Hörð keppni
10.1.2008 | 21:27
... eins og sumir bloggvinir mínir vita, þá hef ég gaman af því að fara í sund... og ég hef sagt frá því hérna að ég hef talsvert keppnisskap og er oft að keppa við aðra sundlaugagesti, þó svo að þeir viti ekkert af því...
... ég fór í sund í vikunni eins og oft áður... stóð á sundlaugarbakkanum, setti á mig sundgleraugun og stakk mér til sunds... fljótlega tók ég eftir að náungi einn synti við hliðina á mér... mér fannst hann vera að fara fram úr... svo ég gaf aðeins í... hann gaf líka í... ég gaf mig ekki og hann herti líka sprettinn... og svo vorum við báðir komnir á svaka siglingu... rosalega harður af sér þessi, hugsaði ég og fljótur að synda... venjulega syndi ég svona 40 ferðir, eða 1 kílómetra í einu... en hraðinn var svo mikill á okkur núna, að ég var algjörlega sprunginn eftir 24 ferðir og gafst upp... og viti menn "hann" hætti um leið og gafst upp líka...
.
.
... en fljótlega rann upp fyrir mér að ég hafði ekki verið að keppa við raunverulegan mann... ég hafði verið í hörkukeppni við minn eigin skugga...
... já, allt í lagi að segja frá þessu hérna, veit að þið segið þetta ekki nokkrum manni...
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 21:43
Lofa því, enda þagmælt og þægileg
Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.1.2008 kl. 21:52
Ekki orð um þetta meir. Lofa því. Engin óþægindi af aðskotahlutum á ónefndum stöðum í þetta sinn...?
Halldór Egill Guðnason, 11.1.2008 kl. 13:05
Þú þarft að bæta sundstílinn, fyrst þú gast ekki unnið keppnina. Jafntefli er alveg óásættanlegt.
Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 13:46
Krútt!
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 14:46
Það hefði nú verið saga til næsta bæjar, já eða bara út um allt land, ef hann hefði farið fram úr þér!
Halldór Egill Guðnason, 11.1.2008 kl. 15:53
... Anna... ég fór aftur í sund í dag, keppti við sjálfan mig og nú vann ég...
... Halldór... já... það er eiginlega stór fétt að bíða lægri hlut fyrir skugganum af sjálfum sér... ég læt þig vita þegar það gerist... þú nú keppi ég við hann á hverjum degi...
Brattur, 11.1.2008 kl. 20:33
Ef skuggi er að vinna Brattur, þá er bara að keppa við hann í hina áttina.
Á móti sól og birtu
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.1.2008 kl. 23:54
Þorsteinn.: Þá fyrst yrði nú málið alvarlegt ef hann færi fram úr honum, í hina áttina altso.
Halldór Egill Guðnason, 12.1.2008 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.