Kastar grjóti úr glerhúsi
8.3.2009 | 16:04
Nú beitir Jón Ásgeir gamalkunnri aðferð sinni í gegnum tíðina.
Ef á þig er ráðist þá skaltu gera gagnárás með tvöföldum krafti. Hann hefur einmitt verið snillingur að beina athyglinni annað ef að hann eða hans fyrirtæki hafa verið gagnrýnd.
Og svo talar hann um óvandaða fréttamennsku í "slúðurblaðinu New York Post".!!!
Merkilegt að heyra þetta frá eiganda Fréttablaðsins.
Þetta heitir á tærri íslensku að kasta grjóti úr glerhúsi.
.
.
![]() |
Skipulögð rógsherferð gegn fyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að lesa vitlaust
7.3.2009 | 10:45
Ahh... var ekki alveg búinn að þurrka gleraugun nógu vel þegar ég las þessa fyrirsögn... en ég las nefnilega..
Gott skítaveður á landinu.
Spurði svo sjálfan mig, hvernig getur skítaveður verið gott???
Svo sagði ég við sjálfan mig, Brattur þú ert nú meiri kjáninn, þetta er skíðaveður, ekki skítaveður... já sagði ég við Bratt ég get nú verið meiri kjáninn stundum, sérstaklega á morgnanna áður en ég er búinn að fá teið mitt... þegar við Brattur vorum að skiptast á þessum fallegu orðum kemur þá ekki Gísli askvaðandi inn til okkar... og þá var orðið verulega fjölmennt inni hjá okkur... eigum við ekki bara að slá í pönnukökur og spila avo Manna sagði Gísli borubrattur... jú, það leist okkur Bratti mjög vel á... við þutum því allir fram í eldhús, tókum til smjörlíki, egg og hveiti og lyftiduft og vanilludropa og sykur og byrjuðum að baka...
Þá segjum við Brattur nánast sem einn maður; (var svolítið fyndið) en Gísli hvað þýðir eiginlega askvaðandi?
Byrjar þá ekki Gísli á sínum langlokum um orð, að fyrri hluti orðsins ASK sé komið úr ensku og þýði þess vegna að SPYRJA... VAÐ er bara vað á á og andi er eins og heilagur andi...
Askvaðandi þýðir þess vegna; best er að spyrja andann þegar vaðið er yfir á.
Augun í okkur Bratti ranghvolfdust undir þessum fyrirlestri... en svo stungum við upp í okkur heitri pönnuköku og þá leið okkur strax betur.
.
.
Enn er þó stórri spurningu ósvarað... ég veit hver Brattur er og ég veit hver Gísli er...
EN hver er ég?
![]() |
Gott skíðaveður á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Barr
6.3.2009 | 21:25
Af hverju er allir að bera sitt barr?
Ég er orðinn svolítið leiður á að bera mitt.
Er einhver sem nennir að bera mitt barr, bara í nokkra daga?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábær sigur
5.3.2009 | 20:19
... þessi Taylor er nú meiri ruddinn og átti sko ekkert annað skilið en að fá rautt spjald fyrir þetta fólskubrot á Ronaldo...
En leikurinn var mjög spennandi. Leikmenn Newcastle börðust af grimmd. Gengu reyndar of langt á köflum... en United hélt haus og kláruðu dæmið.
Ekkert nema kraftaverk með öfugum formerkjum kemur nú í veg fyrir að Englandsmeistaratitilinn verði okkar.
Þarf að hringja í Alex á morgun til að vita hvort hann er ekki sammála mér (eins og alltaf).
.
.
![]() |
Ronaldo beið eftir Taylor í göngunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hans ræningi
4.3.2009 | 20:45
Af hverju er talað um að sofa á verðinum? Ég skal segja ykkur allt um það;
Einu sinni var ræningi sem hét Hans. Hann varð fyrir því óhappi að vera gómaður þegar hann var að ræna föndurbúð.
Honum var umsvifalaust dembt í tukthúsið. Þar sat hann á bak við rimla, sá aldrei sólina og lagði kapal allan daginn.
Hann dreymdi um frelsi og var ákveðinn í því að strjúka við fyrsta tækifæri.
Einn af fangavörðunum var kærulaus, svaf alltaf á vaktinni og hraut. Hans greyið ræningi varð alltaf svo syfjaður þegar fangavörðurinn hraut, að hann steinsofnaði líka.
.
.
Kvöld eitt gleymdi kærulausi fangavörðurinn að læsa klefanum hjá Hans eftir matinn. Nú vissi Hans að þetta var tækifærið sem hann hafði beðið eftir.
Þegar Hans var kominn út úr klefanum gekk hann að fangaverðinum þar sem hann svaf á bekk, til að athuga hvort hann væri ekki alveg sofnaður.
Þegar Hans ræningi heyrði hroturnar í fangaverðinum varð hann strax ógurlega syfjaður... hann hreinlega hrundi yfir fangavörðinn og steinsofnaði.
Þegar vaktaskiptin urðu um morguninn komu menn að Hans þar sem hann...
... svaf á verðinum.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tærnar og hælarnir
2.3.2009 | 20:08
Gott kvöld,
Nú hefst þátturinn "Býr bavíani hér"... þáttur í anda Sherlock Holmes þar sem stækkunarglerinu er beint að orðum og orðtökum.
Tölum örlítið um orð sem tengjast búknum okkar;
Oft er talað um að hæla einhverjum? Ég verð nú að hæla þér fyrir dugnaðinn Dengsi minn.
Svo er talað um að vera á hælunum og þá er ekki hægt að hæla manni vegna þess að þá er maður með allt niður um sig.
Þá er talað um að vera á tánum... mér finnst ég alltaf vera á tánum en á sama tíma er ég á hælunum líka.
Svo er maður á herðablöðunum þegar maður hefur fengið sér einum og mikið í tána. Undir slíkum kringumstæðum hafa Íslendingar oft gefið hvor öðrum kinnhest eða jafnvel einn á kjammann.
En svo hefur vafist fyrir mér orðið bumbult, átta mig ekki alveg á því hvort og þá hvernig það tengist líkama okkar.
En kannist þið við skylt orð, bumbuull... ?
Jú, bumbuull er þessi illræmda naflaló sem var í fréttunum fyrir stuttu.
Þættinum er lokið.
Brattur, alltaf með tærnar rétt hjá hælunum.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Haugalýgi - sönn saga?
1.3.2009 | 14:40
Vitið þið af hverju talað er um að eitthvað sé haugalýgi?
Það skal ég segja ykkur.
Öggi var öskukarl. Hann hafði gaman af að spjalla við fólk. Hann sagði fólki oft hvaða verðmæti hann fann á öskuhaugunum. Það var með ótugtarlegum ólíkindum hverju fólk gat hent.
Einu sinni fann ég kórónu með ekta gimsteinum, sagði Öggi við Stjönu frænku sína þegar hann var í síðdegiskaffi hjá henni í pásu frá öskustörfunum.
Einu sinni fann ég tvíhöfða þurs sem einhver var hættur að nota, hann var sprelllifandi blessaður, sagði Öggi við Mána á pósthúsinu.
Einu sinni fann ég milljón rúblur í nokkrum strigapokum sagði hann við Steinsýn sparisjóðsstjóra.
Allir vissu að þessar sögur voru lýgi en fólkið hafði gaman að hlusta á Ögga öskukarl segja frá ævintýrum sínum.
Sögurnar áttu allar upptök sín á á öskuhaugunum og því kallaðar haugalýgi.
Og þá vitið þið það. Þið verðið síðan að gera upp við ykkur hvort að þessi útskýring er haugalýgi eða blákaldur sannleikur.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Græðgi
1.3.2009 | 11:02
Hef verið að velta því fyrir mér hvernig þjóð við Íslendingar erum.
Mér finnst við svo sundurlaus þjóð og hver höndin upp á móti annarri. Sumir eitthvað svo grimmir.
Hvað veldur þessu? Af hverju getum við ekki lifað í sátt og samlyndi svona næstum því a.m.k.?
Það er eitt orð sem kemur upp í hugann og það er orðið GRÆÐGI og ekki langt frá því orði er annað í sömu ætt, VÖLD.
Af hverju þarf fólk að eiga miklu meiri peninga en það getur eytt? Af hverju langar þann sem hefur 60% markaðshlutfall að stækka meira?
Af hverju var útgerðarmönnum gefinn fiskurinn sem syndir óveiddur í sjónum? Af hverju fengu bara útgerðarmennirnir kvótann en ekki sjómennirnir líka og þeir sem unnu í fiski í landi?
GRÆÐGI er svarið.
.
.
Nú þegar þjóðarskútan marar í hálfu kafi og við vitum ekki ennþá hvort hún sekkur, þá eru kosningar í nánd. Einmitt þegar við ættum að snúa bökum saman og einbeita okkur að því að koma skútunni okkar á flot. Eflaust verður þetta heiftúðleg kosningabarátta.
Þetta ástand minnir mig á söguna af manni sem lá banaleguna og ættingjarnir voru kallaðir til þegar dauðastundin nálgaðist. Við banabeð gamla mannsins var farið að rífast um peninga. Þessi samkoma endaði þannig að allt logaði í slagsmálum og lögreglan var kölluð til.
Það stefnir allt í það að mikil endurnýjun verði á þingi. Margir núverandi Alþingismenn hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram aftur.
Ég vona svo sannarlega að í komandi kosningum verði kosið nýtt fólk, heiðarlegt fólk með hugsjónir. Fólk sem vinnur að því að jafna lífskjörin í landinu. Fólk sem þurrkar út launamun kynjanna í eitt skiptið fyrir öll.
Ekki er ég enn búinn að gera upp hug minn hvað ég kýs í vor, þó er eitt á hreinu.
Flokkur sem viðheldur GRÆÐGI og ójöfnuði mun aldrei fá mitt atkvæði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orðin segja meira
28.2.2009 | 22:59
Ástin er allt í kringum okkur... hafið þið tekið eftir því? Orðin geta oft lumað á sér, það er meira í þeim en virðist við fyrstu sýn.
Fást
Sjást
Slást
Brást
Kljást
Nást
Skást
.
.
Vil svo klykkja út með tilvitnun í Voltaire sem er alveg á skjön við þessi fallegu orð.
Ekkert er jafn óþægilegt og að verða hengdur í kyrrþey.
Ég held ég geti bara verið sammála honum Voltaire gamla með þetta. Held að þetta sé ferlega óþægilegt.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Prúður leikamaður
27.2.2009 | 23:54
Það merkilegasta við hann Ruddy er hvað hann er prúður leikmaður... hann er líka eins og Bjarni Fel. segir stundum ´"góður eftir að hann kom inn á"...
Þannig eiga menn að vera.
Áfram Ruddy.
.
.
P.S. mér finnst markmenn alltaf bestir á milli stanganna.
![]() |
Ruddy hjá Crewe út leiktíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |