Próf
31.8.2008 | 10:46
.
.
Nú ætla ég að segja ykkur söguna af því þegar ég var lítill drengur og átti að fara í lestrarpróf.
Ekki veit ég hvernig þessi próf eru gerð í dag, en í þá daga var lagt fyrir blað sem átti að lesa af og kennarinn var með skeiðklukku... svo var lesið eins hratt og maður gat og helst rétt þar til tíminn var búinn... þetta var hrikaleg keppni við klukkuna og spenna í loftinu...
Próf
"Farið þið með faðirvorið
drengir mínir
þá gengur ykkur vel"
Svo mælti mín guðhrædda amma.
Lestrarpróf í skólanum
og við með í maganum
krakkarnir kölluð inn í skólastofuna
í stafrófsröð.
Faðir vor þú sem ert á himni...
Þér rétt blað
í sveitta lófa.
Ógnvaldurinn á borðinu:
Skeiðklukkan.
... því að þitt er ríkið
mátturinn og dýrðin
að eilífu am...
BYRJA!
En faðir vor
breytti litlu.
Okkur gekk ekkert betur.
Vorum svona
fyrir ofan og neðan
miðjumenn.
En helvítið hún Pálína
efst eins og alltaf.
Ekki vissum við til
að hún færi með bænir.
Athugasemdir
skemmtilegt.
Gulli litli, 31.8.2008 kl. 10:49
...ég man......úff....!!!
Skemmtilega samansett og skondið ljóð hjá þér!
Bergljót Hreinsdóttir, 31.8.2008 kl. 11:21
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.8.2008 kl. 12:33
:)
Einar Indriðason, 31.8.2008 kl. 12:59
Ég var mjög ánægð með útkomu úr fyrsta lestrarprófinu mínu..... ég fékk 13 og geri aðrir betur. Það vakti líka bara kátínu hjá öllum þegar ég sagði frá því og ég hélt að allir SAMGLEDDUST mér...... ég lærði að taka tillit til kommunnar seinna. Þá vissi ég af hverju fólk hafði verið svona kátt þegar ég LAS útkomuna úr prófinu.
Marta Gunnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.