Hugurinn

Þá er komið að sunnudagshugvekjunni.

Hafði þið velt því fyrir ykkur hvað hugur ykkar er sterkur. Hann tekur ákvarðanir um hvert lappirnar á okkur ætla að ganga í dag. Hann tekur ákvarðanir um hvað við ætlum að segja í dag. Hann tekur ákvarðanir um hvað við ætlum að gera í dag.

Kannski segir hann; best að vera latur í dag. Og þá án þess að þú ráðir nokkuð við það hendir skrokkurinn sér upp í sófa og liggur þar í leti lungað úr deginum.

Kannski langar þig virkilega að slappa af í dag en þá er hugurinn ekki á sama máli og vill fara í sund. Það er sama hvað þú segir í sund skaltu fara því hugurinn ræður för.

Kannski ertu í megrun og ætlar virkilega að standa þig en hugurinn kallar á sælgæti. Það endar með því að þú úðar í þig súkkulaði og lakkrís þangað til þú færð sykursjokk.
.

 brain-763982-1

.

Svo er sagt að hugurinn beri þig hálfa leið... þetta er náttúrulega alrangt... ég hef þurft að ganga sjálfur þangað sem ég vil fara og það er ég sem burðast með þennan blessaða huga daginn út og daginn inn.

En hann (hátt hreykir heimskur sér) situr í toppstykkinu og snýr mér í hringi sér til ánægju.

Með óskum um að dagurinn verði ykkur góður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Dagurinn í dag er góður, get samt ekki hætt að hugsa um gærdaginn, sem var hreint frábær. Já og reyndar síðasta vika bara.

Jæja, en það þýðir ekkert að dvelja við fortíðina of lengi.

Njótum dagsins.

Bestu kveðjur í Sparisjóð Grínista.

kop, 15.3.2009 kl. 15:00

2 Smámynd: Brattur

Takk fyrir innlitið Kop... alveg sammála þetta með fortíðana... er þegar búinn að gleyma því að það var laugardagur í gær ... svo ég nýt bara dagsins í dag eins og þú glaði púllari...

Ég skila kveðju til sparisjóðsstjórans...

Brattur, 15.3.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Aldrei leiddi ég hugann að þessu!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.3.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þegar allir sofna eiga þeir daginn í gær. Morgundagurinn er ekki sjálfsagður hlutur. Þetta hafa mér sagt menn/konur, sem dóu í gær.

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2009 kl. 02:48

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta var nú kannski óþarflega djúpt, hér á undan, en ég get svarið það að hugurinn fer stundum framúr manni/konu og gerir manni lífið leitt. Um daginn ætlaði ég til dæmis að fara í Hagkaup að kaupa þykka uppþvottahanska, en úti í bíl áttaði ég mig á því að ég hafði keypt tjald, svefnpoka og reiðhjól, en enga hanska. Rétt náði í Krónuna áður en þeir lokuðu, en þar áttu þeir einungis "medium"

Halldór Egill Guðnason, 16.3.2009 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband