Færsluflokkur: Dægurmál

Óðinshaninn

Hann lagðist endilangur í sófann. Hann var einn í húsinu. Lokaði augunum og reyndi að sofna. Hann var yfir sig þreyttur.
Hann sá fyrir sér bjart tunglskin og dimm ský sem skyggðu það af og til. Vindurinn var hvass og það ýlfraði í þvottahúshurðinni.
Það var hrollur í honum og hann teygði sig í ullarteppið, reyndi að hugsa eitthvað hlýlegt. Hugsaði um grænan árbakka og Óðinshana syndandi í lítilli vík.
Honum hefur alltaf þótt Óðinshaninn fegurstur fugla. Það er svo mikil ást og samkennd meðal karlfuglsins og kvenfuglsins. Vinna ákveðin sín verk án þess að tala mikið. Einstaka lástemmt kvak heyrist í þeim þegar þau segja; ég elska þig.

Við þessar hugsanir hlýnaði honum undir teppinu og fann að nú gat hann sofnað. Hann hafði alltaf verið þannig að ef honum var kalt þá gat hann ekki fyrir nokkurn mun sofnað. Og ef honum var verulega kalt þá klæddi hann sig í lopasokka.

Hann hrökk við bank á útidyrnar... hann reis upp við dogg og leit á stofuklukkuna... hún var hálf fjögur. Hver gat eiginlega verið á ferðinni um hánótt ?

Hann opnaði dyrnar. Einhver hljóp í burtu frá húsinu og út í hríðarbylinn. Á stéttinni var stór bastkarfa vafinn rauðköflóttu sjali.

Hann lyfti bastkörfunni varlega og gekk inn í húsið. Setti körfuna á eldhúsborðið, hikaði við að taka sjalið af. Hann hugsaði um allar bíómyndirnar sem hann hafði séð og sögurnar sem hann hafði lesið. Það var alltaf barn í svona bastkörfum.

Hann teygði sig skálfhentur í sjalið og dró það að sér. Snéri höfðinu til hliðar og leit hálfvegis til baka í átt að körfunni.

Það var ekkert barn en í körfunni var bangsi og í hendi hans var miði. Hann tók miðann, setti upp gleraugun og las.

"Óðinshani"
.

 MG_7945

.

 


Ánamaðkaheimspeki

Jæja, þá er maður vaknaður einu sinni enn eins og stendur í blúskvæðinu.

Ég vaknaði í morgun eins og ég vaknaði í gær og ef ég vakna aftur á morgun þá hef ég vaknað þrjá daga í röð.

Maður er stundum svo ferskur á morgnana í hausnum en núna er ég bara með hausverk... ekki það að ég hafi verið á fylliríi í gær, nei þetta er bara svona óþarfa hausverkur... þrátt fyrir hann hef ég verið að hugsa ýmislegt eins og t.d. hvernig skyldu ánamaðkarnir hafa það... hvernig ætli það sé að vera ánamaðkur og vera alltaf á kafi í mold og drullu... þeir vita ekki einu sinni að það eru að koma Páskar... svo eftir langan vetur þegar greyin langar að koma upp á yfirborðið og kanna ástandið þá eru þeir étnir af hettumávum... hvers konar líf er þetta eiginlega... svo erum við mannfólkið að kvarta undan því hvað við erum blönk.

Já, svona var ég að hugsa í morgun. En núna finn ég að ég er að verða svangur og langar í te og ristað brauð með sveitaosti og ef ég væri ekki í aðhaldi þá fengi ég mér blandaða berjasultu ofan á.

Svo hugsaði ég aðeins um Guð í morgun líka... ég var að spá í af hverju enginn annar en hann heitir Guð... ætli mannanafnanefnd banni það ? En samt má heita Guðfinna og Guðgeir og Guðsteinn og Guðríður og Guðmundur, það verður bara alltaf að vera eitthvað fyrir aftan Guð.

Að lokum vona ég að dagurinn ykkar allra verði góður og ef að eitthvað bjátar á hugsið bara um ánamaðkana.
.

Tevez

.

Betra er að vera blankur en ánamaðkur.


Sólskinið í Dakota

Hef verið að hlusta á diskinn "Sólskinið í Dakota" með Baggalút.
Kom verulega á óvart, falleg lög og góður flutningur. Megas og Gylfi Ægisson eru gestasöngvarar á disknum.
Öll kvæðin (nema eitt) eru eftir Kristján Níels Júlíus eða K.N. eins og hann kallaði sig.

Þetta syngur Megas eins og honum einum er lagið.

Ég finn hve sárt ég sakna
Hve sorgin í hjartað sker.
Af sætum svefni að vakna
en sjá þig ekki hér;
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
Í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér.
.

sunset2

.

 

 


Skjótum og njótum.

Það hefur heldur ekki náðst samkomulag um lóuveiðarnar. Það er til fók sem er á móti lóuveiðum. Fólk sem hlustar bara á Björk og Sigurrós; fólk sem ég kalla nú bara viðkvæmninga.

Við eigum að nýta auðlindir okkar í botn og ekki láta lóuna sleppa. Við gætum byrjað á vísindaveiðum fyrst áður en við byrjum á fullu.

Nú þýðir ekkert fyrir okkur að vera viðkvæm fyrir dirrindíinu í lóunni... og látum heldur ekki einhverja útlendinga segja okkur hvað við eigum að gera.

Fyrir utan það hvað lóan fer illa með móana okkar.

Skjótum og njótum segi ég.
.

 saiga_12k_tromix

.


mbl.is Ekki samkomulag um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknaði dauður

Hann hafði oft heyrt... einn daginn vaknar maður dauður...

Hið ótrúlega gerðist svo einn morguninn. Hann vaknaði dauður.
Hann var rosalega hissa, því á dauða sínum hafði hann ekki átt von. Hann hafði bara engan tíma til að vera dauður. Það var svo margt sem hann hafði ætlað að gera í dag og framtíðarplönin voru mörg.

Í dag hafði hann t.d. ætlað að baka pönnukökur handa fjölskyldunni. Nú myndu þau ekki fá ylvolgar pönnukökur... nei dagurinn hjá fjölskyldunni færi bara í það að gráta hann... eða myndi kannski enginn gráta ? Kannski myndi enginn sakna hans?

Hann hafði áhyggjur... það yrði ferlegt ef enginn myndi fella tár yfir honum svona nýdauðum.

Æi, góði Guð ekki taka mig strax, leyfðu mér að lifa lengur... nú sé ég hvað ég er vitlaus, nú sé ég hvað ég hef gert rangt... ég skal lifa miklu betra lífi ef þú hleypir mér aftur inn í lífið...

Allt í einu var Guð staddur við hlið hans... ertu svona lítill Guð ? Ég hélt þú værir miklu stærri.
Stærðin skiptir ekki máli, svaraði Guð... það er þinn innri maður sem annað hvort er stór eða lítill...

En snúum okkur að alvörunni, hélt Guð áfram... ef ég hleypi þér aftur inn í lífið þá verður þú að gera eitt fyrir mig... já, ekkert mál Guð minn góður... og hvað er það ?

Hann Lykla Pétur þarf að komast í sumarfrí og mig vantar ábyggilegan mann til að leysa hann af... og hvenær fer hann í sumarfrí ? spurði maðurinn. Eftir 30 ár svaraði Guð litli...

Maðurinn vaknaði upp með andfælum, sveittur frá hvirfli til ilja... þetta var skrítinn draumur, hugsaði hann... þetta var ekki draumur sagði þá Guð sem en stóð við rúmið... en nú þarf ég að drífa mig... sé þig eftir 30 ár við hliðið... og notaðu nú tímann vel... það eru ekki allir sem fá 30 ár gefins frá mér...

Hann horfði á eftir Guði sínum líða út um gluggann... dreif sig fram í eldhús og byrjaði að baka pönnukökur...
.

God&GoddessMeru

.

 

 


Drekka prestar Kristal ?

"Það sést hverjir drekka Kristal"

Þannig hljómar auglýsing um vatnsdrykk með sætu- og bragðefnum í.

Ég ákvað um daginn að fara að fylgjast með fólki og athuga hvort ég gæti pikkað þá útúr sem drykkju Kristal.

Ég sá engan sem ég gat verið alveg viss um að drykki Kristal.

Hvaða tegund fólks drekkur Kristal... kannski prestar af því að orðið byrjar á Krist... ??? Nei bara segi sonna... ég held að flestir prestar drekki grænt te... eða jafnvel "Kiwi and Strawberry" te... ég held að prestum finnist rauðvín líka gott... og púrtvín... held að margir þeirra séu talsverðir sælkerar...

En ég ætlaði svo sem ekkert að fara að tala um presta... ég var að spá í hvort það sæist utan á fólki hvað það drekkur...

Svo fann ég einn... hann var fullur... og hélt á bjórdós... og þá var ég viss um eitt... þegar farið verður að auglýsa bjór... þá verður örugglega auglýst...

"Það sést hverjir drekka bjór"
.

 617.x600.Seek2.Beergut

.

 

 


Mafíósar

Hvað erum við að fara að greiða atkvæði um ? Er InDefence í framboði ?

Þegar ég horfi á þessa mynd sem fylgir fréttinni, þá dettur mér einhverra hluta vegna í hug nöfn eins og Soprano og Don Corleone.

Af hverju líta þeir út eins og Mafíósar ?

.

don-corleone

.


mbl.is Kosningabaráttan hófst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Létt & Lagott

Tónlist hefur mikil áhrif á okkur... við getum orðið döpur eða kát eða jafnvel ofsahress... fer eftir lögunum sem við heyrum...

Þetta lag er lítið og saklaust en kemur manni í gott skap... og ekki skemmir fyrir að það minnir mann á stórskemmtilegt Evrópumót í handbolta sem nú er nýafstaðið.

Hér er Niel Dimond höfundur lagsins og orginalinn.


Maggi litli

Ég heyrði litla sögu um daginn og þessi er sönn.

Maggi litli var í stærðfræðiprófi. Eitt dæmi var : 2 + 2   = ___ ?

Maggi litli var búinn að skrifa svarið 4 á blaðið þegar kennarinn labbar framhjá.
Kennarinn segir við Magga litla; ertu nú alveg viss um þetta ?

Síðan gengur kennarinn áfram um stofuna og fylgist með. Hann kemur aftur að borðinu hans Magga litla og sér að hann er búinn að stroka út svarið 4 og er búinn að skrifa 5 í staðinn !
.

 Mathematic%20Numbers

.

 

 


Yfirlýsing og gáta

Jæja, þá er ég byrjaður í líkamsræktinni.

Ég gerði 30 magaæfingar milli jóla og nýárs og komst í stuð við það.

Nú hef ég ákveðið að gera eina magaæfingu á dag út veturinn og sjá hverju það skilar.
Hvaða tími dags ætli sé nú bestur til að gera magaæfinguna ?

Markmiðið er að ná af sér 5000 grömmum fyrir sumarið.

Ég hef líka ákveðið að hætta að borða allt nema ristað brauð með osti, kleinur, tebollur með súkkulaði, kanilstykki og Freyju staur... og kannski lambalæri með sósu, grænum baunum, sultu, brúnuðum kartöflum og rauðkáli.

Að lokum ein gáta.

Hver er það sem er 5 kílóum of þungur... ekki gamall og ekki ungur... notar skó númer 43 og er nýkominn úr sundi ?
.

 Swimming

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband