Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Áfengt ljóð
5.7.2008 | 11:12
Ég drakk í mig nóttina
bleikan himinninn
kyrrðina og þig
fann hvernig
sekúndur og mínútur
sumarnæturinnar
seitluðu
um æðar mínar
og fylltu mig
lagðist á koddann
ölvaður af gleði
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vart og Úð
3.7.2008 | 21:46
Vart og Úð voru hjón. Þau voru á gangi inni í skógi.
Allt í einu greip Úð í handlegginn á manni sínum og sagði; Ó, Vart... ég held ég hafi séð eitthvað hlaupa þarna á milli trjánna... Sástu úlf Úð? Sagði þá Vart og pírði augun.
Þau stóðu grafkyrr og héldu niður í sér andanum. Þegar loksins þau hleyptu svo andanum út aftur, sáu þau grilla í stór gul augu hjá stórum gömlum trábol sem lá á hliðinni á jörðinni.
Vart tók upp riffilinn og miðaði... nei, nei, hrópaði þá rödd... ekki skjóta þetta er bara ég, hann Hjörtur litli.
.
.
Þú ert að plata Hjörtur litli, sagði Vart... þú ert ekki með gul stór augu...Ég er ekki með gul augu, þetta eru nýju sólgleraugun mín... sagði ræfilsleg röddin bak við trjábolinn...
Stattu þá upp Hjörtur litli, sagði Úð titrandi röddu... og viti menn, Hjörtur litli stóð þarna upp og hélt á nýju sólgleraugunum sínum og veifaði.
Þú ferð nú vart að skjóta mig Vart... er það? Sagði Hjörtur litli sposkur... og rölti til þeirra... hefur þú nokkuð séð Sam Úð... hélt Hjörtur litli áfram og þau brustu í hlátur öll þrjú og ætluðu aldrei að geta hætt.
Vart, Úð og Hjörtur litli settust svo á trjábolinn og úðuðu í sig gráfíkjum sem þau hjónin höfðu haft með sér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Snúum þessu við
2.7.2008 | 19:55
... ég þurfti að tvílesa þessa frétt... aðeins 20% viðmælenda konur... það er ekki nema von að við fáum brenglaða mynd af þjóðfélaginu með þessum hlutföllum...
... mikið væri nú sniðugt hjá fjölmiðlum að hafa "viku konunnar" í fréttum... og snúa hlutföllunum alveg við... karla bara 20% og konur 80%... held það yrði fróðlegt að sjá hvernig fréttirnar litu út þá...
.
.
![]() |
Mun minna talað við konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til eru fræ
1.7.2008 | 21:38
Fann þessa fallegu mynd á netinu... fannst þetta klassíska ljóð Davíðs Stefánssonar passa við.
Til eru fræ
Til eru fræ, sem fengu þennan dóm:
Að falla í jörð, en verða aldrei blóm.
Eins eru skip, sem aldrei landi ná,
og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá,
og von sem hefur vængi sína misst,
og varir, sem að aldrei geta kysst,
og elskendur, sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst.
Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn,
og lítil börn, sem aldrei verða menn.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)