G

Skrítið í seinni tíð hvað stafurinn G hefur verið notaður á undan ýmsum nöfnum.

G-mjólk
G-rjómi
G-8 (einhver alþjóðleg karlasamtök)

Má ekki fara búast við G-bjór, G-brennivíni og G-rabarbarasultu?

Vinur minn heitir Gísli, hann benti mér á þetta og sagði jafnframt að hann vildi skíra landið okkar upp á nýtt.

Og hvað vildi hann svo að landið myndi heita?

Jú, auðvitað:

G-Ísland

.

letter-g

.

 

 

Smáa letrið: Gísli vinur minn er nú ekki með háan húmorstandard. Ég vildi bara að þið vissuð það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

G-strengur, G-blettur.

allt vaðandi í géum

Brjánn Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 23:08

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:08

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gísland er gott.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta með G-strenginn.... hvernig er hægt að fá G út úr þessu fyrirbæri? Sama hvað ég reyni, ég fæ aldrei annað en T.

Halldór Egill Guðnason, 11.7.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband