Bloggið

... nú er ég í sumarfríi og nýt þess að sofa út á hverjum morgni... vera latur og gera ekki mikið... kann bara ágætlega við það...

... var að hugsa um bloggið og hvað ég væri að skrifa þessa dagana... hef tekið törn í því að blogga við fréttir síðustu daga, en það hef ég nánast ekkert gert hingað til... er svo sem ekkert sérlega ánægður með þá þróun... finnst ég ekki góður í því... finnst það eiginlega ekkert gaman...

... finnst lang skemmtilegast þegar mér tekst vel til með smásögur, instant sögurnar mínar... langaði einhvern tíman að verða rithöfundur, en myndi aldrei nenna að skrifa langa sögu... smásögur eru mínar ær og kýr... ætli ég haldi mig ekki bara mest við gamla stílinn og skrifi bara litlar sögur og ljóð framvegis, og örugglega eitthvað um Man. United... og einstaka skemmtilega frétt... veit ekki...

.... stundum þegar ég hef sett inn sögu, sem ég er ánægður með... eins og þessa hér... reikna ég með að fá 1000 komment og öllum finnist sagan algjört æði... en ég veit að það gerist ekki, hehe... en oft fæ ég hrós frá fáum en góðum bloggvinum og það er mér mikils virði... og heldur mér gangandi í þessu...

.

fairytalesH

.

... en bloggheimurinn er magnaður og fjölbreyttur og gaman að sjá hvað fólk er að hugsa og pæla... margir eru beinskeyttir og láta málefni líðandi stundar sig varða, vekja mann til umhugsunar, aðrir eru hjálpsamir og vekja athygli á þeim sem eiga um sárt að binda... hef kynnst góðu fólki og skemmtilegu
svo góðu og þroskuðu fólki að ég á stundum ekki orð... fólk sem bætir mann á allan hátt...

... og batnandi manni er best að lifa... og gott ef ég er ekki aðeins að skána..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Haltu bara áfram að skrifa frá hjartanu....

Gulli litli, 11.8.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst líka skemmtilegast þegar þér tekst vel til með smásögur! En þú gleymdir alveg að minnast á hvað þú ert þakklátur fyrir að hafa kynnst mér.... Héðan í frá fer ég fram á að þú endir hverja færslu á: "Ennfremur er ég afara feginn að hafa kynnst Hrönn....."

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, þú heldur að batnandi manni sé best að lifa og að þú sért að skána. Þér líður þá ekki eins og manninum sem sagði: "Aristoteles er dauður, Napoleon er dauður og sjálfur er ég dáldið sloj..."  

Ég hef gaman af sögunum þínum. Þessi sem þú birtir hér sýnir einmitt, hversu oft við eyðileggjum núið með því að hafa áhyggjur af morgundeginum. Við erum oft að kvíða deginum sem aldrei kemur. En slíkt og þvílíkt er nú eðli kvíðans...kvíði fyrir því sem getur orðið og mögulega kemur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:05

4 Smámynd: Einar Indriðason

Ágætis orðskýringar líka :-)

Einar Indriðason, 12.8.2008 kl. 08:43

5 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Mér finnast einmitt skrítnu sögurnar þínar svo skemmtilegar! Eða skemmtilegu sögurnar skrítnar? Allavega hef ég gaman af þínum einstaka stíl... Og ég veit, ég er hundléleg í kvitteríinu, en tek þó syrpur af dugnaði inn á milli, hemhem... (segjum það allavega...)

Sigríður Hafsteinsdóttir, 17.8.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband