Fiskisaga fyrir unga.

Flýgur fiskisagan... hvaða saga er það hu?

Einu sinni var fiskur. Hann var öðruvísi en allir aðrir fiskarnir í sjónum, hann var gulur og þybbinn, með fjólublá augu. Hann vissi ekki sjálfur hvernig fiskur hann var. Hann átti líka við annað vandamál að glíma. Hann var nefnilega oft sjóveikur í vondum veðrum. Þá varð honum flökurt og gubbaði grænu.

En hann vildi mikið vita hvernig fiskur hann væri og hvort hann ætti mömmu og pabba eða aðra ættingja.

Hann synti því um sjóinn á milli hinna fiskana og spurði; er ég ýsa? Fiskarnir hristu sporðinn, en það þýðir nei á fiskamáli. Er ég karfi, er ég þorskur, er ég ufsi  er ég marhnútur, er ég lax?

En allir fiskarnir hristu bara sporðana sína og vissu ekkert hvernig fiskur þetta var.

Að lokum hitti litli guli sjóveiki fiskurinn gamlan steinbít. Hann var aðeins með þrjár stórar tennur uppi í sér, mógular.

Þú er svokallaður Korpulafi, en þeir eiga sko heima í Suðurhafi, sagði steinbíturinn og hélt áfram; þú hefur villst að heiman, því nú ert þú langt norður í Atlantshafi. Þú ert sjóveikur af því að þú þolir illa þennan kalda sjó, lítli Korpulafi. Þú verður að vera í hita.

Guli fiskurinn varð mjög glaður að heyra hver hann væri. Kærar þakkir gamli steinbítur sagði hann. Í hvaða átt er Suðurhaf? Steinbíturinn benti í hina áttina með stærstu tönninni, þarna sagði hann. Þú þarf að synda í þrjár vikur og þrjá daga, þá kemur þú heim til þín. Drífðu þig nú af stað og passaðu þig á hákörlunum.

 

Að vera fiskur

er sko enginn leikur

sérlega ef maður

er sjóveikur

.

 fish2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Níelsson

Það er ekki gott að vera syntur sem steinn það er þó alveg ljóst. Korpulafa þekki ég reyndar ekki en hvað ætli hann taki ?

Bestu kveðjur á slóðir Skallagríms.

Gunnar Níelsson, 16.7.2008 kl. 21:59

2 Smámynd: Brattur

Blessaður Mr. Nelsson, gaman að heyra frá þér...

Korpulafinn tekur yfirleitt stóra þríkrækju... siflraða... bestu kveður til norður til þín...

Brattur, 17.7.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband