Öfugur foss - undirstaða góðs sambands
3.1.2008 | 23:14
... þegar fólks hyggst hefja samband, er nauðsynlegt að vera sammála um ýmsa hluti... grunnurinn að góðu sambandi er að aðilar séu fullkomlega sammála um hvernig klósettpappírsrúllan á að snúa...
... ef ekki er ágreiningur um þetta í upphafi sambúðar... þá mun þessi skúta sigla hamingjusöm á leiðarenda...
... það er sko ekki sama hvernig klósettrúllan snýr... ofsalega getur það verið truflandi að fara á klósett þar sem klósettpappírinn snýr vitlaust...
... vitlaust, spyr kannski einhver, hvernig getur klósettpappír snúið vitlaust?
... jú, ef pappírinn fellur eins og öfugur foss, þá snýr hann vitlaust...
... hugsið ykkur á, sem rennur aftur á bak fram af klettabrúninni... hún rennur á bakinu fram af... það er öfugur foss...
... svona eins og á þessari mynd eiga klósettrúllur að snúa... eins og réttur foss... foss sem rennur á maganum fram af...
.
.
... vinsamlega skoðið þetta heima hjá ykkur og kippið í lag ef pappírinn snýr öfugt...
Athugasemdir
Þetta er einn af hornsteinum farsællar sambúðar Brattur. Þar er ég sammála þér, sem oftar. Ef hún snýr hinsegin getur það endað með andúð eða jafnvel fjarbúð. Snúum rúllunni rétt, látum það verða mottóið í ársbyrjun. Annars þurfti maður lítið að hugsa um þetta á rússatogurunum. Þar var rúllan tekin með á og af klóinu og ef maður gleymdi henni í statífinu, hvernig svo sem hún snéri, var henni stolið. Þá gat sko stundum fokið í tuðarann.
Halldór Egill Guðnason, 4.1.2008 kl. 01:35
Hermálaráðuneyti í ónefndu landi gaf fyrirskipanir um að rúllur skyldu vera öfugar á salernum í herskálum því samkvæmt ítrekuðum rannsóknum á þess vegum sé rifið minna af þeim þannig. Það skýrir kannski hernaðarbröltið - í herferð gegn rétthugsun á salernum.
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 4.1.2008 kl. 13:17
Takk kærlea fyrir þetta Brattur góður, það var að fjúka í flest skjól hérna í Smáíbúðahverfinu. Ég er að sjálfssögðu búin að snúa WC pappírnum rétt. svo það verður auðvitað tóm sæla fram á vor.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.1.2008 kl. 17:16
...já, gott fólk, ég sé að jafnt í blíðu sem stríðu er þetta mál mjög mikilvægt og gott að þið áttið ykkur á því... hvaða rússatogara varst þú á annars, Halldór?
Brattur, 4.1.2008 kl. 20:14
ó stekk að skoða á kamrinum.
Ragnheiður , 4.1.2008 kl. 22:23
Admiral Starikov var það Brattur minn. 125 metra skrímsli uppá 10 hæðir takk fyrir. "Those were the days"
Halldór Egill Guðnason, 7.1.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.