Óðinshaninn

Hann lagðist endilangur í sófann. Hann var einn í húsinu. Lokaði augunum og reyndi að sofna. Hann var yfir sig þreyttur.
Hann sá fyrir sér bjart tunglskin og dimm ský sem skyggðu það af og til. Vindurinn var hvass og það ýlfraði í þvottahúshurðinni.
Það var hrollur í honum og hann teygði sig í ullarteppið, reyndi að hugsa eitthvað hlýlegt. Hugsaði um grænan árbakka og Óðinshana syndandi í lítilli vík.
Honum hefur alltaf þótt Óðinshaninn fegurstur fugla. Það er svo mikil ást og samkennd meðal karlfuglsins og kvenfuglsins. Vinna ákveðin sín verk án þess að tala mikið. Einstaka lástemmt kvak heyrist í þeim þegar þau segja; ég elska þig.

Við þessar hugsanir hlýnaði honum undir teppinu og fann að nú gat hann sofnað. Hann hafði alltaf verið þannig að ef honum var kalt þá gat hann ekki fyrir nokkurn mun sofnað. Og ef honum var verulega kalt þá klæddi hann sig í lopasokka.

Hann hrökk við bank á útidyrnar... hann reis upp við dogg og leit á stofuklukkuna... hún var hálf fjögur. Hver gat eiginlega verið á ferðinni um hánótt ?

Hann opnaði dyrnar. Einhver hljóp í burtu frá húsinu og út í hríðarbylinn. Á stéttinni var stór bastkarfa vafinn rauðköflóttu sjali.

Hann lyfti bastkörfunni varlega og gekk inn í húsið. Setti körfuna á eldhúsborðið, hikaði við að taka sjalið af. Hann hugsaði um allar bíómyndirnar sem hann hafði séð og sögurnar sem hann hafði lesið. Það var alltaf barn í svona bastkörfum.

Hann teygði sig skálfhentur í sjalið og dró það að sér. Snéri höfðinu til hliðar og leit hálfvegis til baka í átt að körfunni.

Það var ekkert barn en í körfunni var bangsi og í hendi hans var miði. Hann tók miðann, setti upp gleraugun og las.

"Óðinshani"
.

 MG_7945

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fallegur fugl og enn betri saga :)

Ég á ættir til Hofsós já. Ættingi? Fer kannski eftir hvar þú stendur í enska boltanum :)

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 02:58

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið og falleg orð... ég er United maður... veit að þú ert Púllari... en margir af mínum félögum halda með því góða liði svo það spillir ekkert fyrir... amma mín hét Björg Guðmundsdóttir og pabbi Gísli M. Gíslason... þau bjuggu á Hofsósi... kannski hjálpar það eitthvað með ættfræðina ?

Brattur, 17.3.2010 kl. 07:50

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er ekki alveg viss Brattur. Amma mín heitir Stefanía Jónsdóttir og afi heitinn Guðmundur Steinsson. Þau voru kölluð Stebba og Mundi, kennd við Birkihlíð. Börn þeirra sjö Birkibeinar.

Hvar bjuggu þau á Hofsósi? Ég verð að spyrja Stebbu ömmu frekar um þetta :)

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband