Sannleikurinn í skápnum

... var að spá í hvort maður átti sig alltaf á því hvað sé rétt og hvað sé rangt... hvað sé satt og hvað sé logið... sannleikurinn getur oft verið einfaldur þó ekki sé allt sem sýnist.... sá sem segir satt getur litið lygilega út... skoðum þessa sögu...

Kona ein keypti sér nýjan fataskáp, ætlaði að koma manni sínum á óvart þegar hann kæmi heim úr vinnunni um kvöldið... með í kaupunum fylgdi uppsetning á skápnum... samsetningamaður kom á staðinn og setti skápinn saman inn í svefnherbergi þeirra hjóna og fer svo...  en svo gerist það nokkru seinna að strætó keyrir framhjá og skápurinn fellur í sundur... konan hringir með það sama í verslunina og segir hvað gerst hafði... samsetningamaðurinn kemur aftur og skilur ekkert í þessu...
.

 SSPCO8C

.

... setur skápinn saman aftur og segir við konuna; ég ætla inn í skápinn og sjá hvað gerist þegar strætó keyrir næst framhjá... hann fer inn í skáp og lokar...

En þá gerist hið óvænta... húsbóndinn kemur heim og finnur konuna í svefnherberginu þar sem hún situr á rúminu og horfir á skápinn... hva... bara nýr skápur segir maðurinn og sviptir upp hurðinni á nýja fataskápnum...

... samsetningamaðurinn stendur hálf aumingjalegur og horfir á eiginmanninn sem nú var farinn að skipta litum... hvern andsk... ert þú að gera þarna... hreytir húsbóndinn út úr sér...

Samsetningamaðurinn stamar... ég, ég er bara að bíða eftir strætó.

.

 critts_closet_5

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Góð saga...

Guðni Már Henningsson, 15.11.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

 ...

Gísli Hjálmar , 15.11.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband