Sleðabankinn

... Einu sinni voru þrír rosknir andar sem voru hættir að vinna, en langaði samt að vinna svona hálfan daginn áður en þeir settust í helgan stein...

Þeir ákváðu því að stofna fyrirtæki sem smíðaði sleða, svona gamaldags snjósleða... Á sumum stöðum voru slíkir sleðar kallaðir dragsleðar (framborið drasssleðar)...

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá voru þessir dragsleðar ekki fyrir svokallaðar dragdrottningar, enda sú tegund fólks ekki til í þá daga, held ég.

.

 Sledge-2

.

En rosknu vinirnir þrír sem hétu, Þverrandi, Dvínandi og Vínandi stofnuðu fyrirtæki sem þeir nefndu "Sleðabankann"

Vínandi var þeirra frekastur og réði í raun öllu, hvernig sleðarnir voru smíðaðir, verðlagðir og markaðssettir. Þverrandi og Dvínandi unnu öll verkin þöglir og þolinmóðir. Vínandi reif hinsvegar kjaft við gesti og gangandi þegar hann mátti vera að því að vera í vinnunni.

Hann hélt nefnilega að hann væri skáld og var alltaf að yrkja.
Hér er sýnishorn af skáldskap hans:

Endurnar á tjörninni
þær synda í kvöldsins blæ
Af hverju er hann Björn inni
en ekki úti á sæ?

.

 open_book

.

Þeir andarnir kunnu ekkert að smíða sleða, en töldu það samt enga hindrun.

Framleiðslan gekk ekki vel. Sleðarnir voru allir skakkir og ljótir og runnu ekkert í snjó. Enda var engin sala. Vínandi var einnig svo leiðinlegur við þá fáu kúnna sem komu að skoða, að viðskiptavinirnir hrökkluðust í burtu án þess að kaupa nokkuð.

Sleðarnir ljótu hrúguðust því upp á lagernum hjá þeim í Sleðabankanum, þar til þeir urðu að kaupa sér stærra lagerhúsnæði. Þeir héldu framleiðslunni áfram á fullu og fylltu nýja plássið einnig af forljótum sleðum.

Þetta ævintýri þeirra andanna endaði auðvitað með því að þeir urðu andlausir og fóru á höfuðið.

Saga þessi kennir okkur að það borgar sig ekki að vinna við það sem maður hefur enga þekkingu á.
Þá er betra að vera bara heima hjá sér og skrifa ljóð um endur.

.

 ducks-787976

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Nákvæmlega!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 11.10.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband