Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Nei

Einu sinni var drengur sem hét Nei.. hann var í mestu vandræðum með nafnið sitt... þegar fólk spurði hann; hvað heitir þú, þá sagði hann auðvitað Nei... því hvað gat hann annað...

...fólk gapti og hélt að hann væri ga ga... eða jafnvel bra bra... og vildi ekkert tala við hann...

Pabbi hans hét, Smáfinnur. Ég veit að nú haldið þið lesendur góðir að ég sé bara að bulla... en svona er nú heimurinn skrítinn. Smáfinnur var hávaxið heljarmenni. Konan hans og mamma hans Nei hét Súla. Hún var skírð í höfuðið á fuglinum fallega sem stingur sér svo glæsilega í sjóinn eftir æti.

.

cartoon_boy_st5

.

Þegar Nei var skírður, þá voru foreldrar hans ekki alveg sammála um hvað barnið ætti að heita. Súla vildi að hann fengi nafnið Leggur en Smáfinnur vildi að hann héti Pottur.

Þegar presturinn spurði; hvað á barnið að heita, þá sagði Súla strax; Leggur... en Smáfinnur sagði hvasst og ákveðið nei...

Presturinn skvetti vatni á koll litla drengsins og sagði; Nei skal þessi ljúflingur heita.

Endir.

Þessi saga kennir okkur að betra er að vera sammála heldur en ósammála.


Dæmisaga eða ekki?

Einu sinni var einn sem hitti annan; þeir fundu það út eftir næturfund undir beru lofti að saman voru þeir tveir... (sjá færsluna hér á undan)...

... þegar þeir vöknuðu skein sólin framan í þá... klukkan var orðin tvö að degi til... allur rifsberjasafinn var búinn og aðeins örfáir bitar af þurrkuðum bönunum í skálinni... þar voru þrjár stórar húsflugur að sleikja þá...

Þeir teygðu úr sér... ég er þyrstur sagði einn, ég er svangur sagði annar... þeir ákváðu að fara út í búð og kaupa sér eitthvað í matinn...

Í körfuna fór m.a. BBQ svínarif, bökunarkartöflur, maísstönglar, bananar, suðusúkkulaði og rjómi og að sjálfssögðu flaska af rifsberjasafa. Þeir ætluðu að grilla.

Reykurinn steig upp frá grillinu og ilmurinn af svínarifunum barst um nágrennið... útigangsmaður var allt í einu staddur á veröndinni hjá þeim... hann stóð bara og horfði á rifin malla á grillinu... sagði ekki orð...

.

 sdc_bbqribs_lg

.

Einn horfði á annan og annar á einn og svo kinkuðu þeir kolli... við erum ekki einir í heiminum, var sú hugsun sem flaug í gegnum kollinn á þeim... við eigum að hugsa um þá sem bágt eiga, borða minna sjálfir og deila því sem við eigum með þeim sem ekkert eiga...

Svo náði einn í þriðja stólinn og bauð útigangsmanninum til borðs... þeir voru ekki lengur tveir.

Endir.

Jæja, hvernig saga ætli þetta sé... ja, ekki veit ég það...


Hvað er þetta?

Einu sinni var einn sem hitti annan... þeir ákváðu að fá sér rifsberjasafa og setjast út á verönd og velta fyrir sér hvað þeir væru... settu þurrkaða banana í stóra skál og litu upp í himininn, eins og þeir væru að gá að því hvort þeir fengju ekki næði til að leysa gátuna stóru.

Þeir sátu að sumbli langt fram á sumarnóttina, spáðu og spekúleruðu í þessari þraut... loks komust þeir að niðurstöðu...

Þú ert einn og ég er einn og þá erum við tveir, sögðu þeir og glottu við tönn.

Þeir voru sælir og glaðir með þá niðurstöðu, kinkuðu kolli mót himni og sofnuðu sitjandi á olíubornum tréstólunum.

Nú spyr ég; hvernig saga er þetta?

.

47147%20Turkey%20Turkie%20The%20Old%20Men%20Of%20Van

.


Kvöl og pína

Það er þungbær refsing að þurfa lesa ljóð... minnir mig á reykingamanninn sem var dæmdur í fangelsi... fékk heilt karton af sígarettum en engar eldspýtur með sér í klefann...

Fangaverðirnir lásu svo fyrir hann söguna; Litla stúlkan með eldspýturnar.

.

 little_Match_girl-756802

.


mbl.is Látin lesa ljóð í refsingarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri til í að vera á þessum tónleikum

Alveg væri ég til að fara og sjá meistarann á sviði... hef séð hann á tvennum tónleikum fyrir mörgum árum... hann var svakalega góður... hefur alltaf svo gaman að því sem hann er að gera... þó menn skiptist í Lennon og McCartney hópa, þá nenni ég því eiginlega ekki... báðir góðir þegar þeir voru saman og einnig eftir það... sitthvor stíllinn... en þó mjög líkir í tónlistinni...

.

 paul_mccartney_344x481

.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband