Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Við svona tjarnir

Það er við svona tjarnir  sem maður staldrar við á ferð sinni og nýtur
þagnarinnar í náttúrunni.

Stígur út úr bílnum og hvílir bensínfótinn nokkrar mínútur... teygir úr sér...
...andar að sér fersku lofti...
... yndislegur þrastarsöngur... rífur þögnina...

Það er við svona tjarnir sem ég hugsa um þig...

Þegar við sungum tvö út í vornóttinni - Ég veit þú kemur í kvöld til mín -

Það er við svona tjarnir sem ég vil ekki vera án þín.

Tjörnin

.

 


Melrakkasléttan

Keyrði fyrir Melrakkasléttuna í dag.

.

Steinkarl

.

 Rekaviður

.

KríurogKindur

.

Kríuegg 

 KarlogKerling

 

.


Hundasund

Já, ég var nærri því búinn að yfirgefa þessa jörð um helgina... glímdi við beljandi fljót og hafði betur... sjá HÉR...  það var bara gamla góða hundasundið og Miðbæjarþráinn sem komu til bjargar.

Öðruvísi tilfinning að sigla niður íslenska jökulá í gúmmítuðru, heldur en að ríða Cameldýri nokkrum dögum áður í Sínaí eyðimörkinni...

Ég datt út úr bátnum og hvarf oní bláinn
ég saup slatta af vatni og var nærri dáinn
en ég sparkaði fast í manninn með ljáinn
það skemmdist ekkert nema stóra táin

.

swiming

.

Allt er þetta samkvæmt vana, orðum aukið hjá mér... rosalega skemmtileg ferð og gilið sem við sigldum í gegnum ægifagurt... ekkert svo hættulegt að sigla þessa á.

 


Á Cameldýri

Maður fer ekki til Egyptalands án þess að fara í reiðtúr á Cameldýri.

Við komum að Cameldýrunum þar sem þau lágu í sandinum og biðu spök eftir okkur... Arabi í hvítum serk tók á móti okkur... var líkur Abdúllah... ábyggilega bróðir hans... og heitir örugglega Muhamed...

Um leið og hann sá mig, greip hann í mig og teymdi að einu Cameldýranna og sagði; þú átt að fara á þennan... ég skildi samt ekki orðin, en þetta meinti hann, það var ljóst. Þetta var stærsta dýrið í hópnum, með stórt andlit og virtist frekar pirraður á íslendingunum sem voru að ónáða hann í eftirmiðdegislúrnum...

Við vorum að fara af stað í Camel reið.

Svo var farið á bak... Cameldýrin standa upp í þremur áföngum, hlykkjast einhvernveginn upp í loftið og eins gott að vera viðbúinn þegar það gerist.

Ferðin gekk eins og í sögu... Muhamed reif af okkur myndavélina og snérist í kringum okkur eins og skopparakringla í Arabasekk og myndaði í gríð og erg.

Við áðum eftir klukkutíma reið í Bedúínatjaldi, drukkum Míranda og Bedúína te, dísætt og ljúffengt... og svo var það vatnspípan á eftir... munaði engu að ég byrjaði að reykja í ferðinni... vatnspípurnar ferlega góðar... slökun í tjaldinu og kyrrðin algjör... held ég væri alveg til í að vera Bedúíni...

.

Bedúíni

.

Mikið svakalega var gaman að rölta um á þessum dýrum... við vorum mest megnið í fyrsta gír, en gáfum þó aðeins í smá stund til að sjá örlítinn hraða... 

Ekki beygja þessi dýr sig niður til að borða gras, því það er ekkert í eyðimörkum, en eitt dýranna teygði þig þó niður til að ná í  pappakassa sem lá í sandinum... ég trúði ekki mínum eigin augum þegar dýrið japlaði á pappakassanum og svo hvarf hann niður í maga...

.

 Camel

.

Rosalega skemmtileg ferð og ógleymanleg.


Okurbúlla Abdúlla

Jæja, þá er maður kominn úr fríinu.. Frábær ferð til Egyptalands í einu orði sagt.

Við lentum í mörgum ævintýrum þarna í Sharm El Sheik... eiginlega eins mörgum og við vildum. Þurftum bara að rölta okkur út af hótelsvæðinu og yfir á "Vesturbakkann" og þá var maður kominn í arabíska villta vestrið.

"Vesturbakkinn" kölluðum við svæði sem var hinum megin við umferðagötuna sem lá meðfram hótelinu hjá okkur. Þar voru arabar í röðum að reyna að selja okkur alls konar hluti. Og þar réði ríkjum hann Abdullah, miðaldra arabi í hvítum serk með svikul dökk augu.

Okkur langaði nú ekki í mikið af draslinu sem þarna var til sölu en vildum kaupa okkur bjór til að hafa í ísskápnum. Við spurðum Abdullah hvort hann seldi ekki bjór. Jú, jú hvað annað... ok... six beers please, söguðum við.  One minute, svaraði Abdullah... síðan sendi hann einhvern stráka sinna út í búðina hinum megin við götuna (búð sem við höfðum ekki séð og labbað framhjá)... hvað kostar svo bjórinn Abdullah?.... spurði ég og rétti honum 10 dollara.... Abbi var nú ekki alveg sáttur við það svo ég dró upp 20 dollara seðil og ætlaði að skipta við hann og fá 10 dollarana aftur til baka...

Karlinn hrifsaði til sín alla 30 dollarana og sagði;  dont worry dont worry.. ég gef ykkur til baka... svo fór hann inn í  búð og kom til baka með' vöndul af seðlum, Egypsk pund og rétti okkur. Okkur fannst Abdullah bara sanngjarn í viðskiptum og röltum til baka með þessa 6 bjóra í poka.

.

 arab

.

En þegar við fórum að skoða seðlana sem við höfðum fengið til baka, þá reyndust þetta bara vera örfá Egypsk pund.

Þetta var því dýrasti bjór sem íslendingur hefur nokkru sinni keypt... held þetta hafi verið aðalfréttin í Al Akhbar í Kairó daginn eftir.

Mér fannst ég heyra hláturinn í Abdullah fram eftir nóttu.

 


Farin í frí

... jæja, þá erum við að fara í brúðkaupsferðina langþráðu... en eins og sumir kannski muna þá er þetta annarra manna brúðkaup, við förum bara með sem öryggisverðir og skemmtikraftar

Ég hef aðeins verið að kynna mér land og þjóð og veit m.a. að það er þjóðflokkur sem býr í Sinai eyðimörkinni sem kallast Sandalar... fróðlegt... Sandalarnir eru ekkert sérstakir í fótbolta... skora bara eyðimörk...

.

aboriginal_people_photo

.

Veit einnig að það er hættulegt að panta sér desert á veitingastöðum... maður fær bara sandhrúgu á diskinn..

Það verður örugglega líka gaman að synda í Rauðahafinu. Þar eru víst engir hákarlar, ég er satt best að segja skíthræddur við hákarla..

Hótelið sem við verðum á heitir Hótel Shark.

.

 

.


Að fara á hausinn

... það eru kannski ekki allir sem vita hvernig orðatiltækið "að fara á hausinn" er tilkomið...

En ég get sagt ykkur það...

Hjá litlum bæ úti á landi er lítið fjall... lítil fjöll eru ýmist kölluð hólar eða hausar...

Í þessum bæ var fjallið kallað haus... þegar fólk var að berjast við fátækt og átti ekkert að borða, var oft gott að labba upp á hausinn og tína fjallagrös og ber... eða þá að nálgast Guð sinn meira og eiga við hann spjall...

Þeir sem voru illa staddir... fóru því á hausinn...

.

 silbury-hill-hdr-cc-tag-350

.

Smáa letrið:

Þessi saga er uppspuni frá fjallsrótum... ekki taka mark á henni... samin sérstaklega fyrir Halldór Tuðara bloggvin.


Lífið

... fátt er hollara ungum drengjum, fyrir utan það að missa móður sína, að missa föður sinn...

Eitthvað á þessa leið hefst Brekkukotsannáll...

Ég skrifaði fyrir margt löngu ritgerð um þessa bók... hef reyndar ekki lesið hana síðan, en þessi setning (fletti ekki upp á því hvort hún er rétt, bara eins og ég man hana) hefur aftur og aftur komið upp í hugann á mér í gegnum tíðina...

.

 father&son

 

.

Einhvern tíman var ég sammála þessu... börn hefðu bara gott af því að bjarga sér upp á eigin spýtur... og kæmust betur af í lífinu... en ég er það ekki lengur... held að ást, umhyggja, stuðningur fleyti börnum lengra...  en auðvitað verða ungar manneskjur að læra að standa á eigin fótum og læra að bjarga sér... en það er hægt að leiðbeina og kenna til að forðast að unga fólkið geri mistök... og hvað er yndislegra en að sjá ungt fólki á beinu brautinni í lífinu... áhugasamt um verkefni sín og geislandi af krafti...

Hef ekki hugmynd um af hverju mér datt þetta í hug núna í morgunsárið...

... skiptir ekki máli...

Þessi dagur er fallegur... ég ætla að njóta hans.

 


Guð og karlarnir

Ég heyrði sögu um tvo karla
ég kannaðist við þá en þekkti varla

Þeir voru að tala um góða veðrið
og studdu sig við rústrautt handrið

þá allt í einu fór að rigna
og birkitréin fóru að svigna

karlarnir hlupu á bak við hól
og reyndu að finna eitthvert skjól

Að stríða körlum er sko ekki bannað
Hugsaði Guð og glotti út í annað
 

.

god-mohawk-cartoon-character-zoom

.

 


Suðupotturinn, seinni hluti

... fyrir þá sem misstu af fyrrihluta leikritsins Suðupotturinn, þá er hann HÉR.

Í lok fyrri þáttar rauk Bjargey Björt inn í stofu til að skamma Geirsvan.

Bjargey Björt kallar : Geirsvanur!!!

Geirsvanur stekkur upp úr sófanum og hrópar á móti: Já, hvað er að?

Bjargey Björt : Hvað er að... þú ættir nú sjálfur að segja mér hvað er að.

Geirsvanur : Mér brá bara, það er ekkert að.

Bjargey Björt : OK skan... ég ætlaði ekki að bregða þér; hvað ertu annars að sjóða í pottinum?

Geirsvanur : Ég veiddi nokkra hettumáva í dag... ég ætlaði að koma þér á óvart og hafa hettumávasúpu í kvöld...

.

 gullblack1

.

Bjargey Björt : Ó, en þú æði... keyptir þú nokkuð hvítvín líka?

Geirsvanur : Já, uppáhaldið þitt, bjartasta vonin mín.

Bjargey Björt : En börnin, hvar eru þau?

Geirsvanur : Ég bað mömmu að passa þau í kvöld, ég tók nefnilega mynd á leigunni líka.

Bjargey Björt : Þú ert algjör klessa, elsku Geirsvanur.

Og svo kyssti hún hann rembingskossi á ennið.

Bjargey Björt og Geirsvanur borðuðu hettumávasúpu og drukku Tittarelli hvítvín með.

Tvö fjólublá kerti loguðu á milli þeirra.

.

 Tit%20white%20wine

.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband