Stólar
3.3.2008 | 07:48
Hafið þið tekið eftir því að það eru stólar, eða sæti út um allt... í leikhúsum, í bíóum, á fótboltavöllum, já bókstaflega út um allt... í öllum stærðum og gerðum...
.
.
.. mikið ofboðslega notum við fæturna lítið... yfir nóttina liggjum við endilöng og göngum yfirleitt ekki mikið, nema þá þeir sem ganga í svefni... svo vöknum við og gerum morgunverkin... sturtum okkur og tannburstum... svo fáum við okkur morgunverð... og þá setjum við á stól á meðan við snæðum... síðan trítlum við út í bíl og hvað, jú við setjumst aftur þegar inn í bílinn er komið... veit ekki um bíla þar sem maður getur staðið við keyrsluna...
.
.
...svo keyrum við sitjandi í vinnuna, hoppum út úr bílnum og inn og setjumst... síðan þegar haldið er heim seinnipartinn er sest upp í bílinn... og heim að borða kvöldmatinn og þá setjumst við til borðs... eftir uppvaskið... er síðan sest í sófann og horft á sjónvarpið fram eftir kvöldi eða vafrað um í netheimum...
... svo er stólinn náttúrulega stöðutákn; forstjórastóllinn, bankastjórastóllinn... hallærislegt, finnst ykkur það ekki?
.
.
... las grein um fyrir nokkru um það hvernig manneskjan á eftir að þróast líkamlega... kom ekki á óvart að það er sá líkamshluti sem við notum einna mest, sitjandinn, sem á eftir að stækka mest á framtíðarmanneskjunni...
Athugasemdir
Ég fór aðeins inn í framtíðina og sá að fólk sat samt á stólum... sjáðu bara.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.3.2008 kl. 08:35
Þetta er ekki fögur framtíðarsýn Brattur minn. Spurning hvort hægt sé að þjálfa sitjandann eitthvað frekar, en til þess eins að sitja á honum og ....þú veist. Vona bara að aldrei verði hægt að borða með honum.....
Halldór Egill Guðnason, 3.3.2008 kl. 08:50
Ojojoj, Gunnar! Þetta var ekki falleg framtíðarsýn! Hahahahaha.....
Sigríður Hafsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.