United í góðum málum!

Það er ljúft að mega tapa fyrir litlu liðunum og vera samt öruggir með titilinn... Smile

Skrítinn leikur annars þar sem United var betri aðilinn allan tímann en fá svo á sig nokkur aulamörk...

Rauða spjaldið á Vidic var náttúrulega rugl...

Það mætti svo skrifa langan kafla um dómarann í þessum leik en ég sleppi því... ég er í fínu skapi.
En ég hef örugglega kafla um þennan dómara í ævisögu minni sem á að heita

"Ég og Alex"

En til hamingju Liverpoolarar... það hefur verið svo erfitt hjá ykkur upp á síðkastið að ég bara samgleðst ykkur!
.

 DogDrawing1

.

Brattur, aldrei sár... bara tapsár...


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Liverpool menn.Það er alveg með ólíkindum með United menn það er alltaf einhverjum öðrum að kenna en þeim sjálfum þegar ílla fer,það sannaðist nefnilega í þessum leik að þegar á móti blæs þá fer allt um koll hjá United mönnum og hjá Rooney þessi ummæli í gær lýsa manninum best(Ljóska)það er nefnilega þetta sem að gerir united menn bæði áhagendur og leikmenn hálfgerða kjána.... yfirlýsingarnar eiga að koma eftir leik...

lifið heil Glaður Liverpool maður

Baddi bestaskinn (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:11

2 identicon

Og hverjum voru ruglmörkin að kenna. Ekki var dómarinn í marki eða hvað?

Gauti (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Ólafur Árni Torfason

Baddi bestaskinn... Því miður verð ég að segja að mestu væluskjóðurnar eru nú Liverpool mennirnir þannig að satt best að segja ættuði að loka þverifunni. Góður og verðskuldaður sigur hjá Liverpool því að þú skorar ekki 4 mörk á móti sterkasta liði heims og spilar illa! Afar léleg frammistaða hjá mínum mönnum í dag, þá sérstaklega V.D. sar Rooney og Vidic... Við United menn getum þó huggað okkur á þvi að engir bikarar fara til nágranna okkar hjá liverpool ;)

Ólafur Árni Torfason, 14.3.2009 kl. 15:29

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Hmmmmm....þessi pistill er brandari er það ekki?

Guðmundur Björn, 14.3.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Fór hann ekki 1 - 4 í dag fyrir Liverpool   Þetta er svo sem ekkert nýtt, bara eðlilegt gegn þokkalegu liði    Við höfum þá sem sagt unnið þá 6 - 2 í vetur, fór ekki fyrri leikurinn 2 - 1 fyrir Liverpool.  Við eigum samt ekki að vera of brattir, við höfum aðeins á brattann að sækja, við eigum það til að gefa M. United nokkra stiga forskot með jafntefli við lökustu liðin, en nú hættum við þessari gjafmildi við geðvonda  strákinn sem hatar okkur, hann gæti farið að ímynda sér að hann "spili í besta liðinu"     Annars var þessi leikur fínn og áberandi hvað dómarinn var góður 

Páll A. Þorgeirsson, 14.3.2009 kl. 15:43

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Veruleikafirringin og smábarnaskapurinn hjá United-fólkinu ríður ekki við einteyming. Maður er rétt búinn að jafna sig á hláturskastinu yfir því hvað Manchester voru lélegir og þá fer maður að lesa delluna í íslensku áhangendunum og heldur áfram að hlæja. Meiru bjánarnir. Horfið þið á leikina gegnum bjórflöskubotna?

Y * N * W * A

Jón Agnar Ólason, 14.3.2009 kl. 15:50

7 identicon

Jæja til hamingju með heimsmeistaratitilinn ykkar Liverpoolmenn, nú getið þið verið ánægð með leiktíðina, hafið unnið United heima og heiman. United munu hinsvegar vinna deildina og jafnvel meistaradeild og bikar líka...

 innilega vona að United fái Liverpool í meistaradeildinni...

Ágúst (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 16:14

8 identicon

Pjúra rautt spjald á vidic samkvæmt knattspyrnulögunum.

Leikbrot sem leiða til brottvísunar:

hefur augljóst marktækifæri af mótherja, sem er á leið að marki leikmannsins, með leikbroti sem refsað er fyrir með aukaspyrnu eða vítaspyrnu

Báðar vítaspyrnurnar svo hárréttar

 Þannig að manjú menn verða að leita að öðrum sökudólgi en dómaranum í þetta skipti;D 

Binni (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 16:26

9 Smámynd: Brattur

Guðmundur Björn... hér eru aldrei brandara á ferðinni... bara húmor...

Páll A. ja... fínn leikur... ekki svo... hefði alveg eins getað endað 4-4 og þá hefði hann verið fínn...

Jón Agnar... ég horfði á leikinn í gegnum bjórdós...

Ágúst, já vonandi fáum við Liverpool í meistaradeildinni... þá erum við öruggir áfram...

Brattur, 14.3.2009 kl. 16:28

10 Smámynd: kop

Eins og venjulega á Old shithouse, reyndi dómarinn að hjálpa manjú, endalausar aukaspyrnur fyrir ekki neitt, en allt kom fyrir ekki. Eini sem var í rugli var Vidic.

Ég vil endilega fá manjú í CL.

Allt í góðu Brattur, ennþá vinir erþaekki?

kop, 14.3.2009 kl. 16:30

11 Smámynd: Brattur

Binni... er ekkert að leita að sökudólgi... fannst Liverpool ekkert sérstakir... ég sver það... það var bara slys og þau gera ekki boð á undan sér...

Svo er ég bara tapsár líka... það er svo sjaldan að við United menn töpum... ég er ekki í neinni æfingu...

Brattur, 14.3.2009 kl. 16:32

12 Smámynd: Brattur

KOP jú allt í góðu, segi eins og einn bloggvinur segir stundum... mínir bestu Liverpoolarar eru vinir...  og ég skal viðurkenna bara fyrir þér að Vidic og Evra voru alveg á hælunum í þessum leik...

Brattur, 14.3.2009 kl. 16:34

13 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hefði aldrei geta farið 4-4 þar sem utd átti bara 3 skot á ramman á móti 5 hjá LIVERPOOL.

Páll Geir Bjarnason, 14.3.2009 kl. 19:42

14 Smámynd: Brattur

... en eitt skotið hefði geta farið í Sammy Lee og breytt um stefnu og skoppað í markið... var Sammy kannski ekki með í dag?

Brattur, 14.3.2009 kl. 20:23

15 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þið hefðuð getað unnið, en gerðuð það ekki. Voruð langt frá því gegn betra liði!

Páll Geir Bjarnason, 14.3.2009 kl. 22:48

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmm, jákvætt vinarpepp...

Leikvangurinn var jafn vel grænn & spjaldið var vel rautt.

Ha ?

Steingrímur Helgason, 15.3.2009 kl. 00:11

17 Smámynd: Brattur

Páll Geir... nei... við unnum ekki... en vinnum samt... deildina í vor... þá verður gaman... gaman... gaman...

Steingrímur... þú kannt sko að hughreysta... ég vildi samt að leikvangurinn hefði verið rauður og spjaldið grænt... takk fyrir huggið...

Brattur, 15.3.2009 kl. 00:30

18 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Brattur...

Ekki einu sinni heldur tvisvar hafið ÞIÐ LÚÐARNIR í MAN lútið í lægra haldi fyrir BESTA FÓTBOLTA LIÐI Í HEIMI . Það dásamlega við að sigra þennan SPASSAKLÚBB sem þú heldur með er hvað aðhangendur liðsins eru svo TAPSÁRIR.

núna var það heima dómari ... en ÚTIDÓMARI.

Brynjar Jóhannsson, 15.3.2009 kl. 01:01

19 Smámynd: Brattur

Brylli ég fer ekkert ofan af því að leikurinn var jafn og United ívið betra ef eitthvað var... í stöðunni 1-2 þar sem öll mörkin höfðu verið afar klaufaleg, þá var Vidic rekinn útaf... MJÖG harður dómur... á móti 10 mönnum bættuð þið svo við 2 mörkum... ekkert glæsileg spilamennska hjá Liverpool... en svona geta hlutirnir æxlast... lífið er ekki alltaf sanngjarnt og hvað þá fótboltinn...

Brattur, 15.3.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband