Líf eftir ţetta...
26.7.2008 | 09:15
... var ađ spekúlera ef ég fćddist aftur á ţessari jörđ og yrđi ţá annađ hvort ávöxtur eđa grćnmeti, hvađ vildi ég ţá helst vera...
Kálhaus... neiiiii.... ţađ lítur eitthvađ svo illa út... held ađ ţeir hugsi svo smátt...
Laukur... já, kemur til greina... laukur ćttarinnar...
Rauđlaukur... já, ef ég vćri indíáni...
Hvítlaukur... ef ég vćri ekki svertingi...
Blađlaukur... eins og blađamađur... ekki svo slćmt...
Banani... hmm... er ţađ ekki svolítiđ apalegt...
Ástríđuávöxtur... af ţví ađ ég held međ Man.United... nei... of óţjált...
Stjörnuávöxtur... nei... held ţađ sé leiđinlegt ađ vera stjarna...
Agúrka.... nei, of auđvelt ađ uppnefna, er ekkert ađ frétta, bara gúrkutíđ?
Plóma... svolítiđ krúttlegt
Melóna... ahh...
Nektarína... veit ekki... eins og mađur sé alltaf klćđalaus...
Tómatur... ţá yrđi ég uppnefndur tómur..
Kartafla... ţá yrđi ég settur í skóinn fyrir jólin...
Sveppur... ekkert betra en kálhaus...
Villisveppur... miklu betra... enda ég svolítiđ villtur...
Cherry tómatur... ekki svo slćmt... ef ég vćri róni
Avocado... líst vel á ţađ... ţá myndi ég kalla mig Greifinn af Avocado....
Já, gamli ţarna uppi... ef ţú ćtlar ađ láta mig fćđast aftur... hafđu mig ţá Avocado...
.
.
Athugasemdir
Ţú ert aldeilis búinn ađ skemmta mér. Ég datt óvart inn á ţitt blogg og las mig áfram aftur á bak en samt sat ég! Ţá datt mér í hug ađ ţú vissir manna best hvernig hugtakiđ "blátt áfram" varđ til.
Megir ţú lengi lifa.
Ragnheiđur Benediktsdóttir (IP-tala skráđ) 26.7.2008 kl. 10:31
Ţetta er líklega alveg rétt, viđ fćđumst aftur sem grćnmeti, ávöxtur eđ einhver jurt!
Ţađ var einn sem fékk ekki friđ viđ ađ gróđursetja eđa sá sjálfum sér til nćsta lífs í góđu fjalllendi á dögunum.
Edda Agnarsdóttir, 26.7.2008 kl. 13:18
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 26.7.2008 kl. 19:39
Ţetta er eina nafniđ sem ţú hefur EKKI á íslensku, Brattur! What gives? Myndirđu ekki vilja vera... lárpera?
Lára Hanna Einarsdóttir, 26.7.2008 kl. 21:20
Brattur vinur minn getur ţakkađ fyrir ađ ţú fékkst ekki sömu trakteringar og ég fékk frá syni mínum í gćr ţegar ég kom stoltur heim úr klippingu. Stubbur sagđi ađ ég vćri eins og Kíwi !
Humm getur svo sem passađ m.v ţađ sem ég "greiddi" fyrir klippinguna
Gunnar Níelsson, 26.7.2008 kl. 22:13
Ađ spekúlera í ţví hvađ mađur verđur í nćsta lífi er ekkert annađ en sóun á tíma í ţessu lífi Brattur minn, en ţar sem ţú ert svona eitthvađ svo mikill hugsuđur, skil ég alveg ađ ţú skulir hugsa um ţetta. Ég hef til dćmis engar áhyggjur af ţví hvort ég verđ fluga eđa paprikka í nćsta lífi og búinn ađ breyta síđunnni minni í samrćmi viđ ţađ.
Halldór Egill Guđnason, 27.7.2008 kl. 03:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.