Rassborukallinn


Í sundinu sér maður stundum skrítið fólk, skrítið fólk er reyndar alsstaðar, en í sundi getur það verið enn
skrítnara vegna þess að það er lítið klætt og maður sér vöxt þess miklu betur, og hann getur verið skrítinn vöxturinn, það er hægt að klæða af sér bumbuna, en í sundinu, þá er ekkert til hjálpar, hvort sem maður er í sundskýlu,stuttbuxum eða sundbol... sannleikurinn kemur nakinn í ljós...

... sumir koma trítlandi út úr búningsklefunum og halda þétt utan um sjálfa sig eins og þeir séu hræddir um að annars fari þeir eitthvað annað en þeir ætluðu... framan á þessu fólki stendur; afsakið að ég skuli vera til, afsakið að ég skuli trufla...og svo renna þeir sér niður í pottinn og það eina sem sést til þeirra eftir það er nefið sem rétt stendur uppúr...

... aðrir koma með bringuna vel framstæða, (þá er ég ekki að meina konur neitt sérstaklega) og á þeim stendur; hér er ég, er ég ekki flottur... farið frá og dáist að mér...

... það er einn kall sem kemur af og til í sundlaugina sem ég syndi alltaf í... hann er mjög einbeittur í því
sem hann gerir... kemur út í rauðum stuttbuxum, þær ná niður að hnjám, en ná ekki alveg upp fyrir rassboruna, svo hún fær að njóta sín vel, því flestum sundlaugagestanna verður starsýnt á svona miklar rassborur... vinurinn gengur beint að braut nr. 2 og stingur sér... alveg sama þó á þeirri braut sé manneskja að synda og enginn á öllum hinum brautunum...

...nei, rassborumaðurinn á braut nr. 2... svo syndir hann yfir og syndir þá í kaf sem á vegi hans verða, hann hefur m.a. synt mig, sjálfan Tarzan apabróður a la Brattur í bólakaf... ég fór nærri því úr axlarlið svo harður var áreksturinn, en sá í rauðu stuttbuxunum tók ekki einu sinni eftir mér... ég reyni því að nota braut nr. 2 eins lítið og ég get, en verð þó að gera það oftar en ég kýs, þar sem sundæfingar eru oft á hinum brautunum... í hverjum snúningi gjóa ég því augunum upp á bakkann og athuga hvort ég sé
rassborukallinn í rauðu stuttbuxunum á leiðinni...

... "vinur" okkar dvelur samt ekki lengi í lauginni... rútínan er þessi: sturta, beint út og stinga sér á braut
nr. 2 og synda tvær ferðir... já, tvær ferðir... og svo beint upp úr og í sturtu og klæða sig og þá er sundferðin búin...

... ég var búinn að lofa sjálfum mér og reyndar öðrum því að ég myndi synda daglega þar til ég yrði níræður... var svona eiginlega að hugsa hvort ég yrði þá kominn á næsta stig í tilverunni og orðinn; rassborukall...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha   ...... alveg megagóð lýsing hjá þér Brattur.

...og halda þétt utan um sjálfa sig eins og þeir séu hræddir um að annars fari þeir eitthvað annað en þeir ætluðu... 

BRILLJANT ! 

Anna Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:51

2 identicon

Þarf að senda þér myndina af bringubreiða mainninum.....hann var æði  þangað til hann sleppti andanum og ......verð að finna myndina og senda hana hingað....en sumir eru ekki að hugsa um þá sem eru á brautinni ...bara sjálfa sig !!!...JESUS hefði mín portugalska tengdamamma sagt ( sem er samt æðislega frábær kona sem hefur reynt svo margt í lífinu)....haldið ykkur á línunni.......Magga

margret.traustadottir.,andsbaki.is (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:07

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Snilld

Marta B Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Er rassborugæinn ekki bara blindur?????????

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:14

5 Smámynd: Hugarfluga

*fliss* frábær frásögn! Ég man eftir gamla kallinum sem kom alltaf út úr sturtu með handklæðið um sig miðjan og tók sér stöðu hjá útblástursrörinu úr loftræstikerfinu, þannig að handklæðið flaksaðist duglega frá mjöðmunum. Eða stórbrjósta blondínan sem þurfti alltaf að standa á höndum upp við húsvegg og brjóstin spruttu út úr sundbolnum, þannig að umferðaröngþveiti myndaðist í lauginni og allir stímdu á alla. Eða Jón skokkari sem fór í heita pottinn og hamaðist við að búa til hringiðu og lét sig svo fljóta í hringi í pottinum. Engum til ánægju.

Hugarfluga, 4.9.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Hugarfluga

Ég þyrfti nú skilrúm ef ég ætlaði að fara hylja mig á leiðinni út í laugina ... og yrði væntanlega enn meira áberandi fyrir vikið.

Hugarfluga, 4.9.2007 kl. 21:47

7 Smámynd: Brattur

... Hugarfluga... Jón skokkari er frægur pottormur... þessa lýsingu á honum hef ég reyndar aldrei heyrt... frábært... þarf að prufa þetta...

Kristjana... stundum kemst maður ekki hjá því að sjá sumt fólk... það er bara þannig

Guðný Anna... þú segir nokkuð... það hlýtur að vera skuggalegt að vera blindur... ég ætla að leggja smá próf fyrir hann næst...

Brattur, 4.9.2007 kl. 22:02

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Algjör Plumber!  Rassborukarlinn á ég við

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.9.2007 kl. 22:38

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh Brattakrúttið mitt!! Þú lítur nánast alveg eins út og myndin sem ég hafði af þér í kollinum!! 

Heiða B. Heiðars, 4.9.2007 kl. 23:27

10 Smámynd: Brattur

hehe Heiða... gaman að vera í kollinum á þér....

Brattur, 4.9.2007 kl. 23:35

11 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Elsku Brattur, undrið mittalveg fór á tauginni.Þú ert bæði flottur og fit

fljótandi í lauginni.

--

Vilborg Traustadóttir, 5.9.2007 kl. 00:03

12 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Elsku Brattur, undrið mitt/

alveg fór á tauginni./

Þú ert bæði flottur og fit/

fljótandi í lauginni./

 

-

 

He he kom í belg og biðu ÞRÁTT FYRIR COPY OG PASTE!!!!

Vilborg Traustadóttir, 5.9.2007 kl. 00:05

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður Brattur. Það eru annars ótrúlega margir svona "Brautar-2" náungar til í laugunum. Heimaríkir hundar sem hreinlega hrauna yfir allt og alla sem eru að þvælast á "þeirra" braut. 

Halldór Egill Guðnason, 5.9.2007 kl. 08:55

14 identicon

hahaha..  uff svona kallar... ef ég þekki sjálfa mig rétt þá væri ég löngu búin að sitja fyrir honum og taka hann í ærlegt tiltall.. "Svona góði hagar maður sér ekki, Nei"

Björg F (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:02

15 Smámynd: Brattur

... Björg, ætli ég sé ekki meiri svona týpan; sá á að vægja sem vitið hefur meira... held ég myndi samt klóra í þann sem syndir yfir mig, svona rétt áður en ég drukknaði

... takk fyrir vísuna Vilborg... nú geng ég með brjóstkassann framstæðan þegar ég fer í sundið næst...

... Halldór og þeir fara ekki eftir neinum umferðarreglum... eins og við vitum sem erum að synda, þá er synt í hringi á hverri braut... það kemur í veg fyrir árekstra... en svo koma sumir á bakinu eins og flugmóðuskip og þeir eiga sko réttinn... 

Brattur, 5.9.2007 kl. 11:33

16 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Er að senda þér hinn eina sanna brjóstkassa mann á emailinu. Kv.

MT

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.9.2007 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband