Hvert skal haldið?

... ég hef síðustu daga verið að birta smásögur sem ég hef samið jafn óðum og ég skrifa þær hér á bloggið... þær hafa komið áreynslulaust og ég bara bærilega sáttur við þær...

... nú er ég að spekúlera hvert ég eigi að halda með þetta blogg mitt... nenni ekki að skrifa um fréttir, nógu margir í þeirri deildinni... á ég að skrifa smásögur áfram, á ég að skrifa dagbók, hvað ég er að gera á hverjum degi, á ég að fara að skrifa um pólitík... á ég bara að halda mínu striki eins og ég hef verið að gera... eða á ég bara að fara að hætta þessu?

... hér kemur örsaga að lokum...

... einu sinni var maður sem var gráhærður, hann langaði til þess að láta lita á sér hárið, kolsvart eins og það var í gamla daga... hann dreif í þessu og fór á hárgreiðslustofu...

... þegar búið var að lita á honum hárið, var honum réttur spegill, hann horfði í spegilinn og viti menn...

.

Roses_Mirror

.

... hann var bara ánægður með útkomuna...

... gekk út í sólina og söng "What a wonderful world" í huganum...

....ég hef ekkert heyrt af honum síðan...

... hafði þið nokkuð séð hann?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta eru svo djúpar hugsanir hjá þér að ég átti erfitt með að fatta í byrjun... ég myndi sakna þess að lesa þessar hugsanir þínar ef þú hættir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ert þú hættur að blogga ? En - þá hefur mikið breyst í þínu lífi, hef reyndar séð miklar breytingar hjá þér frá því að þú byrjaðir að blogga.....Auðvitað er þetta allt þitt mál en það hefur verið gaman að kynnast þér í gegn um sögurnar þínar og átta sig á því að þér er margt til lista lagt - samanber ljóðin þín, held þú ættir að snúa þér meira að þeim. þar ert þú á MJÖG góðu róli ! Og það var gaman að hitta þig í haust.

En lífið er miklum breytingum háð hjá svo mörgum, vona að þú finnir hina einu sönnu hamingju einn daginn !

Hafðu það sem best Brattur, vonandi hittumst við í sumar ásamt öðrum úr okkar fína flokki "Hippunum"  .................Sem endalaust eru að leita að hinni einu sönnu hamingju og ást. Við vorum nú svo leitandi á þessum árum að ást og friði.  En líkur þeirri leit einhverntíma  ???????????? Vonandi þó........

Vinarkveðja....Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Brattur

... Gunnar Helgi, nei ég var nú ekki beint að hugsa um að hætta að blogga... ég hef mjög gaman að því að skrifa smásögur og ljóð... þetta er góður vettvangur fyrir slíkt... sérstaklega ef einhver les og skrifar athugasemdir... var bara í smá pælingum, hvort ég ætti að halda áfram á sömu braut eða að fara að breyta til, einn möguleikinn er vissulega að hætta... en ég held ég hafi of gaman af þessu til að velja þann kostinn...

... Magga... skil ekki alveg kommentið þitt... vildi bara koma því á framfæri, svo að ahugasemd þín verði ekki misskilin... að ég er ekki og þarf ekki að leita að einu né neinu... ég er hamingjusamur í dag og hef höndlað það besta sem lífið hefur upp á að bjóða...

Brattur, 26.1.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Er "Ketilásnefndin" komin í stuð? Hef fundið mikinn áhuga hjá mörgum. Hvað með ykkur? Danskortið er klárt! ;-)

Það verður hver að gera upp við sig um hvað eða hvort hann bloggar yfir höfuð. Er stundum sjálf að velta fyrir mér straumum og stefnum í þeim efnum. En blogga svo bara spontant...nánast alltaf.....

Vilborg Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sorry....var ekki að meina að þú,  bara þú,værir að leita að einu né neinu - við vorum það öll, að leita, leita í  "den" það var það sem ég meinti...og það var líka hugsjón okkar aldursflokks.

En Brattur, ég er "næm" og hef í gegn um bloggið fundið að þú ert að ganga í gegn um breytningar í þínu lífi - O.K.eins og ég sagði það er þitt mál og ég vona bara að það sé það sem þig vantaði.....og hamingja þín sé  handan við hornið.

Samgleðst þér !

Var samt alltaf hissa á að þú lést mig aldrei vita hvort þú hefðir farið á sýninguna... en það skiptir ekki öllu máli - nema það að ég fékk margt gott út úr þeirri sýningu svo enn og aftur - takk fyrir þinn hlut...!

Annars, óska þér alls góðs og gott að vita að þú ert hamingjusamur -

Vona svo sannarlega að við getum talast við ef við hittumst - einn daginn

Hulda Margrét Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 17:44

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Haltu þínu striki Brattur. Ekki orð um það meir. Mikið déskoti er þetta annars góð mynd af þér, kæri vinur.

Halldór Egill Guðnason, 27.1.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband