst ég þar á mjög athyglisverðan kafla um ævilok Bakkabræðra.

Hefst nú frásögnin;

Ævilok tveggja bræðranna, Eiríks og Jóns urðu að annar þeirra dó í hrísbyrðinni, en af hinum beit hákall handlegginn og varð það hans dauðamein. Þriðji bróðirinn, Gísli, drukknaði í Stafá, þar sem nú heitir Gíslavað. Enginn maður annar hefur svo menn viti drukknað í þeirri á sem er mjög lítil og aðskilur Fljót frá Sléttuhlíð. Fjórði bróðirinn, Þorsteinn, maður einsýnu Gróu, bjó á Bakka til elliára.

Sumir segja faðir bræðranna hafi heitið Björn Ingimundsson, ættaður úr Ólafsfirði og hafi búið á Bakka nálægt 1600.

Sagt er að kona Gísla hafi heitið
Anna Smile

.........................................................................................................................................................

Það er margt fróðlegt og skrítið í þessari frásögn. Í fyrsta lagi að Bakkabræður heita samkvæmt þessari sögu Gísli, Eiríkur, Jón og Þorsteinn. Það hef ég aldrei heyrt áður.
Í öðru lagi að þeir bræður eru ættaðir frá Ólafsfirði. En það kemur nú svo sem ekki á óvart.

Svo vissi ég ekki að Gísli hefði átt konu og með þessu ljómandi fallega nafni líka.
.

 gehfotl

.

 


Nýyrði í draumi

Mig hefur verið að dreyma ný, skringileg orð síðustu nætur.

Ópstyttingarnámskeið.

Já, þið heyrðuð rétt... Ópstyttingarnámskeið.

Í draumnum þýddi ópstyttingarnámskeið það að maður átti að fara á námskeið til að læra að stytta ópin í sér þegar maður meiðir sig.

Á námskeiðinu var sýnt á mælistiku hvaða árangri mætti búast við að ná á slíku námskeiði.

Maður gat stytt ópin í sér um a.m.k. 40%

Og þar hafið þið það.

Takk fyrir
.

cat-funny-eyes-08

.

P.S. fleiri nýyrði úr draumum birtast á næstu dögum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband