Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Bekkurinn minn
29.11.2009 | 11:21
Þetta er akkúrat bekkurinn sem ég hef verið að leita að. Svona "sérsmíðaður" viðskiptavinabekkur.
Fínt að taka hann með sér í útileguna... sýnist hann alveg smellpassa fyrir mig.
Gott að leggja sig á hann úti í Guðsgrænni náttúrunni, naga sviðakjamma og góna út í loftið.
Ætli bankinn láni mér ekki fyrir honum ?
.
.
Sérsmíðaður viðskiptavinabekkur til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kavíar
28.11.2009 | 10:35
Ég opnaði ísskápinn í morgun til að sjá hvað ég gæti fengið mér í gogginn í morgunsárið.
Ég var afslappaður og átti engan veginn von á því sem gerðist.
Og hvað getur svo sem gerst þegar maður opnar ísskáp ?
Algjörlega grandalaus, vel hvíldur á sál og líkama horfði ég á kavíar túpu, nokkuð stóra, renna af stað eftir salatpokanum. Ég varð strax ekkert hræddur en ég hefði átt að vera það.
Túpan sveif út úr ísskápnum eins og finnskur skíðastökkvari og grjótharður, mjór afturendi hennar lenti ofan á uppáhalds stóru tánni minni. Og þvílíkur sársauki. Það var eins og meitill hefði lent á henni. Og ég er enn að drepast í tánni nærri því klukkutíma síðar.
Ég sagði betri helmingnum frá þessu og bætti við að ég væri örugglega fyrsta manneskjan í heiminum sem hefði meitt mig á kavíar. Það væri nú ekki hægt að toppa það.
Þú manst þegar ég meiddi mig á sjúkrakassanum, svaraði þá betri helmingurinn !
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Betri en Gerrard !
22.11.2009 | 12:30
Svo eru sumir alltaf að tala um Steven Gerrard... mér finnst Fletcher standa honum framar á flestum sviðum.
Fletcher er sívinnandi og algjör nagli í návígum. Er útsjónasamur og dreifir spilinu vel. Hann er einn albesti miðjumaður í ensku deildinni í dag.
Gerrard lítur ósköp venjulega út við hlið Fletchers.
Og þvílíkt mark hjá Fletcher á móti Everton.... vááááááááááááááá...............
.
.
Stórglæsilegt mark hjá Fletcher (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjallarabollan.
21.11.2009 | 09:46
Einu sinni var gömul kona sem bjó í kjallara.
Hún var lítil og bústin og gekk undir nafninu kjallarabollan.
Það voru fáir sem vissu annað en að hún hefði búið í kjallaranum alla sína ævi.
Kjallarabollan var hrekkjótt og fannst mest gaman að læðast aftan að fólki og öskra í eyrun á því DAH !!!
Þeir sem lentu í þessu voru lengi að jafna sig því Kjallarabollan var raddsterk eins og ungverks óperusöngkona.
Einu sinni sat hún á bekk fyrir utan skóverkstæðið. Við fætur hennar lá kötturinn Marinó. Það var sól og blíðuveður. Maríuerla sat á bekknum hjá henni og var alls óhrædd við Marinó, enda steinsvaf hann og vissi hvorki í þennan heim né annan.
Strákpjakkarnir Nói og Bubbi gengu fram hjá. Þeir voru ekki barnanna bestir eins og sagt var.
Sáu þeir strax að nú væri gott tækifæri að hrekkja Kjallarabolluna.
Þeir lögðu á ráðin. Gengu svo að bekknum, hölluðu sér alveg að höfði gömlu konunnar, við sitthvort eyrað og öskruðu eins hátt og þeir gátu DAH !!!
Það var mikið fjölmenni við útförina. Hún dó bara úr hjartaslagi, alein á bekknum hjá skóverkstæðinu, sagði fólkið. Dó í svefni, það er gott að fara svoleiðis.
Og góðir voru þeir Nói og Bubbi að taka Marinó að sér. Já, batnandi mönnum er víst best að lifa.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leyndamál ljóssins
19.11.2009 | 22:37
Ég uppgötvaði eitt í kvöld.
Leyndarmál ljóssins.
Sko, ég var að keyra í miklu roki. Bíllinn titraði... sinan sveiflaðist um í vindinum og skýin hentust til og frá á himninum.
Það var einhvern veginn allt á fleygiferð. Nema eitt.
Friðarljós Lennon. Það skaust þráðbeint upp í himininn... já ég meina þráðbeint... þrátt fyrir 23 metra á sekúndu...
Ég varð alveg klumsa... ætli Birgir viti af þessu ?
Talaði ekki Einstein annars um að ljósið sveigði ? Hann hefur greinilega ekki haft vit á eðli ljóssins.
Eða hafið þið einhvern tímann átt vasaljós sem getur lýst fyrir horn?
.
.
Brattur alltaf þráðbeinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ, æ
17.11.2009 | 19:27
Torres enn meiddur... æ, æ... þetta hlýtur að fara að lagast. Hann sýnist a.m.k. nokkuð hress á þessari mynd sem tekin var seinnipartinn.
.
.
Liverpool endurheimtir þrjá úr meiðslum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lóan er farin
15.11.2009 | 00:39
Lóan er farin
og löngu hætt að kveða
um leiðindi og leti
enda hvað
getur hún svo sem
verið að skamma mann ?
Hún sagði mér aldrei neitt
um spóann, frekar en tófan.
Hvað var hún að pæla
Lóan?
:
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nei takk !
10.11.2009 | 20:24
Ég hef á tilfinningunni að hér sé verið að gera eitthvað vafasamt.
Bankinn getur bara alls EKKI leYft sér að afskrifa 50 milljarða skuld 1998 ehf (Haga) og látið svo sömu eigendur reka fyrirtækið áfram.
Þá væri Kaupþing (ríkisbankinn) að segja;
Við ætlum að niðurgreiða matvöruverð Bónus aftur í tímann og einnig um langa framtíð.
Það verðum því VIÐ fólkið í landinu sem verðum látin borga Bónus sukkið.
Svona gera ríkisbankar ekki.
.
.
Engin niðurstaða í máli 1998 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Allt í steik
4.11.2009 | 23:19
Það var snilldarleikur hjá Ferguson að tapa viljandi fyrir Liverpool um daginn... framlengdi þar með dvöl Benítez hjá Liverpool og tryggði að þeir yrðu engin ógn hvorki í ensku deildinni né í meistaradeildinni...
Auðvitað finnst manni þetta hálf leiðinlegt að Liverpool skulu nú vera úr leik í öllum keppnum.
Ég meina það !
.
.
Liverpool í vondum málum - Arsenal stendur vel að vígi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |