Talandi steinar

Er hægt að segja þeim sem aldrei segir neitt að þegja?

Við segjum oft, steinþegi þú, eða grjóthaltu kj...

Einu sinni rakst ég reyndar á steinvölu sem talaði... ég var á gangi í fjöru og tók hana upp... ætlaði að fleyta kerlingar með henni... var kominn í fleytikerlingastellinguna og var að fara að henda þegar hún hrópaði...

Ekki henda mér, ekki henda mér... ég hætti snarlega við í miðri sveiflu... og leit á svartan steininn í hendi mér... furðu lostinn... og sagði; hva... talandi steinn...

Já, sagði steinninn, ég tala... allir steinar tala... það eru bara ekki allar manneskjur sem geta heyrt í okkur...

Ó, sagði ég... hvernig fólk er það sem getur heyrt ykkur steinana tala...

Það er bara fjólublátt fólk sem getur heyrt í okkur... sagði litla steinvalan...

En ég er ekki fjólublár... sagði ég hálf hneykslaður... jú, vinur minn, þú ert sko fjólublár...

Ég leit á hendur mínar og hrökk við... þær voru fjólubláar... ég stakk steininum í vasann og hljóp að bílnum... móður og másandi settisti ég í bílstjórasætið og leit í spegilinn... var þetta ég?... fjólublátt skelkað andlit... svitastorkið...

...ég vaknaði við það að kötturinn sleikti mig í framan... úff, hvað ég var feginn, þetta var bara draumur...

Ég rölti fram í eldhús á móti rjúkandi kaffiilminum... þar sat ástin mín og drakk morgunkaffið sitt og las blað... horfði á mig og sagði; æi... ertu þá loksins vaknaður kallinn minn, ég vildi ekki vekja þig...

... þú svafst eins og steinn...

.

 Stone-Sets

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Einar Indriðason

:-)

Einar Indriðason, 10.7.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta eru snilldar sögur sem þú skrifar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.7.2008 kl. 08:19

4 Smámynd: Ragnheiður

Talandi steinar ? það er alltaf að gerast heima hjá mér og ég er ekkert fjólublá, fór spes ferð í spegilinn núna að gá að því.

Heldurðu að það skipti einhverju máli að maðurinn minn heitir Steinar ?

Njah örugglega aukaatriði hehe

Ragnheiður , 11.7.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Brattur

... takk fyrir hrósið, gott fólk... gaman að vita af Því að einhverjum finnst gaman að þessum instant sögum mínum...

Ragnheiður, gott að þú ert ekki fjólublá... held maður skeri sig of mikið úr fjöldanum þannig... og það vilt þú ekki frekar en ég... það er líka fínt að Steinar tali... svona í hófi a.m.k.

Brattur, 11.7.2008 kl. 13:01

6 identicon

 að steinar tali.hummm er ekki til lyf við því hahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:35

7 identicon

Ef ég man rétt þá er til bók sem að heitir Steinarnir tala............. Kanski þú ættir að lesa hana.

ej

edda (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:44

8 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

 Góð saga og myndin líka.

Marta Gunnarsdóttir, 12.7.2008 kl. 17:38

9 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þetta, ekki vondur litur fjólublár....

Guðni Már Henningsson, 13.7.2008 kl. 22:47

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þar sem ég er nú kallaður 'Steini' & er málóður þá þýðir 'Steinhaltu kjafti' eða 'Steinþegiðu' annað heima hjá mér en þér.

Purrpurrinnðinn...

Steingrímur Helgason, 14.7.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband