Tjakkurinn
17.6.2008 | 23:40
Þið þekkið söguna um manninn sem var að keyra út á landi. Það sprakk (punkteraði) á bílnum hjá honum. Hann leitaði í bílnum en fann engan tjakk.
Hann ákvað því að ganga á næsta bæ og biðja bóndann að lána sér tjakk. Á leiðinni fór hann að hugsa.
.
.
"Þetta er örugglega einhver afdankaður bóndi sem býr þarna, skapvondur og vitlaus. Ætli hann vilji nokkuð lána mér tjakkinn sinn"?
Á leiðinni að bænum hélt hann áfram að hugsa á sömu lund. Þessum bónda rugludalli er ábyggilega ekkert um það gefið að fá ókunnuga heim á hlað. Hann verður ábyggilega bara pirraður út í mig og neitar að lána mér tjakk.
Á þessum nótum hugsaði okkar maður stöðugt. Hann var orðinn öskuillur þegar hann bankaði á dyrnar á bænum. Þegar saklaus bóndinn kom til dyranna, öskraði vinurinn áður en bóndinn gat sagt eitt einasta orð.
"Eigðu þennan helv... tjakk þinn bara sjálfur...
.
.
Athugasemdir
Paranojan á fullu!
Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 01:25
Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 06:45
Eitthvað að hugarfarinu hjá þessum.
Erum við alltaf jákvæð? Nei, tildæmis hélt ég fram á síðustu stundu að þeim tækist að bjarga ísbirnunni.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.6.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.