Mörgæsamaðurinn

... hann var kominn upp í rúm... tók með sér mörgæsabókina sína...  það var svo notalegt að skríða undir sængina og draga upp að höku... hann hafði klætt sig í kjól og hvítt eins og venjulega á föstudagskvöldum...

Honum fannst fátt betra þessi kvöld en að vera undir sænginni og lesa um mörgæsirnar sem vöppuðum um í fimmtíu stiga frosti á Suðurskautslandinu... ...hann var þakklátur Guði fyrir að hafa ekki látið sig fæðast sem mörgæs... undir sænginni leið honum eins og mörgæsarunga á fótum mömmu sinnar með heitan maga hennar yfir sér...

... þrátt fyrir að hann var feginn að vera ekki mörgæs, blundaði í honum draumur um að fara í ferð á Suðurskautslandið og dvelja meðal mörgæsa... hann hafði ekki imprað á þessu við nokkurn mann... var viss um að hann yrði talinn galinn...

... það var bara einhver þrá í honum að kynnast þessum dýrum betur... einhver vöntun myndu sálfræðingar segja...

... hann lagði frá sér bókina og lokaði augunum... sá fyrir sér mörgæsahóp þjappa sér saman í nístings vindi... hópurinn myndaði hring, dýrin hlýjuðu hvort öðru...

... hann teygði sig í auka sængina og faðmaði hana að sér...

.

 pingvin03

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nei, hingað & ekki lengra !

Nú heimta ég að konudýrið mitt klæði sig í kjólföt mín rétt undir blánóttina !

(Takk fyrir nýblætið!)

Steingrímur Helgason, 29.8.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Mörgæsir eru örugglega ekki það versta sem getur hent mann....en tilhugsunin um að vera mörgæs er pínu klikkuð....segi ekki mier...

Bergljót Hreinsdóttir, 30.8.2008 kl. 15:56

3 identicon

Mörgæsir eru svo falleg dýr

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Gulli litli

Mörgæsir minna á bankastjórnendur..

Gulli litli, 31.8.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband