Færsluflokkur: Dægurmál

Sjálfstæðismenn fá það sem þeir báðu um.

Ég spjalla við fólk á förnum vegi eins og gengur og gerist um pólitík og hvað það ætli nú að kjósa í komandi kosningum.

Mjög margir geta alls ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þó svo að sumir hafi stutt þann flokk áður.

Og af hverju getur fólk ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn... Jú, það er ekki síst vegna óheiðarleika þeirra sem eru að bjóða sig fram fyrir þennan flokk... hvernig flokkurinn lítilsvirðir Alþingi þessa dagana með málþófi... flokkur sem kennir sig við sjálfstæði getur ekki hugsað sér að fólkið í landinu fái að taka þátt í stórum ákvörðunum sem taka þarf í framtíðinni með því að afgreiða slík mál í þjóðaratkvæðagreiðslu...

Flokkur sem kennir sig við heiðarleika er staðinn af því að þiggja stórar peningaupphæðir frá hliðhollum fyrirtækjum... og fólk veit að þetta hefur "alltaf verið svona"... Sjálfstæðiflokkurinn hefur alltaf keypt sér völd...

Síðan ljúga menn á víxl eins og ekkert sé... Kjartan Gunnarsson... Geir Haarde... Guðlaugur Þór...
Maður sér það á þeim í fréttunum þegar þeir eru að ljúga... en þeir eru góðir í því enda í góðri þjálfun...

Svo sér maður á bloggsíðum að þeir forhertu Sjálfstæðismenn sem enn ætla að láta þá fá atkvæði sitt eru hissa á því fylgishruni sem blasir við... og segja; Flokkurinn hefur stjórnað landinu í 18 góð ár... Hvað læti er í fólki núna, er það búið að gleyma góðærinu?

Mér dettur í því sambandi í hug dæmi;

Skipstjóri siglir skipi sínu í 18 daga. Ferðin gengur bærilega vel.

En svo siglir skipstjórinn (værukær og hálf drukkinn) skipinu í strand og það er nánast ónýtt á eftir (áhöfninni er bjargað með naumindum)... var þetta þá góð ferð? Á að ráða þennan skipstjóra aftur í næstu ferð????

Sjálfstæðismenn þurfa ekkert að vera hissa þó að fylgið hrynji um helming.

Því segi ég eins og einn fyrrum Sjálfstæðismaður sagði við mig;

Það þarf að setja Sjálfstæðisflokkinn út í kuldann næstu árin.

.

Sailing%20Ship

.

 


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaðadrottingin

Hann var búinn  að vera að spila í marga tíma og nú var komin niðdimm nótt... honum hafði gengið illa... hafði tapað hverju einasta spili... þetta eru örlögin, hugsaði hann... mér er ekki ætlað að vinna í þetta sinn...

Þetta er síðasta spilið, ákvað hann innra með sér... 

Hann teygði sig í spilin á borðinu, tók þau upp og sorteraði....átti bara eftir að taka eitt upp... hjartslátturinn varð örari...

Skyldi það vera spilið sem hann vantaði?
Það fór gleðistraumur um hann þegar hann horfði í falleg augu drottningarinnar.

Nú hafði hann öll spilin í hendi sér.
.

.queenofspades-main_Full

 


1998 ehf

Þeir kunna ýmislegt fyrir sér Jón Ásgeir & Co. í viðskiptum.

Ég heyrði þá sögu að þeir hefðu stofnað fyrirtæki sem heitir NÍTJÁNHUNDRUÐ NÍUTÍU OG ÁTTA (1998 ehf ).

Það fyrirtæki "keypti" allar skuldir Haga (sem á Bónus/Hagkaup og 10/11 verslanirnar).

Til þess að fjármagna kaupin á skuldum Haga tóku þeir "kúlulán" sem er lán með einum gjalddaga.

Sá gjalddagi er ca. eftir 2 ár.

Hagar eru því fyrirtæki sem stendur vel í dag þar sem skuldir þess voru "keyptar".

Hvað gerist svo eftir 2 ár þegar greiða þarf lánið... það er stóra spurningin.

Ef þessi saga er sönn, þá setur maður stórt spurningamerki við siðferðið í viðskiptum.


mbl.is Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarlegir drengir?

En af hverju var Bjarni þá að draga nafn Kjartans inn í umræðuna?

Bjarni B. sagði að Kjartan hefði vitað um styrkina... Kjartan segir hinsvegar að hann viti ekkert um þessa styrki... það sem Bjarni sagði hefði verið "slitið úr samhengi"...

Það má oft og lengi
Slíta úr samhengi
Helmingnum þeir ljúga
og litlaputta sjúga
Heiðarlegir drengir?
.

2003-11-01-portrait

.


mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Ö flokkurinn að skila styrknum?

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn hræddur við mig... það hlaut að koma að því...

Eins og Þorgerður Katrín segir "Það hefur verið á Brattann að sækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn".

Mér sýnist ÖND-VEGIS-FLOKKURINN vera að höggva verulega í fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Þó að Ö flokkurinn hafi ekki komið neitt sérstaklega vel út úr síðustu skoðanakönnun Capacent þá finnum við mikinn meðbyr. Einn helsti styrkur Ö flokksins er að hann hefur ekki þegið neinn styrk... eða næstum því engan styrk.

ÖND-VEGIS-FLOKKURINN verður með opið hús á föstudaginn langa kl. 7:00 um morguninn... farið verður yfir bókhald flokksins og tekin ákvörðun um hvort skila eigi rifsberjasultukrukkunni sem Manga Magnúsar gaf flokknum í haust... en það er reyndar bara helmingurinn eftir í krukkunni...


Félagar munið.......        Ö er ekkert BÖ
!
.

fig_jam1-540x354

.


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ö er ekkert BÖ !

Í öllu umrótinu sem nú er í pólitíkinni finnst mér rétta stundin til að minna á ÖND-VEGIS-FLOKKINN... óspilltasta flokk landsins...

Kynnið ykkur málefni flokksins HÉR og veitið okkur stuðning,

Ö er ekkert BÖ ! 

 Hér er svo baráttusöngurinn okkar:

 

Brattsjónallinn.

Fram ööööðlingar í ótal lööööööndum

sem ástundiðá kvöldin karate

nú Brattur safnar saman bröööööndum

boðar kaffi og jurtate

Dabbahyski við hendum í sjóinn

hrööööökvum aldrei í kút

við áttum lóur en hann át þær kjóinn

einsog að þamba ööööööl af stút.

 

Þó að mööööörgæsin sé mööööögur

við möööööölvum Geirinn í dag

því Brattsýnin er fööööögur

og fóðurblanda allra í Haag.

 

HÖf.: Guðni Már
.

penguin_35.


Guðlaugur og Guð-laugur

Vó... hélt að þetta væri frétt um Guð-laug Þór sem var að skora ljótasta sjálfsmark allra tíma...

Ég óska hinsvega Guðlaugi Arnarsyni til hamingju með markið sitt í gærkvöldi.

Ætla að halda upp á mörk þessara manna í dag með ís og alles...

.

 WomanSoccerPlayer

.


mbl.is Guðlaugur skoraði og FCK á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki kjósa spillinguna

Nú bíður maður bara eftir fleiri sprengjum.

Það mætti segja mér að nú færi allt á fullt hjá Sjöllunum að reyna að finna veikan blett á öðrum flokkum hvað varðar fjárframlög til þeirra.

Það er venja Sjálfstæðismanna að þegar á þá er ráðist, þá er gerð gagnárás til að dreifa athyglinni.

Mest hafði ég gaman af því að sjá að það var BAUGUR /FL Group/Jón Ásgeir sem styrkti Sjálfstæðisflokkinn svona myndarlega.

Það er stutt í kosningar... kosningabaráttan á eftir að einkennast af uppljóstrunum á báða bóga, hugsanlega afsögnum og öðru í þeim dúr. Það mun lítið fara fyrir málefnalegri umræðu.

Við kjósendur viljum spillinguna burt, þess vegna er það krafa að bókhald flokkanna verði opnað og við fáum að sjá alla styrki til flokkana a.m.k. 10 ár aftur í tímann.

Þá fyrst getum við kosið spillinguna burt.
.

 d_documents_and_settings_inqo_my_documents_my_pictures_isk_500_note

.

 

 


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablik

Ég gerði stóra uppgötvun í dag... augað er fljótara að hugsa heldur en heilinn...

Hvernig komst ég að þessu? Jú það var þannig;

Eitt kvöldið í vikunni var ég að mála loft með gráum lit.

Ég var lítið að hugsa um ástandið í landinu, en einbeitti mér að því vinna mína vinnu vel.

Allt í einu dettur stór grár málningardropi úr rúllunni og stefnir beint á augað... ég fraus og náði ekki að hugsa nógu fljótt... en viti menn augað lokaði sér sjálft rétt áður en dropinn skall á því... án þess að ég gæfi auganu skipun um að lokast...

Nú vona ég að þessi lífreynslusaga mín eigi eftir að nýtast læknavísindunum vel um ókomna framtíð... þá veit ég að ég hef ekki lifað til einskis...
.

11298eyes4

.

 


Gáta.

Gáta. 

Hver er eins og kálfur?
Aldrei fullur bara hálfur? 
Með smitandi hlátur
Er brattur og kátur
Ha, ha... þessi er létt; ég sjálfur!
.

clown%20hair%20web

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband