Er nauðsynlegt að drepa þá?

... skil ekki af hverju verið er að berjast fyrir því að fá að veiða hvali... það er með engu móti hægt að selja nema lítilsháttar magn af hvalkjöti á innanlandsmarkað... Japansmarkaður er lokaður og hvalkjöt sem sent var til Japans í fyrra að verðmæti eitthvað á annað hundrað milljónir er að skemmast í geymslu þar ytra... Japanskir hvalveiðimenn hafa komið málum þannig fyrir, að ekki er möguleiki að flytja inn hvalkjöt til Japans... punktur...

... ef hvalveiðar eiga að halda áfram við Íslandsstrendur, þá verður bara að gera út á sportið... selja ríku fólki veiðileyfi til að leika sér að drepa þessar skepnur... við komum aldrei til með að selja hvalkjöt að neinum marki...

... viljum við það???

.

subsistence-whale-hunt_2078

.


mbl.is Leggja áherslu á hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er á móti hvalveiðum hér við land eins og er.

Nei takk enga ríka karla hingað til að leika sér með þessar skepnur.

Edda Agnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Brattur

... ég er líka á móti hvalveiðum og hef lengi verið... allt frá því að 5% þjóðarinnar voru bara á móti... nú hefur það mikið breyst og fleiri og fleiri sem sjá tilgangsleysið í hvalveiðunum...

Brattur, 4.9.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Gulli litli

Ég styd hvalveidar og reyndar allar veidar í hófi. Tel þetta spurningu um jafnvægi í náttúrunni. Ég er líka gamall togarakall og hef séd þvílík ógrynni eru til af þessum skepnum sem eru í samkeppni vid okkur um fisk til ad borda. Veida allt og lítid af öllu!

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Brattur

... já Gulli... en það sem mér finnst verst í þessu er að það er ekki hægt að selja allt þetta hvalkjöt... og svo held ég að við mennirnir séum ekki nógu klárir til að stjórna náttúrunni... hún hefur alltaf séð um það sjálf og mun gera áfram... hvalirnir átu ekki upp allan fiskinn áður en maðurinn hóf að veiða hval... þá var "sjálfvirkt" jafnvægi í náttúrunni...

Brattur, 4.9.2008 kl. 21:57

5 identicon

"hvalirnir átu ekki upp allan fiskinn áður en maðurinn hóf að veiða hval"

Jú reyndar gerðu þeir það.

Sigurður Helgi (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Brattur

... nú segir þú mér fréttir Sigurður Helgi... er þá enginn fiskur í sjónum lengur?

Brattur, 4.9.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Gulli litli

Eins og ég segi; veida allt og lítid af öllu...

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 22:45

8 identicon

Ég er á móti því að veiðarnar séu styrkar... en ef einkaaðilar vilja gera þetta á eigin forsendum af hverju á þá að banna það? Þeirra vandamál ef það er ekki hægt að selja þetta.

Eigum við að banna allt sem selst ekki? Leyfum markaðslögmálunum að ráða.

Geiri (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband