Bekkurinn minn

Þetta er akkúrat bekkurinn sem ég hef verið að leita að. Svona "sérsmíðaður" viðskiptavinabekkur.

Fínt að taka hann með sér í útileguna... sýnist hann alveg smellpassa fyrir mig.
Gott að leggja sig á hann úti í Guðsgrænni náttúrunni, naga sviðakjamma og góna út í loftið.

Ætli bankinn láni mér ekki fyrir honum ?
.

SvidahausVEf

.


mbl.is Sérsmíðaður viðskiptavinabekkur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Eygló

Þeir áttu sennilega ekki neinn vinabekk?!

Annars legðist ég ekki á svona bekk þótt hann væri hjá sálfræðingi sem ynni við áfallahjálp "fórnarlamba" Hrunsins.

Eygló, 30.11.2009 kl. 03:53

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú færð klárlega kúlulán fyrir bekknum, með veði í afmælinu þínu.

annars sýnist mér bekkurinn vera af ætt steinsteyptra sófa, eins og þeir sem hvað mest voru in árið 2007. einhver svaka fín hönnun en alveg hrikalega óþægileg að sitja í. en hver borgar ekki marga marga hundraðþúsundkalla fyrir fína hönnun þót ekki sé sitjandi í gripunum?

Brjánn Guðjónsson, 2.12.2009 kl. 20:46

4 Smámynd: Brattur

Ég fer nú ekki að veðsetja afmælisdaginn minn. Hann sem alltaf hefur verið rekinn með hagnaði og er algjörlega skuldlaus.

Brattur, 3.12.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband