Áfengt ljóð

Ég drakk í mig nóttina
bleikan himinninn
kyrrðina og þig

fann hvernig
sekúndur og mínútur
sumarnæturinnar

seitluðu
um æðar mínar
og fylltu mig

lagðist á koddann
ölvaður af gleði

.

 919559888_a46e330276

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fyllibytta.   

Anna Einarsdóttir, 5.7.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Brattur

hehe Anna, já auðvitað er ég fyllibytta... en sumir drykkir eru bara svo skrambi góðir...að það er allt í lagi að drekka þá á hverjum degi...

Brattur, 5.7.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Fallegt.

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 16:45

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Minn innri durtur greindi þarna fegurð fína...

Steingrímur Helgason, 5.7.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Gulli litli

svalt..

Gulli litli, 5.7.2008 kl. 19:17

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fallegt, fallegt, - eru sumar nöfnur mínar ekki dáldið vanþakklátar ....??? Góðar kveðjur til ykkar, hjúanna. (NB: Merking orðsins "hjú" hefur greinilega breyzt í áranna rás ...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:19

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alls ekki vanþakklát.... bara hem ekki stríðnina stundum. 

Mér finnst þetta ljóð alveg eðal...    .... og ég sagði honum það "life".

Anna Einarsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:23

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

Góður ...

Jónas Hallgrímsson orti einmitt um áfengisneyslu á sínum tíma og átti það til að líkja því við karlmennsku og dáð.

Sjálfsagt sýnist sitthvað hverjum og einum í þeim efnum.

Gísli Hjálmar , 6.7.2008 kl. 10:35

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þið eruð falleg

Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband