Hreinsun BB & Co.
1.2.2009 | 21:40
Mér fannst einmitt Jóhanna brillera á blaðamannafundinum í dag og einnig í viðtalinu hjá Elínu Hirst á RUV.
Björn er greinilega bara tapsár og hendir ónýtum snjóboltum í Jóhönnu. En það dugar ekki til. Mér líst rosalega vel á þessa ríkisstjórn með Jóhönnu í broddi fylkingar.
Tilfinningin er eins og þegar það er nýbúið að skúra heima hjá mér og hreingerningarilmur út um allt.
Þessi ríkisstjórn á eftir að segja okkur sannleikann, það er annað en hægt var að segja um Sjálfsstæðisarminn í stjórninni sem nú er farin langt út í hafsaugað.
Hugsið ykkur að vera laus við BB - Geir H - Árna Matt. og Þorgerði Katrínu... þetta er fólk sem manni fannst alltaf vera að segja ósatt og tók ekki á þeim málum sem þurfti að taka á til að hjálpa almenningi í landinu... hugsaði bara um eigin flokk og eigin hagsmuni...
þvílíkur léttir... mikið held ég að ég sofi vel í nótt.
.
:
![]() |
Birni þótti lítið leggjast fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
einu tók ég eftir , ég meina eftir að BB yfirgaf dómsmálaráðuneytið.. kannski tilviljun samt.. en það var að á mótmælunum á austurvelli sl laugardag var ekki einn einasti lögreglumaður sjáanlegur.. en eftirlitsmyndavélarnar voru á iði allan tímann...
Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 22:12
Já, BB komst aldrei út úr kaldastríðinu og langaði svo mikið að hafa her... þarna komst hann næst því... hugsaðu þér ef BB hefði verið búinn að vopna lögregluna með rafbyssum eins og hann dreymdi svo um...
Brattur, 1.2.2009 kl. 22:20
Bless BB, megir þú aldrei koma nálægt ábyrgðarverkum fyrir hönd þjóðarinnar aftur, og megi Morgunblaðið skipta algjörlega um eigendur sem ekki munu birta pistla eftir þig eins og um eitthvað merkilegt sé að ræða!
Stefán (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:44
Já.. hann er tapsár því hann svaraði fyrir sig eftir lygar frá Jóhönnu. Í guðanna bænum farðu að mótmæla eða eitthvað.
hs, 1.2.2009 kl. 23:05
Hver er tapsár hs?
... oftast er það sá sem tapar, en ekki sigurvegarinn...
Brattur, 1.2.2009 kl. 23:24
Sumir kunna ekki að sigra.
Stebbi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.