Letinginn

 

... einu sinni var maður sem var alveg svakalega latur... hann nennti ekki að vinna og lét konuna sína vinna fyrir sér... hann svaf með eyrnatappa til þess að þurfa ekki að vakna snemma á morgnana um leið og konan fór í vinnuna...

... hann var svo latur að hann klæddi sig aldrei, var alltaf í náttfötum... bláum hólkvíðum buxum og víðum rauðum bol... hann þvoði þessi náttföt aldrei... en konan klæddi hann þó úr þeim á laugardögum og henti í vél...

... svo fór náttúrulega að blessuð konan yfirgaf þennan letingja og þarf enginn að undra sig á því..

... manngarmurinn hafði þó dug í sér að komast á ríkisspenann og fékk mánaðarlega lagða inn á sig peninga... sem dugðu honum fyrir mat og sígarettum... hann hafði einu sinni verið bara nokkuð laglegur maður, en nú fór að halla undan fæti í þeim efnum... hann fitnaði heil ósköp, þunnt sítt hárið óx niður á bak og hann lyktaði rosalega illa...

... unglingsstrákur í næstu íbúð fór fyrir hann sendiferðir í matvörubúð og fékk greiddar 500 kr. fyrir skiptið...

... en dag einn gerðust undur og stórmerki... letinginn vaknaði við það að sólin skein inn um gluggann... hann tók tappana úr eyrunum og gekk að glugganum... á græna blettinum fyrir utan var Heiðlóa...
...letinginn fór að söngla;

"hún hefur kennt mér að vaka og vinna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót"...

... ekki fallegasta röddin í bænum... sambland af Bob Dylan og Megasi...
en sjarmerandi...

... sjálfum fannst honum hann syngja fallega eins og lóan...

.

 45fugl_synger_m_bunn

.

... hann fór inn á bað með skæri, klippi af sér mest allt hárið og rakaði sig... síðan fór hann í sturtu... það var eitthvað að gerjast í kollinum á honum...

... þessi saga kennir okkur það að ekki ganga allar veðurspár eftir... þó þær líti vel út...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott saga en ég skil ekki baun...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.1.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Brattur

... það er best að skila ekki neitt, Gunnar... bara njóta... ég er t.d. enn að velta fyrir mér þessum endi...

Brattur, 7.1.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þið þekktuð þennan mann, þið alloft sáuð hann.......

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.1.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alltaf gaman að lesa um farsælan endi.

Heitir þetta sem kom fyrir manninn að taka sinnaskiptum?

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.1.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Brattur

... já ætli það heiti ekki eitthvað svoleiðis... verst að vita ekki meira hvað varð um blessaðan letingjann... kannski ég reyni að spyrjast fyrir... hvur veit...

Brattur, 8.1.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er alveg undrandi á konunni að skila manninum.  Manni sem þarf bara að þvo ein náttföt af í viku hverri.    Lúxuskall !

Anna Einarsdóttir, 8.1.2008 kl. 00:03

8 Smámynd: Júdas

.....ýmislegt fer á annan veg en ætlað er nema hvortveggja sé.....

Júdas, 8.1.2008 kl. 00:12

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hvað verður um ó stressaðan einstakling, sem ekki er ofvirkur né hvatvís, og notar allan öryggisbúnað sem í boði er.

Kaupir hann kannski bara náttföt í kaupfélaginu, og biðlar til Önnu.

Freistandi hugsun.

Sprettur úr spori - Sprellarinn Sá - Ætli hann þori - Í Önnu að ná.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.1.2008 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband